Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Side 32
Ósanngjörn veiting „Ég hef aldrei reynt að sækja um ríkisborgararétt því mér var sagt að ég þyrfti að búa á Íslandi í sjö ár til þess,“ segir Jonas Moody Bandaríkjamaður sem finnst óeðlilegt að tilvonandi tengda- dóttir Jónínu Bjartmarz hafi feng- ið ríkisborgararétt eftir aðeins fimmtán mánaða dvöl hér á landi. Jonas, sem ekki hafði vitn- eskju um að hægt væri að leita til Alþingis til að fá ríkisborgararétt, ætlar ekki að reyna þá leið. „Mér finnst sjö ára reglan góð og er tilbúinn að fara eftir henni. Mér finnst samt ósanngjarnt að þessi stúlka hafi fengið ríkisfang á sama tíma og öðrum, sem hafa verið hér mun lengur, er synjað,“ segir Jonas. „Ég elska Frakkland, ég elska Frakkland. Landið hefur gefið mér svo margt og ég mun gefa mig allan fram við að þjóna því,“ segir íhald- maðurinn Nicolas Sarkozy, nýkjör- inn forseti Frakklands. Metþátttaka var í frönsku for- setakosningunum sem lauk í gær er 85 prósent kosningabærra ein- staklinga mættu á kjörstað. Sar- kozy tekur við af Jacques Chirac, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu tólf ár. Í kosningunum sigr- aði Sarkosy mótframbjóðanda sinn, sósíalistann Segolène Royal, með 6 prósentustiga mun, sem er held- ur meira en spáð hafði verið eftir harða kosningabaráttu. Sarkozy er 52 ára gamall sonur ungversk inn- flytjenda. Að því er kemur fram í franska dagblaðinu Le Figaro þakkaði Sar- kozy mótframbjóðandanum sínum fyrir baráttuna í ræðu að kosningum loknum og lagði áherslu á Evrópu- samstarf og áframhaldandi vináttu við Bandaríkin. „Franska þjóðin hefur kosið breytingar. Ég ætla að verða forseti allrar þjóðarinnar og líka allra þeirra sem ekki kusu mig. Við elskum öll hvert annað og ég ber fulla virðingu fyrir Royal,“ sagði Sar- kozy. Royal viðurkenndi ósigur sinn skömmu eftir að kjörstöðum var lok- að. „Ég lagði allt mitt af mörkum og mun halda því áfram. Eitthvað er ris- ið sem ekki verður hægt að stöðva,“ sagði Royal í ræðu sinni. Til átaka kom í nokkrum borgum milli mótmælenda og lögreglunn- ar eftir að úrslitinu voru ljós. Þurfti lögreglan að beita táragasi á mót- mælendur og víða voru þeir hand- teknir. trausti@dv.is „Okkur hefur ekki dottið í hug að sækja um ríkisborgararétt því í Útlendingastofnun var mér sagt að hún þyrfti að hafa verið búsett hér á landi í þrjú ár til að fá ríkisborgararétt,“ segir Ari Jóhannesson, en hann hefur verið giftur Merry Jóhannesson frá Indónesíu frá árinu 2000. „Ég hafði aldrei heyrt um að hægt væri að fara með beiðni um ríkisborgararétt til allsherjarnefnd- ar. Við ætlum að sjálfsögðu að fara þessa leið fyrst þar er hægt að af- greiða þetta á einum degi,“ segir Ari sem hingað til hefur haldið að að- eins væri það fyrir íþróttamenn að fá ríkisborgararétt í gegnum þingið. Stórmál að koma til Íslands „Það er stórmál að fá ættingja eða vini í heimsókn ef þeir koma frá svæðum utan Evrópusambandsins því það er alltaf gengið út frá því að maður sé að reyna að misnota kerfið. Þetta land er eiginlega lokað öllum öðrum en Evrópubúum,“ segir Ari. Í ferð Merry til Indónesíu ákvað vinkona hennar að koma í um mán- aðarheimsókn til Íslands og ætlaði að koma með Merry til landsins. Það gekk ekki eftir og hefur hún ekki enn fengið leyfi til þess að koma hingað þremur vikum eftir að Merry kom heim. „Til þess að sækja um leyfið þurfti hún að fljúga til Jakarta í þrjá klukkutíma og fara í danska sendi- ráðið þar í eigin persónu. Þar sem kreditkortið hennar var ekki með nema um sjötíu þúsunda króna út- tektarheimild þurfti ég að senda afrit af reikningsstöðu minni í bankanum til þess að sýna fram á að við gætum séð fyrir henni á meðan heimsókn hennar stæði,“ segir Ari. Hann bætir við að heimildin sem vinkona þeirra hafði þyki nokkuð há í Indónesíu þótt það horfi öðruvísi við hér á landi. Ari veit ekki enn hvort vinkonan fái leyfi til að heimsækja þau en hún þarf líka að sýna fram á flugmiða báð- ar leiðir. Á meðan hún veit ekki hvort eða hvenær hún geti komið til lands- ins getur hún bara keypt opna miða sem eru af dýrustu gerð en ekki nettil- boð sem oft eru mun hagstæðari. Ekki búið nógu lengi á Íslandi Ari og Merry kynntust í Indónesíu þar sem hann var við störf en hann flutti heim árið 2000 og Merry kom á eftir honum og þau gengu í það heilaga fljótlega eftir komu henn- ar. Tveimur mánuðum eftir gifting- una fluttu þau til Noregs og Merry fékk dvalarleyfi til eins árs hjá sýslu- manninum þar sem þau bjuggu. Eftir ár fóru þau til að endurnýja dvalar- leyfi hennar og fékk hún leyfi til fjög- urra ára án þess að þurfa að fylla út pappíra að nýju. Þau fluttu svo aft- ur til Íslands í janúar í fyrra og eftir eins og hálfs mánaðar afgreiðslutíma fékk Merry dvalarleyfi til eins árs. Í janúar á þessu ári sótti hún aftur um dvalarleyfi til að vera nægilega tím- anlega í því þar sem hún ætlaði að fara til heimalands síns í heimsókn og vera úti á þeim tíma sem dvalar- leyfið hennar átti að renna út. Hún fékk flýtimeðferð og allt gekk vel en aðeins til eins árs. Þá spurðu þau um ríkisborgararéttinn en var sagt að Merry hefði ekki búið nógu lengi á landinu til þess fá hann. mánudagur 7. maí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Þetta var stutt gaman hjá fanganum... GENGIÐ ÚT FRÁ ÞVÍ AÐ KERFIÐ SÉ MISNOTAÐ Stórmál að fá ættingja og vini utan Evrópusambandsins í heimsókn til landsins: Nicolas Sarkozy sigraði í forsetakosningum Frakklands: Forseti allra Frakka Fimm útköll og páfagaukur Slökkviliðið á Akureyri var kallað út þrisvar sinnum á nokkurra mín- útna kafla á sunnudaginn vegna elds í gámum víðs- vegar um bæinn. Strax á eftir þurfti liðið að sinna út- kalli vegna reyks í kjallaraíbúð og var allt tiltækt lið kallað út. Fóru reykkafarar inn í húsið til að ganga úr skugga um hvort fólk væri innan- dyra. Á meðan á þessu stóð var liðið enn einu sinni kallað út vegna elds í klósettgámi og nánast á sama tíma fór heitavatnslögn í sundur í íbúð. Örþreyttir slökkviliðsmenn náðu svo loks að anda léttar í höfuðstöðvum liðsins, þegar útkall barst vegna inn- réttingar sem hafði hrunið. Þar hafði páfagaukur fest á bak við innrétting- una og var, af eiganda, talinn á lífi. Páfagauknum var bjargað. HjördÍS rut SigurjóNSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Jón nær ekki kjöri Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, nær ekki inn á þing, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði á fylgi flokkanna í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir Ríkissjónvarp- ið. Sjálfstæðis- flokkurinn og vinstri græn bæta við sig manni í kjördæminu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar en Samfylkingin tapar einum þing- manni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnuninni mældist 40,4 prósent sem tryggir honum fjóra menn. 26,3 prósent segjast ætla að kjósa Samfylkinguna sem fengi ekki nema þrjá menn. Framsóknarflokkurinn mældist með sjö prósenta fylgi og fengi því engan mann inn á þing og það sama á við um Frjálslynda flokk- inn og Íslandshreyfinguna sem eru með fylgi undir fimm prósentum. Forsetinn við góða heilsu Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, var fluttur á Land- spítalann í Fossvogi með þyrlu frá Hótel Búðum í gær vegna mik- illa þreytuein- kenna. Forseta- hjónin höfðu verið við opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi á laugardagskvöld- ið og gist á Hótel Búðum eftir opnunina. Morguninn eftir fann Ólafur Ragnar til mikillar þreytu og var kallaður til læknir úr Ólafsvík, að sögn Örnólfs Thorsson- ar forsetaritara. Læknirinn mat það svo að flytja þyrfti Ólaf Ragnar til Reykjavíkur. Eftir ítarlegar rannsókn- ir í gær segja læknar Landspítalans ekkert alvarlegt ama að Ólafi og er búist við að hann fái að fara heim í dag. Örnólfur segir engan undanfara hafa verið að veikindunum, forsetinn hafi verið hraustur og ekki kennt sér neins meins. Fögnuðu frelsi úr fangelsi Hluti níu manna hóps hefur játað innbrot í þrjá bústaði og einn bíl í Biskupstungum um helgina. Sjálft var fólkið í láns- bústað skammt frá þar sem þau fögnuðu lausn eins félagans úr fangelsi. Innbrotsþjófarnir not- uðu tól og tæki til þess að spenna upp glugga til þess að brjóta sér leið inn í bústaðina. Önnur skemmdarverk voru ekki unn- in en nokkuð miklu stolið eins og rafmagnstækjum, mótorhjó- lagalla og öðrum verðmætum. Fyrst var tilkynnt um innbrot um klukkan tíu á laugardagsmorgun og leiddi rannsókn lögregluna að hópunum í bústaðnum. Slatti af meintum fíkniefnum fundust í bústaðnum en magnið liggur ekki fyrir að svo stöddu. Elskar Frakkland Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy sigraði örugglega í frönsku forsetakosningunum í gær. Hann segir Frakkland hafa gefið sér svo margt og ætlar að leggja sig allan fram við að þjóna öllum Frökkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.