Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 18
mánudagur 7. maí 200718 Sport DV
Úrslit helgarinnar
enska úrvalsdeildin
Aston Villa - Sheffield United 3-0
1-0 Gabriel Agbonlahor (25.) 2-0 Ash-
ley Young (42.) 3-0 Patrik Berger (59.)
Everton - Portsmouth 3-0
1-0 Mikel Arteta (59.) 2-0 Joseph Yobo
(62.) 3-0 Gary Naysmith (94.)
Fulham - Liverpool 1-0
Clint Dempsey (69.)
Newcastle - Blackburn 0-2
0-1 Benny McCarthy (14.) 2-0 Jason
Roberts (73.)
Reading - Watford 0-2
1-0 Danny Shittu (60) 2-0 Marlon King
(85)
West Ham - Bolton 3-1
1-0,2-0 Carlos Tevez (10,21.), 3-0 Mark
Noble (29.) 3-1 Gary Speed (67.)
Wigan - Middlesbrough 0-1
Mark Viduka (29.)
Man City - Man Utd 0-1
Cristiano Ronaldo (34.)
Arsenal - Chelsea 1 - 1
1-0 Gilberto Silva (43.) 1-1 Micheal
Essien (70.)
staðan
Lið L U J T M S
Man.Utd. 36 28 4 4 83:26 88
Chelsea 36 24 9 3 63:23 81
Liverpool 37 20 7 10 55:25 67
Arsenal 37 19 10 8 63:35 67
Everton 37 15 12 10 51:35 57
Bolton 37 16 7 14 45:50 55
Reading 37 16 6 15 49:44 54
P.mouth 37 14 11 12 45:42 53
Tottenham 35 15 8 12 52:52 53
Blackburn 36 15 5 16 48:50 50
Aston Villa 37 11 16 10 41:39 49
M.brough 37 11 10 16 41:48 43
Newcastle 37 11 9 17 37:46 42
Man. City 37 11 9 17 28:42 42
Fulham 37 8 15 14 37:57 39
Sheff. Utd. 37 10 8 1 9 31:53 38
West Ham 37 11 5 21 34:59 38
Wigan 37 9 8 20 35:58 35
Charlton 36 8 9 1 9 32:56 33
Watford 37 5 12 20 28:58 27
*Manchester United eru orðnir meis-
tarar.
*Watford er þegar fallið
enska fyrsta deildin
Burnley - Coventry 1-2
Colchester - Crystal Palace 0-2
Hull - Plymouth 1-2
Ipswich - Cardiff 3-1
Leicester - Wolves 1-4
Luton - Sunderland 0-5
Preston - Birmingham 1-0
QPR - Stoke 1-1
Sheff. Wed. - Norwich 3-2
Southampton - Southend 4-1
WBA - Barnsley 7-0
Derby - Leeds 2-0
staða efstu liða
Lið L U J T M S
Sunderland 46 27 7 12 76:47 88
Birmingham 46 26 8 12 67:42 86
Derby 46 25 9 12 62:46 84
W.B.A. 46 22 10 14 81:55 76
Wolves 46 22 10 14 59:56 76
Southamp. 46 21 12 13 77:53 75
Preston 46 22 8 16 64:53 74
Stoke 46 19 16 11 62:41 73
S.Wed. 46 20 11 15 70:66 71
Cchest 46 20 9 17 70:56 69
Plymouth 46 17 16 13 63:62 67
Crystal Pal. 46 18 11 17 59:51 65
Cardiff 46 17 13 16 57:53 64
Ipswich 46 18 8 20 64:59 62
Burnley 46 15 12 19 52:49 57
Norwich 46 16 9 21 56:71 57
Coventry 46 16 8 22 47:62 56
Q.P.R. 46 14 11 21 54:68 53
L.cester 46 13 14 19 49:64 53
Barnsley 46 15 5 26 53:85 50
Hull 46 13 10 23 51:67 49
Leeds 46 13 7 26 46:72 46
Southend 46 10 12 24 47:80 42
Luton 46 10 10 26 53:81 40
*Sunderland og Birmingham komust
sjálfkrafa upp í Úrvalsdeildina
*Derby, WBA, Wolves og
Southampton keppa um hvaða lið fylgja
þeim þangað.
*Luton, Southend og Leeds féllu í aðra
deild.
Walsall og Hartlepool hafa tryggt sér
sæti í ensku fyrstu deildinni
Mikil spenna er í þýska boltanum þar sem þrjú lið eru að berjast um efsta sætið en
aðeins tvær umferðir eru eftir. B. München heldur áfram að valda vonbrigðum.
Barthez vill spila áfram
Fabien Barthez ætlar sér að
halda áfram að leika knattspyrnu
þrátt fyrir að hafa yfirgefið Nant-
es með látum fyrir skemmstu. „Ég
held að ferill minn sé ekki búinn,
ég vil spila áfram í tvö til þrjú ár í
viðbót. Ég vil endurgjalda fótbolt-
anum það sem hann hefur gefið
mér.
En ég vil spila með alvöruliði,
ekki bara spila til þess að spila. Það
er ekki til neins.“
Gamla liðið hans Nantes hélt
veikri von um að forðast fall í fyrsta
sinn úr franska boltanum með því
að gera 1-1 jafntefli við Le Mans.
Claudiu Keseru skoraði jöfnunar-
markið þegar komið var fram yfir
venjulegan leiktíma. Nantes verður
að vinna alla síðustu þrjá leikina til
að eygja von um að halda sæti sínu
í deildinni.
Lens komst í annað sæti með 2-0
sigri á Toulouse. Seydou Keita skor-
aði fyrsta mark leiksins og Daniel
Cousin bætti við öðru marki á 88.
mínútu. Á meðan náði Bordeaux
aðeins 0-0 jafntefli við Rennes.
Paris Saint Germain náði 1-
1 jafntefli við meistarana í Lyon.
Edouard Cisse skoraði fyrsta mark-
ið fyrir Parísarmenn en Juninho
kom af varamannabekknum og
skoraði þegar skammt var eftir af
leiknum. Lyon hefur ekki tapað í 12
leikjum í röð.
Sochaux á nú góða möguleika á
að komast í Evrópukeppnina eftir
1-0 sigur á Valenciennes. Fyrrver-
andi leikmaður Liverpool Anthony
Le Tallec skoraði sigurmarkið.
Sedan vann Lorient 3-1 og er
komið í ágæta stöðu eftir að hafa
verið að berjast við falldrauginn í
nánast allan vetur.
Nancy vann Nice 3-0 en öll
mörkin komu í fyrri hálfleik. Þar
með er ljóst að Nancy getur ekki
fallið en Nice er komið í slæm mál.
Að lokum vann Auxerre Troyes
1-0. benni@dv.is
Stuðningsmenn Nantes kunnu Fabien Barthez litlar þakkir fyrir hans framlag til liðsins:
Þú skemmdir minnisvarðann okkar
Stuðningsmenn nantes voru með
risastóran borða þar sem Barthez var
sakaður um að skemma liðið.
Stuttgart vann sinn sjötta leik í röð
í þýska boltanum á laugardag og um
leið hringdu viðvörunarbjöllur hjá
Schalke senm átti leik í gær. Spennan
í deildinni er gríðarleg en Schalke,
Stuttgart og Werder Bremen berjast
um meistaratitilinn og eru aðeins
eitt stig milli þessara liða. Stuttgart
vann Mainz 2-0 og er aðeins einu
stigi á eftir Schalke sem er í toppsæt-
inu en Schalke vann nauman sigur
um helgina.
Arminia Bielefeld er nánast ör-
uggt með sæti sitt í deildinni eftir
að hafa unnið Bayer Leverkusen 2-
1 á útivelli. Gestirnir byrjuðu vel og
komust yfir á nítjándu mínútu en þá
settu heimamenn í gírinn og jöfn-
uðu. Leverkusen fékk nokkur úrvals
tækifæri til að komast yfir en fór illa
að ráði sínu. Liðið fékk síðan blauta
tusku í andlitið sjö mínútum fyrir
leikslok þegar Jonas Kamper skoraði
sigurmarkið.
Werder Bremen jafnaði sig fljótt
af tapinu í Evrópukeppni félagsliða í
síðustu viku og skellti Herthu Berlín
4-1 á útivelli. Svíinn Markus Rosen-
berg var í góðum gír og setti þrennu
í leiknum. Eftir að hann hafði skor-
að fyrsta mark leiksins fékk Josip
Simunic, leikmaður Herthu, að líta
rauða spjaldið og gerði það eftirleik-
inn auðveldari fyrir gestina.
Áframhaldandi vonbrigði
Bayern
Bayern München sá Meistara-
deildarvonir sínar hverfa á laugardag
þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn
Borussia Münchengladbach. Leikur-
inn byrjaði þó vel fyrir Bæjara en eftir
tólf mínútna leik náði Roy Makaay að
skora eftir stoðsendingu frá Ali Ka-
rimi. Gladbach jafnaði þó snemma í
seinni hálfleik og þar við sat.
Eintracht Frankfurt fjarlægð-
ist fallsætið með því að bursta Al-
emannia Aachen 4-0 á heimavelli
sínum. Aachen er hinsvegar í mjög
slæmum málum í þriðja neðsta sæti
deildarinnar. Staðan var 2-0 í hálfleik
en möguleikar gestana á að komast
aftur inn í leikinn hurfu þegar Nao-
hiro Takahara fékk rauða spjaldið á
56. mínútu.
Bochum er aftur komið í baráttu
um Evrópusæti eftir að hafa unnið
3-0 sigur á Hamburg á útivelli. Mar-
kalaust var í hálfleik en í þeim síðari
komu þrjú mörk og öll voru þau frá
gestunum.
Schalke lagði Nürnberg 1-0 á
laugardag en ekki er hægt að segja að
sigurinn hafi verið glæsilegur. Kevin
Kuranyi skoraði eina mark leiksins
með skalla en hann hefur skorað
fimmtán mörk á tímabilinu. Markið
kom á 64. mínútu eftir góðan und-
irbúning Hamit Altintop. Stuttu fyr-
ir leikslok missti Nürnberg mann af
velli með rautt spjald.
Borussia Dortmund hefur ver-
ið á siglingu að undanförnu og með
því að leggja Wolfsburg á útivelli 2-0
vann liðið sinn þriðja leik í röð. Einn
leikur var í þýska boltanum á föstu-
dag en Hannover vann þá 2-0 sigur
á Energie Cottbus. Hannover á enn
möguleika á Evrópusæti en liðið
spilaði flottan sóknarbolta á föstu-
dag og hefðu átt að skora fleiri mörk
í leiknum.
Aðeins tvær umferði eru eftir af
þýsku deildinni. elvargeir@dv.is
toppliðin unnu
Hetjan Kevin Kuranyi var
hetja Schalke og skoraði eina
markið gegn nürnberg.
Gaman hjá Stuttgart Stuttgart
er á mikilli siglingu og þá er gaman
hjá stuðningsmönnum liðsins.
Þakkað fyrir diego og
miroslav Klose þakka
stuðningsmönnum Werder
Bremen fyrir þeirra framlag.