Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 2
Mikið líf á fast- eignamarkaði 249 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu frá 22. júní til 28. júní. Þar af voru 189 samningar um eignir í fjölbýli, þrjátíu og átta samning- ar um sérbýli og 22 samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan á tímabilinu nam 7,3 milljörðum króna og var meðal- upphæð fyrir hvern þinglýstan samning 29.3 milljónir króna. Á sama tímabili á Akureyri var 16 kaupsamningum þinglýst, þar af voru níu samningar um eignir í fjölbýli og sjö samningar um sér- býli. Heildarveltan var 312 millj- ónir króna. Mikil ölvun og ólæti voru á Hellishól- um í Fljótshlíð aðfararnótt laugardags þegar um 50 unglingar söfnuðust þar saman. Ölvaður unglingur ók bíl út í á og annar hót- aði að ráðast á umsjón- armann staðarins. Víðir Jóhannsson, annar eig- enda Hellishóla, segist fyrirfram hafa búist við því að unglingar gætu skemmt sér með fjöl- skyldufólki. Laila Ingv- arsdóttir, framkvæmda- stjóri Hellishóla, segir að héðan í frá verði ungling- um ekki hleypt inn á svæðið án þess að vera í fylgd forráðamanna. Víðir segir að snemma á föstu- dagskvöldinu hafi nokkrir unglingar komið og tjaldað. „Þeim fjölgaði síð- an þar til á fimmta tug unglinga höfðu komið sér fyrir. Í fyrstu hafi skemmt- unin farið vel fram en brátt fór allt úr böndunum.“ Lögreglan stóð vaktina „Um helgina var mikið af gestum hjá okkur, þar á meðal fólk á ættar- móti. Þeim var mjög brugðið við þessi læti,“ segir Laila. „Hellishólar er róm- aður fjölskyldustaður þar sem fólk kemur saman til að njóta útiverunn- ar, spila golf og veiða.“ Laila segir unglingana hafa verið að drekka og fljótt hafi þeir hafa far- ið að vera með hvers kyns ólæti. „Þau höfðu komið á bílum og fóru að aka um eft- ir að þau höfðu neytt áfengis. Einn ók út í á og annar var nærri búinn að velta bíl sínum yfir nær- liggjandi tjöld. Við höfðum fljótt samband við lögregluna og stóð hún vaktina með okkur fram á morgun.“ Víðir segir þau hjón- in hafa rekið staðinn í þrjú ár og þetta sé í fyrsta skipti sem unglingahópur mæti á svæðið. „Hingað til hafa unglingar komið með foreldr- um sínum og hagað sér vel. Þetta kom okkur því mikið á óvart. Ég bjóst við því að ungmenni gætu skemmt sér með fjölskyldufólki án þess að valda ónæði.“ Þegar Víðir reyndi að vísa þremur unglingum upp úr heit- um potti eftir lokunartíma hótaði einn þeirra að ráðast á hann. „Sem betur fer var sonur minn þarna nær- staddur og skarst í leikinn.“ SMS-samkoma Víðir segist dapur yfir því hvernig helgin fór. „Ég er bæði reiður og sár. Eiginlega verð ég sár út í þjóðfélagið þegar fólk getur ekki alið börnin sín betur upp en þetta.“ Honum finnst vanta upp á að unglingum sé kennt að bera virðingu fyrir eigum ann- arra. „Það var rosalegt að sjá svæðið þar sem þessi ungmenni voru. Þetta voru þrír hópar. Einn þeirra var frá Mosfellsbæ og gekk hann mjög vel um. Annar hópurinn var frá Garðabæ og þeir unglingar voru afar ókurteis- ir og virtust engan virðingu bera fyrir neinu.“ Meirihluti unglinganna hagaði sér vel að sögn Víðis. „Þetta voru kannski fimm eða tíu ungmenni sem höguðu sér illa. Þeir skemmdu algjörlega fyrir hópnum.“ Laila segist hafa heyrt að þetta hafi verið ein af þessum svokölluðu sms- samkomum. Þær fara þannig fram að unglingar senda sms-skilaboð sín á milli um hvar skuli hittast og skemmta sér. Síðustu ár hefur fyrsta helgin í júlí verið þekkt sem sms-hátíðarhelgi þar sem um þessa helgi fá unglingar fyrstu útborgun sumarsins. Eftir að unglingarnir höfðu sofið úr sér var þeim vísað í burtu af svæð- inu. „Þeir tóku því vel og sögðust margir vera leiðir yfir hegðun sinni kvöldið áður.“ Laila segir að héðan í frá verði teknar upp strangari reglur um aðgang ungmenna að svæðinu. „Í gegn um tíðina hefur komið hing- að fjöldi fólks sem er afar ánægt. Fólk kemur til að spila golf og hafa gaman með fjölskyldu sinni. Ólæti sem þessi eiga ekki heima hér.“ Hún bendir á að í Þórsmörk hafi verið tekið fyrir að unglingar séu þar einir á ferð. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem ungl- ingar fá að dvelja hér á þess að vera í fylgd forráðamanna.“ mánudagur 2. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Keppt á GSM-markaði Tveimur svissneskum fyrir- tækjum, Amitelo AG og Icecell ehf., hefur verið úthlutað tíðni- heimildum fyrir GSM 1800 far- símakerfi. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að þegar þessir aðilar hafi byggt upp fjarskiptanet sín komi þeir til með að keppa við þau fyrirtæki sem fyrir eru á farsíma- markaðinum. „Við vonumst til að það verði keppt í þjónustu, verði og vöruframboði.“ Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð, þar af tvö íslensk. Allt bendir til að þeim sex hundr- uð kílóum af kjöti sem gerð voru upp- tæk í varðskipinu Tý í nóvember í fyrra verði fargað. Engin leið er fær til þess að nýta kjötið til góðgerðarmála. Framkvæmdastjóri Mæðrastyrks- nefndar, Aðalheiður Frantzdóttir, seg- ir að svona sé löggjöfin og fólk verði að sætta sig við það. „Ég stóð frammi fyrir því sama þeg- ar bandaríski herinn fór frá landinu. Þá skildi hann eftir sig mikið magn af kjötvöru, bæði frosinni og ferskri, á Varnarsvæðinu á Miðnesheiði,“ seg- ir Aðalheiður. Hún fékk til liðs við sig þingmenn sem spurðust fyrir um það hvort hægt færi að fá undanþágu til þess að Mæðrastyrksnefnd gæti út- deilt kjötinu til þeirra sem á því þurfa að halda. „Við fengum ekki að nota þetta kjöt. Svona eru einfaldlega lögin í landinu og það er ákaflega erfitt að ætla sér að sveigja sum lög og önnur ekki,“ segir hún. Kjötið sem um ræðir er í vörslu sýslumannsins á Seyðisfirði, en þar kom varðskipið að landi, eftir við- gerðir í Póllandi með viðkomu í Fær- eyjum. Skipverjar gáfu þær skýringar að um venjulegan matarforða væri að ræða. Tollvörðum þótti þetta heldur ríflegur skammtur af kosti og gerðu kjötið upptækt. Sambærilegt mál kom upp í Reykjavíkurhöfn skömmu seinna. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér það álit í síðustu viku að sýslumað- urinn á Seyðisfirði hefði rétt fyrir sér, Landhelgisgæslan þyrfti að fá kjötið tollafgreitt eftir hefðbundnum leið- um. „Við tókum kjötið og bíðum svo eftir því að það verði leyst út. Það hef- ur ekki enn gerst,“ sagði Lárus Bjarna- son sýslumaður í samtali við DV. Þessi tollafgreiðsla er þeim annmörkum háð að heimild þarf til innflutnings frá landbúnaðarráðuneyti. Lárus seg- ir þessar heimildir ekki liggja á lausu. „Ég er löngu hætt að svekkja mig á einhverju sem mér finnst að eigi að vera öðruvísi en fæ ekki breytt. Hitt er annað mál að við höfum mjög góða birgja sem bæði selja okkur ódýran mat og gefa okkur, eins og til dæm- is fyrir jólin,“ segir Aðalheiður hjá Mæðrastyrksnefnd. sigtryggur@dv.is Ekki má nota kjötið sem gert var upptækt í varðskipinu Tý til góðgerðarmála: Gæslukjötið ekki til Mæðrastyrksnefndar 600 kílo af kjöti Engin leið er fær til þess að mæðrastyrksnefnd fái kjötið sem gert var upptækt í varðskipi í haust. Kjötið bíður förgunar. Ungmenni söfnuðust saman á svokallaðri sms-hátíð á Hellishólum um helgina. Laila Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Hellishóla, segir þetta í fyrsta og síðasta skipti sem unglingar fái að dvelja hjá þeim án þess að vera í fylgd forráðamanna: Ölvað unGMenni óK út í á „Þau höfðu komið á bílum og fóru að aka um eftir að þau höfðu neytt áfengis. einn ók út í á og annar var nærri búinn að velta bíl sínum yfir nærliggjandi tjöld. Við höfðum fljótt samband við lögregluna og stóð hún vaktina með okkur fram á morgun.“ ErLa hLynSdóTTIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhanns- son Víðir er reiður og sár vegna óláta ungmenna á tjaldsvæðinu á Hellishólum um helgina tóku 600 kÍLó aF kJÖtI Í VaRÐSkIPI F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 25. JÚnÍ 2007 dagblaðið vÍsir 88. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 - varðskipsmenn fluttu mikið magn kjöts til landsins frá Færeyjum síðasta haust. Þeir sögðu kjötið vera til nota um borð. Sýslumaður lagði hald á kjötið og það er enn í geymslum hjá honum án þess að Landhelgisgæslan hafi reynt að leysa það út. „Ég vona að við séum ekki í neinu smyglstandi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Henry til Barcelona >> Frábærum Alþjóðaleikum ungmenna lauk í gær við hátíðlega athöfn. Thierry Henry gengur í raðir Barcelona í dag. Um 900 ungmenni léku fótbolta á Akranesi um helgina og þá var mikil spenna í golfinu hér heima. Ásgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfari ræðir um stöðu íslenskrar knattspyrnu og Valur mætti Cork City. >> Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vill koma í veg fyrir aðskilnað eldri hjóna á hjúkrunarheimilum. Hún segir það mannrétt-indabrot þegar hjónum er stíað í sundur á síðustu æviárunum vegna þess að annað hjónanna fær pláss á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Jóhanna segir að fara verði strax í að leysa þennan vanda. Brjóta mann- réttindi á öldruðu fólki fréttir >> Íbúakosningar hafa ekkert lagalegt gildi. Því geta stjórnmálamenn hundsað niðurstöður þ irra ef þeir vilja. fréttir >> Bandaríska sveitin REM var í Reykjavík um helgina og mætti meðal annars á tónleika Megasar. fólk TOLLGÆSLUMENN Á SEYÐISFIRÐI FUNDU KJÖT FRÁ FÆREYJUM Í VARÐSKIPINU TÝ: REM hlýddi á Megas Ekkert lagalegt gildi MÁnUdaGInn 25. JÚnÍ. hellishólar í Fljótshlíð Þegar annar eigenda staðarins bað þrjú ungmenni að fara upp úr heitum potti eftir lokunar- tíma hótaði eitt þeirra að ráðast á hann. Mikið um hraðakstur Mikill erill var hjá lögregl- unni á Selfossi um helgina þó lítið hafi verið um alvarleg atvik. Loka þurfti Biskups- tungnabraut rétt ofan við Þrastarlund vegna aftaná- keyrslu þar sem þrír bílar lentu í árekstri. Minniháttar slys urðu á fólki. Frá því á föstudag voru á fjórða tug manna teknir fyr- ir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Lögreglan hafði oft afskipti af fólki vegna ölvunar, meðal annars gest- um í sumarbústöðum. Jón Þór til aðstoðar Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn sem aðstoð- armaður Björgvins G. Sigurðsson- ar viðskipta- ráðherra og verð- ur tilkynnt formlega um ráðninguna á næstunni. Jón Þór er doktor í hag- fræði frá Viðskiptaháskól- anum í Stokkhólmi. Jón Þór hefur gengt stöðu dósents við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.