Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Side 19
DV Sport mánudagur 7. maí 2007 19
AjAx bikArmeistAri
í gær fór fram úrslitaleikur hollensku
bikarkeppninnar í rotterdam þar sem aZ
alkmaar og ajax
áttust við. Eftir
venjulegan leiktíma
var staðan jöfn 1-1.
Ekkert var skorað í
framlengunginni og
því farið í vítaspyrnu-
keppni. Þar var það
ajax sem hrósaði
sigri en liðið vann 8-
7. íslenski landsliðs-
maðurinn grétar rafn Steinsson lék allan
leikinn fyrir aZ. Hann tók þriðju vítaspyrnu
liðsins í vítakeppninni og skoraði hann.
magdeburg tapaði
Það urðu óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeild-
inni í handbolta um helgina. Botnlið
deildarinnar Eintracht Hildesheim vann
nýkrýnda Evrópumeistara félagsliða í
magdeburg naumlega 36-35. Leikurinn fór
fram í gær. á sama tíma vann nordhorn
30-24 sigur á nettestedt Lübbecke en
Þórir Ólafsson skoraði fimm mörk í
leiknum.
silkeborg í slæmum málum
Silkeborg féll niður í neðsta sæti í dönsku
úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið
beið lægri hlut fyrir
midtjylland 3-1.
Bakvörðurinn Bjarni
Ólafur Eiríksson
spilaði allan leikinn
fyrir Silkeborg en
Hólmar Örn
rúnarsson kom inn
sem varamaður í
seinni hálfleik.
Hörður Sveinsson er
á meiðslalistanum og lék ekki. Silkeborg er
nánast fallið en liðið er neðst í deildinni
með sextán stig eftir 28 leiki. FC
Kaupmannahöfn hefur þrettán stiga
forskot í dönsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir
tap um helgina.
sunderlAnd meistAri í 1. deild
roy Keane og félagar í Sunderland unnu
um helgina stórsigur á Luton í lokaumferð
ensku 1. deildarinnar. Liðið vann 5-0 sigur
en Luton var fallið fyrir leikinn. með
sigrinum tryggði Sunderland sér efsta sæti
deildarinnar og kemst beint upp í
úrvalsdeildina ásamt Birmingham. derby,
West Bromwich albion, Wolves og
Southampton fara í umspil um þriðja lausa
sætið í úrvalsdeildinni.
enginn í skAmmArkrókinn
Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur
komist að þeirri niðurstöðu að hvorki
Everton né
manchester united
brutu reglur
varðandi kaup
fyrrnefnda liðsins á
markverðinum Tim
Howard. athygli
vakti að Howard lék
ekki með Everton
gegn united þrátt
fyrir að Everton hafði
alveg gengið frá kaupum á honum. david
moyes, stjóri Everton, hafði áður sagt að
hann notaði ekki Howard vegna munnlegs
samkomulags við manchester united.
„Engir ólöglegir samningar voru gerðir.
Everton var frjálst að nota Tim Howard í
leiknum,“ sagði m.a. í yfirlýsingu frá enska
sambandinu.
VAn gundy Að hættA
Jeff Van gundy, þjálfari nBa-liðsins
Houston rockets, ætlar að hætta með liðið
og taka sér frí frá
þjálfun ef
eitthvað er að
marka dagblaðið
new York Post.
núverandi
samningur Van
gundy rennur út
í sumar. new
York Post segir
þó að brotthvarf
hans tengist ekki
tapi liðsins á
heimavelli fyrir utah í úrslitakeppninni í
fyrrinótt.
ÍÞRÓTTAMOLAR
Kaka misnotaði vítaspyrnu
Kaka klúðraði vítaspyrnu þeg-
ar AC Milan gerði markalaust jafn-
tefli við Fiorentina á San Siro í gær.
Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði
lið en þau eru í baráttu um Evrópu-
sæti. Kaka náði reyndar einu sinni að
koma knettinum í netið en dómar-
inn dæmdi aukaspyrnu og taldi það
mark ekki.
„Það kemur mér ekkert á óvart
að við náðum ekki fram sams-
konar spilamennsku eins og gegn
Manchester United í síðustu viku.
Það er betra að þessi leikur hafi
endað með jafntefli en ekki hinn,“
sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC
Milan, eftir leikinn. Hann var þó
ósáttur við að mark Kaka var dæmt
af en hann taldi dóminn rangan.
Christian Vieri skoraði sitt fyrsta
mark í ítölsku deildinni í átján
mánuði í gær en það var jafnframt
hans fyrsta mark í búningi Atalanta.
Hann kom inn sem varamaður þeg-
ar Atalanta vann 3-1 sigur á Siena.
Hann var meiddur í meira en ár
vegna meiðsla á hlé.
„Ég ætla að tileinka öllum þetta
mark, sérstaklega Atalanta þar sem
félagið hefur alltaf haft trú á mér,“
sagði Vieri en mark hans var stór-
glæsilegt, af 40 metra færi. „Ég sá
að markvörðurinn var illa staðsett-
ur. Boltinn féll vel fyrir vinstri fótinn
á mér svo ég ákvað að láta reyna á
skot. Það var frábært að sjá boltann
í markinu. Ég er loks að ná að jafna
mig eftir þessa aðgerð. Ég er kom-
inn yfir versta hjallann og þarf nú
bara að finna leikformið.“
Vieri ýjaði einnig að því að hann
gæti haldið í raðir Fiorentina í sum-
ar.
Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að
Messina og Ascoli eru fallin niður í
ítölsku B-deildina. elvargeir@dv.is
Athyglisverðir hlutir gerðust í ítalska boltanum um helgina:
Glenn Roeder er hættur sem
knattspyrnustjóri Newcastle United
en þetta tilkynnti félagið í gær. New-
castle hefur lent í miklum vandræð-
um í vetur og hafa meiðsli spilað þar
inn í. Félagið er sem stendur í þrett-
ánda sæti ensku úrvalsdeildarinn-
ar og einnig ollið vonbrigðum í bik-
arkeppnum. Newcastle hefur ekki
skorað í meira en átta klukkustundir
á heimavelli sínum sem er versti ár-
angur félagsins síðan 1951.
Alveg frá því að Roeder var ráðinn
hefur þessi 51. árs stjóri verið um-
deildur. Reiði stuðningsmanna náði
síðan hámarki eftir tap gegn Black-
burn á heimavelli síðasta laugardag
og var Roeder harðlega gagnrýndur
og einnig Freddy Shepherd, stjórn-
arformaður félagsins. Neyðarfundur
var haldinn hjá félaginu í gær vegna
dapurs árangurs liðsins og á hon-
um var tekin sú ákvörðun að Roeder
myndi láta af störfum.
Roeder var fimmtán mánuði sem
knattspyrnustjóri Newcastle en þar
er meðtalinn sá tími sem hann var
upphaflega til bráðabirgða.
kemur stóri sam?
Roeder þjálfaði West Ham á sín-
um tíma en var rekinn þaðan. Þá
tók hann að sér þjálfun hjá ungl-
ingaliði Chelsea og var síðan ráðinn
sem þjálfari hjá unglinga-akademíu
Newcastle. Hann fékk síðan tæki-
færi til að stýra aðalliði Newcastle til
bráðabirgða þegar Sir Bobby Robson
hætti. Ánægja var með hans störf þá
og ákveðið að ráða hann alfarið sem
knattspyrnustjóra og var það tilkynnt
í maí í fyrra.
Ekki hafa margir verið nefndir til
sögunnar í bresku pressunni sem
líklegir til að taka við stjórn New-
castle nú þegar Roeder er horfinn
á braut. Þar ber helst á nafni Stóra
Sam. Sam Allardyce hætti sem
knattspyrnustjóri Bolton Wand-
eres fyrir viku og fullyrða sumir fjöl-
miðlar að hann muni taka við New-
castle. Sheperd segist þó ekkert hafa
rætt við Allardyce en það er þó vitað
að hann hefur miklar mætur á þeim
manni.
Vonbrigði
Roeder var mjög umdeildur í
starfi. Newcastle á eina dyggustu
stuðningsmenn Englands og rík-
ir mikil óánægja með gengi liðsins
síðustu ár. Beðið hefur verið eftir því
að Newcastle taki skrefið inn í hóp
betri liða deildarinnar en það hefur
gengið erfiðlega. Þó hefur ýmsu ver-
ið tjaldað af stjórn félagsins, mikl-
um fjármunum hefur verið varið í að
gera leikvanginn sem glæsilegasta og
einnig í að kaupa leikmenn sem hafa
flestir ollið vonbrigðum.
Mikill vandræðagangur hefur verið
á liðinu þetta tímabil en sjálfur hefur
Roeder ekki viljað taka neina ábyrgð.
Hann hefur talað um að mistök hafi
verið gerð þegar liðið var mótað og
sagðist sjálfur þurfa tíma til að koma
leikmönnum inn sem hann vill hafa.
Þá hefur hann mikið skýlt sér á bakvið
meiðslavandræði Newcastle.Varnar-
leikur liðsins hefur oft á tíðum verið
kjánalegur og ljóst að mikil vinna er
framundan fyrir þann sem tekur við
þessu starfi. elvargeir@dv.is
Roeder farinn
frá Newcastle
langþráð mark
Vieri skoraði í fyrsta
sinn fyrir atalanta.
ársmiðunum hent
reiðir stuðningsmenn newcastle
köstuðu ársmiðum sínum inn á völlinn.
stóri sam Er sterklega orðaður við newcastle.
glenn roeder hætti sem
knattspyrnustjóri New-
castle í gær en liðið hefur
ollið gríðarlegum vonbrigð-
um á tímabilinu. sam All-
ardyce er talinn líklegastur
til að taka við starfinu.
Varla saknað
Það er ljóst að ekki
margir stuðningsmenn
newcastle munu sakna
glenn roeder.