Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Page 13
DV Sport mánudagur 7. maí 2007 13
Leikur Íslandsmeistara FH og bik-
armeistara Keflavíkur fór fram í tölu-
verðum vind á frjálsíþróttavellinum
í Kaplakrika. Þrátt fyrir það spiluðu
leikmenn ágæta knattspyrnu og leik-
ur liðanna lofar því góðu fyrir sum-
arið.
Keflvíkingar byrjuðu betur og
gerðu sig þó nokkuð líklega við að
skora fyrsta markið. Vörn FH átti í
erfiðleikum með útspilið og press-
uðu Keflvíkingar hátt. 6 átti gott skot
sem Daði Lárusson í marki FH þurfti
að taka á stóra sínum.
FH skoraði svo fyrsta markið á
17 mínútu. Guðmundur Sævarsson
hægri bakvörður liðsins átti þá frá-
bæra sendingu upp völlinn, þar var
Bjarki Gunnlaugsson mættur, skaut
að marki sem Ómar Jóhannsson
varði, en Bjarki hirti frákastið sjálfur
og skoraði laglegt mark.
Þórarinn Kristjánsson átti síðan
gott færi fyrir bikarmeistarana en
skalli hans fór yfir. Aukaspyrna Guð-
mundar Steinarssonar rataði beint á
kollinn á Þórarni en einhvern veginn
náði hann að moka boltanum yfir.
10 mínútum síðar urðu Kefl-
víkingar fyrir áfalli, Guðmundur
Steinarsson þurfti að yfirgefa völl-
inn vegna meiðsla, tognaði sam-
kvæmt fyrstu fréttum aftan í læri og
gæti misst af fyrstu leikjum liðsins í
Landsbankadeildinni.
Fyrri hálfleikur var ágætis
skemmtun og leikmenn lögðu sig
fram en um 500 manns létu sjá sig á
frjálsíþróttavellinum.
Þórarinn Kristjánsson átti fyrsta
færi síðari hálfleiks en skot hans fór
yfir. Arnar Gunnlaugsson var næstur
til að fá færi eftir góðan undirbúning
frá Davíð Þór Viðarssyni og Tryggva
Guðmundssyni en honum brást
bogalistin.
Tryggvi fékk síðan gott færi
skömmu fyrir leikslok, komst þá í
gegnum vörn Keflavíkur en Ómar
varði frá honum og skalli Tryggva úr
frákastinu hafnaði í slánni.
1-0 endaði leikurinn og fagnaði
FH því sínum öðrum titli á skömm-
um tíma en þeir lögðu Valsmenn í
úrslitum Lengjubikarsins fyrir um
viku síðan.
„Guðmundur og Nicolaj meidd-
ust báðir og það lýtur ekki vel út.
Við vitum það samt ekki strax.“sagði
Kristján Guðmundsson þjálfari
Keflavíkur. „Við reyndum aðeins að
bæta í í síðari hálfleik, spiluðum ekki
alveg nógu góðan fótbolta í þeim
fyrri. Við nýttum ekki færin og það
skitpir máli. Við eigum að skora áður
en þeir skora sitt mark það er morg-
unljóst. Þar eru framherjarnir ekki
að sinna sínu starfi.“
Kenneth Gustafsson og Guð-
mundur Mete voru ekki í leikmanna-
hóp Keflvíkinga í leiknum og þurfti
Kristján því að nota Mývetningana
Baldur Sigurðsson og Hallgrím Jóna-
son sem miðverði.
„Það er svakalegt að þurfa að nota
þessa miðjumenn í varnarleiknum,
Kenneth og Guðmundur gætu verið
báðir lengi frá,“ sagði hinn geðþekki
Kristján að lokum
Davíð Þór Viðarsson miðjumaður
FH átti góðan leik að vanda en hann
er svo til ný stigin upp úr erfiðum
meiðslum og gaman að sjá þennan
baráttuhund kominn aftur í slaginn.
Hann sagðist sáttur við niðurstöð-
una.
„Keflavík er með gott lið og það
var mjög fínt að ná að vinna þetta. Ég
held að aðalatriðið sé að það meidd-
ist enginn. Við fengum einn leik á
grasi sem er gott og getum byggt of-
aná það. Bikar er alltaf bikar og við
eigum þær nokkrar dollurnar núna,“
sagði Davíð léttur í bragði.
Markaskorarinn Bjarki Gunn-
laugsson var sáttur að sjá bikar koma
í hús.
„Ef titill er í boði þá vill maður
taka þá. Þetta var svona týpískur vor-
leikur ekki kannski sérstakur bolti.
Þetta gefur okkur fínt sjálfstraust,
við erum taplausir í allan vetur gert
aðeins eitt jafntefli í vetur þannig
við erum í ágætis málum.“ Aðspurð-
ur hvort stefnan væri ekki að taka
alla þá bikara sem í boði væru sagði
Bjarki að það væri stefnan.
„Tvímælalaust, það er mikil
breidd í þessu liði og það geta allir
þessu liði spilað fótbolta. KR og Valur
hafa styrkt sig þannig maður reiknar
nú með þeim þarna við toppinn en
svo er alltaf eithvað lið sem kemur
á óvart. Spurning hvort það verður
Keflavík, Fylkir eða okkar gamla félag
ÍA. Maður veit aldrei en ég held að
FH, Valur og KR séu með sterkustu
hópana en það vinnur ekki neitt.“
FH-ingar meistarar
meistaranna
Enginn háloftabolti Þó veðrið hafi
ekki verið með besta móti í gær, sýndu
leikmenn oft lipra takta og reyndu að
halda boltanum niður á jörðinni
Í strangri gæslu mattías guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn í gær. Hér
er það mývetningurinn Baldur Sigurðsson sem er við það að taka boltan af mattíasi.
Sástu West Ham í gær?
Birkir Sveinsson ræðir hér
við formann KSí geir
Þorsteinsson
FH varð í gær meistari
meistaranna þegar liðið
vann Keflavík 1-0 á frjálsí-
þróttavellinum í Hafnar-
firði. Þar með hefur
FH unnið tvo bikara
nú þegar.