Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 11
DV Sport mánudagur 2. júlí 2007 11
Sport
Mánudagur 2. júlí 2007
sport@dv.is
90 keppendur kepptu
í götukörfubolta Råikkönen í fimmta gír í Frakklandi
Um þrjú þúsUnd manns sóttU Vestmannaeyjar heim VeGna shell-mótsins. bls. 14-15.
Handboltamaðurinn Kristinn
Björgúlfsson sem leikið hefur með
Runar í Noregi hefur skrifað und-
ir eins árs samning við gríska liðið
Paok. Hann heldur utan í lok júlí en
mótið þar hefst um miðjan septemb-
er. Kristinn er uppalinn ÍRingur en lék
með Gróttu/KR áður en hann hélt út
til Noregs sumarið 2005. Þar lék hann
með Runar sem tryggði sér í vetur rétt
til að leika í efstu deild á næstu leik-
tíð. Paok, liðið sem Kristinn geng-
ur í, er staðsett í norður Grikklandi,
nánar tiltekið í borginni Thessalon-
iki en þar búa um ein og hálf milljón
manna. Forráðamenn félagsins ætla
sér stóra hluti næsta vetur en liðið
lenti í fimmta sæti grísku deildarinn-
ar í vetur.
Kristinn segir að þetta verði ábyggi-
lega mikið ævintýri fyrir sig að fara
til Grikklands og að breytingin verði
mikil frá Noregi og norska boltanum.
„Paok eru sterkir í fótbolta og körfu-
bolta og nú er ætlunin að vinna allt
sem í boði er í handboltanum. Þetta
er mjög spennandi dæmi fyrir mig
og mikið ævintýri. Það hefur enginn
Íslendingur leikið í Grikklandi áður
sem gerir þetta enn meira spennandi.
Það verður auk þess töluverð breyt-
ing að fara úr 20 stiga frosti í Noregi 20
stiga hita í Grikklandi. Ég hef æft með
ÍR í sumar en núna þarf ég að fara í
það að flytja allt mitt drasl frá Íslandi
og Noregi til Grikklands. Þangað verð
ég að vera kominn 28. júlí til að hefja
æfingar,“ sagði Kristinn.
Kristinn Björgúlfsson, hjá Runar í Noregi, ákvað að flytja sig til Grikklands:
Kristinn til Paok
Hátíð í Bæ
Á vit ævintýranna Kristinn Björgúlfsson heldur til grikklands á næsta tímabili.