Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 19
DV Sport mánudagur 2. júlí 2007 19 Úrslit helgarinnar norska úrvalsdeildin Vålerenga - Viking 1-3 - Árni Gautur Arason stóð á milli stang- anna hjá Vålerenga. - Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á lokamínútunni í lið Vikings en Höskuldur Eiríksson og Birkir Bjarnason voru ekki í leikmannahópi liðsins. Fredrikstad - Odd Grenland 1-1 - Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Fredrikstad en var skipt útaf á 50. mínútu. Start - Lyn 0-1 - Jóhannes Harðarson var ekki í leik- mannahópi Start. - Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Lyn en Stefán Gíslason var ekki í leikmannahópi liðsins. Sandefjord - Lilleström 0-2 - Viktor Bjarki Arnarsson var ekki í leik- manna hópi Lilleström vegna meiðsla. Stabæk - Strömsgodset 3-2 - Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn í liði Stabæk og skoraði annað mark liðsins. Brann - Tromsö 2-1 - Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Brann en Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson voru ekki í leikmannahópi liðsins. Staðan Lið L U J T M St 1 Stabæk 13 8 4 1 22:13 28 2 Brann 13 8 2 3 25:23 26 3 Lillest. 13 7 3 3 22:12 24 4 Viking 13 7 3 3 23:17 24 5 Lyn 13 6 3 4 26:19 21 6 Rosenb. 12 5 3 4 22:17 18 7 Strömsg. 13 5 3 5 17:21 18 8 Fredrikst. 13 4 5 4 21:21 17 9 Tromsö 13 5 1 7 20:22 16 10 Start 13 3 4 6 17:22 13 11 Våleren. 13 3 4 6 9:14 13 12 Odd Gr. 13 3 2 8 15:17 11 13 Álasund 12 3 2 7 15:24 11 14 Sandefj. 13 2 3 8 12:24 9 sænska úrvalsdeildin Brommapojkarna - GAIS 1-0 - EyjólfiHéðinssyni var skipt útaf á 73. mínútu. Jóhann B. Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu í lið GAIS. Staðan Lið L U J T M St 1 Elfsborg 12 6 4 2 19:11 22 2 Kalmar 11 6 1 4 17:12 19 3 Hammar. 11 5 3 3 17:8 18 4 Halmstad 11 5 3 3 13:13 18 5 Djurg. 11 5 2 4 15:10 17 6 Gautab. 11 5 2 4 18:15 17 7 Malmö 11 4 4 3 14:10 16 8 Gefle 11 4 4 3 11:11 16 9 Helsingb. 11 4 2 5 15:15 14 10 GAIS 12 3 4 5 9:13 13 11 AIK 11 3 4 4 9:13 13 12 Örebro 11 2 6 3 11:13 12 13 Trelleb. 12 3 2 7 13:23 11 14 Bromma. 12 2 3 7 9:23 9 ÍÞrÓttaMOlar Shevchenko er velkominn adriano galliani, varaforseti aC milan, hefur sagt að andriy Shevchenko, sóknarmaður Chelsea, sé velkominn til félagsins. galliano segir að hann sé í stöðugu sambandi við Shevchenko. „Ég tala oft við Sheva. Hann veit hvað hann þarf að gera (ef hann vill koma til aC milan),“ sagði galliano. í síðustu viku lét Silvio Berlusconi, forseti aC milan, hafa eftir sér að hann hefði áhuga á að fá Shevchenko aftur til aC milan en neitaði þó að liðið væri tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir hann, líkt og Chelsea gerði fyrir ári síðan. aC milan leitar nú logandi ljósi að nýjum sóknarmanni. meðal annars hefur brasilíski sóknarmaðurinn adriano, leikmaður Inter milan, verið orðaður við félagið. Í kvöld fer fram heil umferð í 1. deild karla í knattspyrnu. Keppni hefur farið fjörlega af stað í deildinni í sum- ar og virðast liðin ætla að leggja allt í sölurnar til að komast upp um deild. Vegna fjölgunar í deildum munu þrjú lið fara úr 1. deild karla í efstu deild á næsta ári og einungis eitt lið falla í aðra deild. Stórleikur umferðarinnar er leikur Grindvíkinga og Eyjamanna í Grindavík. Grindavík er í efsta sæti ásamt Fjarðabyggð en ÍBV er í fjórða sæti með sextán stig. Reykjavíkurslag- ur Þróttar og Fjölnis er einnig athygl- isverður en liðin eru á svipuðum slóð- um í deildinni. Í öðrum leikjum kvöldsins tekur KA á móti Stjörnunni á Akureyri kl. 19.15. KA menn hafa ekki náð sér á strik í sumar en þjálfari liðsins, Slobodan Milisic, var rekinn í byrjun júní. KA menn hafa fengið til liðs við sig Þor- vald Makan Sigbjörnsson sem lék síðast með KA árið 2003. Botnlið Vík- ings frá Ólafsvík tekur á móti toppliði Fjarðabyggðar. Njarðvík mætir Reyni frá Sandgerði í Njarðvík en liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinn- ar og leikurinn því mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Að lokum mætir Leikn- ir liði Þórs frá Akureyri í Breiðholtinu. Leiknir er í ellefta sæti deildarinnar með fimm stig en Þór er í því sjöunda með tíu stig. -KG Heil umferð fer fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld: STÓRLEIKUR Í GRINDAVÍK Í KVÖLD leikir kvöldsins grindav. - íBV grindavíkurv. kl. 19:00 Ka - Stjarnan akureyrarv. kl. 19:15 Víkingur - Fjarðab. Ólafsv. kl. 20:00 njarðvík - reynir S njarðv. kl. 20:00 Þróttur r. - Fjölnir Valbjarn. kl. 20:00 leiknir r. - Þór leiknisv. kl. 20:00 Stál í stál Þorvaldur makan Sigbjörnsson verður í eldlínunni með Ka í kvöld Einungis ellefu dagar eru síðan Fabio Capello stýrði Real Madrid til sigurs í spænsku deildinni. Það var hins vegar ekki nóg fyrir aðstand- endur liðsins sem ráku Capello fyrir helgi. Líklegt þykir að Bernd Schust- er taki við liðinu. Einhvers staðar hefði þótt ásætt- anlegt að vinna meistaratitilinn og komast í 8-liða úrslit meistaradeild- arinnar. Svo er hins vegar ekki hjá Real Madrid. Öðru sinni var hinn sig- ursæli Fabio Capello rekinn frá Real Madrid eftir að hafa skilað meistara- titli í hús. Árið 1997 þótti það furðu sæta þegar Capello var látinn fara en nú standa flestir alveg á gati. Hvers vegna var hann látinn fara? Margar ástæður voru gefnar upp þó fæstar þeirra hafi verið sannfær- andi. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu Pedrag Mijatovic sagði ástæðuna vera þá að menn vildu sjá skemmtilegri fótbolta og meiri ástríðu hjá leikmönnum. Það hljóm- ar nokkuð undarlega í ljósi þess að í upphafi tímabilsins voru ástæður þess að Capello var fenginn til fé- lagsins þær, að knattspyrna snérist um úrslit en ekki fallegan fótbolta. Áhorfendur Real Madrid voru á löngum köflum í vetur, óánægð- ir með spilamennsku liðsins. Hjá félaginu ríkir sú hefð að liðið spili sóknarknattspyrnu og þeir vilja sjá mörg mörk og falleg tilþrif. Þetta hefur verið raunin allt frá því Alfredo di Stefano, Puskas og fleiri mynd- uðu hálfgert draumalið á sjötta ára- tugnum. Stuðningsmenn liðsins sjá þá tíma í miklum ljóma og bera lið dagsins í dag saman við gömlu hetj- urnar. Það setti Róman Calderón forseta félagsins í erfiða stöðu. Ef stuðnings- menn liðsins voru óánægðir þýddi það að staða hans hjá félaginu var í hættu. Auk þess að vera ósáttir við spilamennskuna voru stuðnings- mennirnir síður en svo búnir að fyr- irgefa stjórn liðsins fyrir það að hafa látið David Beckham fara frá því. Því vantaði Calderón blóraböggul og Capello var sá maður. Nauðbeygð- ur lét Calderón, Capello fara og hélt andliti gagnvart stuðningsmönnun- um. Capello er ekki sá eini sem hef- ur orðið fyrir barðinu á óánægðum stuðningsmönnum og valdasjúk- um stjórnarmönnum. Vincenta Del Bosque skilaði Spánarmeistaratitli en var rekinn. Jupp Haynekes stýrði Madridarliðinu til sigurs í Evrópu- keppni árið 1998 í fyrsta skipti í þrjá- tíu og tvö ár en var látinn taka pok- ann sinn. Næsti þjálfari verður sá sjöundi sem reynir sig við þjálfun Real Madr- id á undanförnum fjórum árum. Lík- legt að sá maður verði Bernd Schust- er sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Levante og Getafe á tveimur síðustu tímabilum. Schust- er lék á árum áður með Real Madr- id og Barcelona því þekkir hann um- hverfið en hans bíður sannarlega ærið verkefni. Hans verkefni er að mynda draumalið sem skorar mik- ið af mörkum, sýnir stöðugleika og stenst hugaróra stuðningsmanna um hið fullkomna knattspyrnulið sem vinnur titla. Öðrum kosti verður hann rekinn. -VG Uppsögn Fabio capello frá Real Madrid kemur mörgum á óvart. Eftir fjögurra ára tíma- bil án titils vann félagið loks spænska meistaratitilinn undir hans stjórn: ertu þá farinn? Sumir vildu meina að hálfgerður skítamórall ríkti í real madrid með Capello sem stjóra. VanÞakklátt starf hvar er draumurinn? Bernd Schuster mun gefa líf sitt og sál í að búa til draumalið á Bernabeau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.