Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Page 30
mánudagur 7. maí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn Að halda upp á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl ber vott um barnslega trú á að Ísland sé nokkurn veginn við miðbaug. Hér er mælt með að 19. apríl verði gerður að fyrsta vor- degi, enda er auðvelt að tengja hret, rok og rigningar við vorið. Meðalhiti í Reykjavík í maí í fyrra var 6,4 gráður og á Akureyri 4,5 gráður, það er ekki sérlega sumarlegt. Þess vegna verð- um við að flytja sumardaginn fram til 17. júní. Þá er hægt að minnast stofnun lýðveldisins og njóta alvöru sumarblíðu – allur pakkinn. Hvergi á jarðríki er eins auðvelt að fara í hressandi göngutúr og á Ís- landi. Fá hús, landflæmi og göngu- leiðir þvers og kruss ættu að vera nægileg freisting fyrir innipúka. Nú er lag að taka fram flottu skóna sem maður fékk í jólagjöf, vindjakkann sem vinnan dreifði á starfsfólkið og myndavélina sem maður fékk í jólagjöf í fyrra og hefur ekkert verið notuð og bara ganga og taka mynd- ir af hverju sem er. Veitingastaðurinn Hafið bláa við Ölfusárós státar án efa af glæsileg- asta útsýni veitingastaðar á Íslandi. Þar er hægt að sitja í rólegheitun- um og horfa út um 12 risastóra glugga, eins og verið sé að horfa á tólf hundruð tommu sjónvörp með slökkt á hljóðinu. Úti fyrir ómar brimið en inni heyrist reyndar ekk- ert. Þess vegna má segja að Hafið bláa sé með besta útsýnið en léleg- asta sándið, því þegar blaðamaður var þar um daginn hljómuðu helg- arskrækir úr 50 Oddfellow-frúm dálítið úr takt við brimið. Sjóbaðsfélagið Skítkalt, sem held- ur úti heimasíðunni, skitkalt.com, hvetur fólk til að taka þátt í þeirri garpalegu íþrótt að þrífa kroppinn og sálina í sjó úti á Seltjarnarnesi klukkan ellefu á sunnudögum. Um hádegi í gær var sjóhiti við Reykja- vík tæpar sjö gráður sem þykir ekki vera sérstaklega heitt en þó er lík- legt að hitinn fari upp í um 15 gráð- ur þegar á líður sumar. Við mælum með... ...Ljósmyndatúr ...nýjum fyrsta sumardegi ...Hafinu BLáa áfram Pravda Þeir eru margir sem syrgja húsin sem brunnu í Austurstræti og Lækjargötu á dögunum. Ekki síst fastagest- ir á tónleika- staðnum Rós- enberg sem fyrir nokkru hófu undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á borgarstjóra að búa svo um hnúta að starfsemin þar megi halda áfram, en Rósenberg var einn af fáum veitingastöðum í Reykjavík sem jafnan bauð upp á lifandi tónlist. Nú hafa unnend- ur Pravda í Austurstræti gripið til sama ráðs, en undirskriftasöfnun er nú hafin á netinu og hafa mörg hundruð skrifað undir. Þar seg- ir: „Við undirrituð viljum halda veitinga- og skemmtistaðnum Pravda á sama stað við Austur- stræti 22. Við skorum á borgaryf- irvöld að breyta ekki starfseminni í húsinu.“ Kári á lista time Kári Stefánsson er á lista tíma- ritsins Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur veraldar. Kári er ekki í slæm- um félagsskap á listanum, því þar eru til dæmis Al Gore, Sacha Baron Cohen, Elísabet Eng- landsdrottning, Oprah Winfrey og Richard Branson. Í umsögn tímaritsins segir að störf Kára geti hæglega dýpkað skilning manna á sjúkdómum sem hrjá fólk af öðrum uppruna en íslensk- um. Þannig hafi vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar til dæmis fundið gen í bandarískum blökkumönnum sem geti valdið hjartasjúkdómum. afdankaður draslflokkur Dr. Gunni er rammpólitískur, eins og bloggarar eru gjarnan. Hann skrif- ar um yfirvof- andi kosningar á síðu sinni og segir þar meðal annars: „Mér er eiginlega alveg sama um það hvernig þess- ar kosningar fara ef Framsókn verður slitin frá kjötkötlunum. Hvers vegna á 10% afdankaður draslflokkur enda- laust að ráða helmingnum? Þetta er geðveiki og ekki lýðræði fyrir fimmaura. Og vinstridótið sem endalaust slefar í 45% fær aldrei að slefa ofan í kjötkatlana. O, jæja. Þeir fá djúsí eftirlaun.“ nýtt frá megasi Megas er að ljúka við upptökur á glænýrri plötu sem sagan seg- ir að sé ein sú besta sem frá honum hefur komið lengi. Á plötunni, sem var tekin upp í gamla Hljóðrita í Hafnarfirði, nýtur Meg- as aðstoðar Guðmundar Kristins Jónsson- ar og Sigurðar Guðmundsson- ar auk hinna sænsku Mikaels Svennsson og Nisse Törnqvist – en þeir voru allir í hljómsveit- inni Hjálmum. Auk þeirra leggur Guðmundur Pétursson gítar- leikari verkefninu lið. Í Kast- ljósinu í kvöld verður frumflutt lagið Flærðarsenna sem dreift verður á útvarpsstöðvar seinna í vikunni. ...sjósundi Þar sem kaupmað- urinn á horninu lifir góðu lífi Hjónin Ragnheiður Axelsdóttir og Gissur Tryggvason sem búa í Stykk- ishólmi eru tengiliðir byggingafyrir- tækisins Estia. Þau keyptu sjálf íbúð af fyrirtækinu og voru ánægð með kaupin og þjónustuna. „Þetta er mjög lítið fyrirtæki, sem er ekki með mjög mörg hús í sölu, en á land sem verið er að byggja á lítil einbýlishús og íbúðir í húsaþyrping- um,“ segir Ragnheiður. „Eigendur fyrirtækisins komu að máli við okk- ur og föluðust eftir því að við yrð- um tengiliðir þeirra við Íslendinga sem vilja eignast húsnæði á Krít. Við ákváðum að verða við þeirri ósk og ákváðum að hafa þetta ekki stórt í sniðum. Við byrjuðum á því að aug- lýsa í lókalblaðinu hérna í Stykkis- hólmi og fengum nokkrar fyrirspurn- ir í framhaldi af því. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem fólk stekkur út í í einum hvelli. Nú höfum við auglýst í dagblöðunum og svo sjáum við bara til hvernig viðbrögðin verða.“ auðvelt að kaupa fasteign Starfsfólk Estia tekur vel á móti manni og leiðir viðskiptavinina áfram frá a til ö og Ragnheiður nefn- ir sem dæmi að það hafi farið með þeim hjónunum að kaupa húsgögn, hjálpað þeim að leigja bíl og fleira í þeim dúr. „Þegar þú kaupir hús á Krít kaupir þú líka landið. Áður en við hófum fasteignakaupsferilinn voru öll tilvonandi viðskipti okkar við fyrirtækið staðfest hjá sýslumann- inum á staðnum og viðskiptin eru mjög örugg. Við keyptum hina fín- ustu íbúð, hún er á tveimur hæðum með svölum og sundlaug og kostaði minna en sumarbústaður á Íslandi. Verðið á íbúðunum er frá átta millj- ónum íslenskra króna. Íbúðin okk- ar er rétt fyrir utan borgina Hania, sem er næststærsta borgin á eyj- unni, í nágrenni okkar er ekki mik- ill túrismi og þegar maður kemur þangað er það eins og að fara aft- ur í tímann, til sjöunda áratugarins eða svo. Þarna er allt mjög afslapp- að og kaupmaðurinn á horninu lif- ir góðu lífi. Allir tala ensku þannig að það eru engin samskiptavanda- mál á ferðinni. Þetta er yndislegur staður.“ gott veður og forvitnilegir staðir Þegar þau Ragnheiður og Gissur fóru fyrst til Krítar var verðlagið svo gott að þau lýsa því helst sem hlægi- legu. Eftir tilkomu evrunnar hefur allt verðlag farið hækkandi en er þrátt fyrir það mun betra en hér á Íslandi. Hér kostar sáralítið að kynda, hér er kynt með rafmagni og við fórum út í þær framkvæmdir að setja kyndingu í okkar hús en í rauninni þarf þess ekki. Það er frekar að það þurfi að halda hitanum frá á sumrin. Þarna er nóg af vatni og það er ekki dýrt. Það snjóar í fjöllin og vatnsrennslið kemur þaðan. Veðrið er gott allt árið um kring, við fórum út í janúar og vorum í átta vik- ur og veðrið þá var betra en það gerist á góðu íslensku sumri. Krít er áhuga- verður staður þar sem fornleifar eru á hverju strái, til dæmis er fornleifasafn í mínósku borginnni Knossos sem hýsir þrjú þúsund ára gamla muni sem voru grafnir upp um aldamót- in 1900. Svo er hægt að fara með báti til eyjarinnar Santorini. Þegar ég kom þangað fyrst fannst mér að ég væri komin til himnaríkis, þar er ótrúlega fallegt, segir Ragnheiður að lokum.“ Það færist sífellt í vöxt að Íslendingar kaupi sér húsnæði á suð- rænum slóðum til þess að flýja myrkrið, kuldann og dýrtíðina á Íslandi. Nýjasti valkosturinn er einbýlishús og íbúðir á drauma- eyjunni Krít. veðrið ritstjorn@dv.is Þriðjudagurmánudagur 5 6 5 6 6 4 6 5 44 5 2 5 2 4 6 6 4 6 4 0 4 2 2 4 3 4 4 2 2 4 x 6 0 55 6 4 4 5 5 6 4 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.