Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 18
mánudagur 2. júlí 200718 Sport DV Úrslit helgarinnar Landsbankad. kvenna ÍR - Fylkir 3-3 1-0 (5.) Aðalbjörg Marta Agnarsdót- tir, 1-1 (33.) Anna Björg Björnsdóttir, 1-2 (34.) Ragna Björg Einarsdóttir, 2-2 (62.) Alexandra Mladenocic, 3-2 (70.) Aðalbjörg Marta Agnarsdóttir, 3-3 (90.) Anna Björg Björnsdóttir. Keflavík - Breiðablik 2-1 1-0 (49.) Vesna Smiljkovic, 2-0 (54.) Guðný Petrína Þórðardóttir, 2-1 (88.) Fanndís Friðriksdóttir. Stjarnan - KR 2-3 0-1 (4.) Katrín Ómarsdóttir, 1-1 (16.) Ann Marie Heatherson, 1-2 (32.) Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 1-3 (51.) Hólmfríður Magnúsdóttir, 2-3 (57.) Ann Marie Heatherson. Valur - Fjölnir 3-0 1-0 (42.) Dóra María Lárusdóttir, 2-0 (49.) Dóra Maríu Lárusdóttir, 3-0 (72.) Nína Ósk Kristinsdóttir. Staðan Lið L U J T M St 1. Valur 5 5 0 0 22:2 15 2. KR 5 5 0 0 17:6 15 3. Keflavík 5 3 0 2 18:8 9 4. Fjölnir 6 2 2 2 6:7 8 5. Breiðabl. 6 2 1 3 9:15 7 6. Stjarnan 6 1 3 2 9:12 6 7. Fylkir 5 0 3 2 7:10 3 8. Þór/KA 5 1 0 4 6:19 3 9. ÍR 5 0 1 4 6:21 1 1. deiLd karLa Þór - Þróttur 1-2 Fjölnir - Grindavík 1-0 ÍBV - Njarðvík 1-1 Reynir S. - Víkingur Ó. 2-2 Fjarðabyggð - KA 3-0 Stjarnan - Leiknir R. 1-1 Staðan Lið L U J T M St 1. Grindavík 8 6 1 1 17:7 19 2. Fjarðab. 8 6 1 1 11:2 19 3. Þróttur 8 5 1 2 14:7 16 4. ÍBV 8 4 4 0 10:3 16 5. Fjölnir 8 4 1 3 18:8 13 6. Stjarnan 8 3 3 2 16:11 12 7. Þór 8 3 1 4 15:16 10 8. Njarðvík 8 1 4 3 9:14 7 9. Reynir S. 8 1 3 4 9:19 6 10. KA 8 1 3 4 2:13 6 11. Leiknir 8 1 2 5 7:13 5 12. Víkingur 8 0 2 6 4:19 2 2. deiLd karLa Sindri - Haukar 1-1 Selfoss - Afturelding 3-1 ÍH - Völsungur 0-2 Magni - Höttur 1-3 ÍR - KS/Leiftur 2-0 Staðan Lið L U J T M St 1. Haukar 7 5 2 0 21:6 17 2. ÍR 7 4 2 1 15:5 14 3. Aftureld. 7 4 1 2 13:6 13 4. Selfoss 7 4 1 2 13:8 13 5. Völsungur 7 4 1 2 13:9 13 6. KS/Leiftur 7 3 2 2 13:7 11 7. Sindri 7 2 1 4 6:20 7 8. ÍH 7 1 2 4 6:13 5 9. Höttur 7 1 1 5 10:17 4 10. Magni 7 0 1 6 5:24 1 Landsbankad. karLa KR - Fram 2-1 0-1 (24.) Hjálmar Þórarinsson, 1-1 (79.) Jóhann Þórhallsson, 2-1 (90.) Guðmun- dur Pétursson. Einkunnir KR: Stefán Magnússon 8, Eg- gert Einarsson 6, Gunnlaugur Jónsson 5, Pétur Marteinsson 5, Guðmundur Gunnarsson 6, Sigmundur Kristjánsson 5 (Jóhann Þórhallsson -), Rúnar Kris- tinsson 7, Kristinn Magnússon 5, Skúli Friðgeirsson 6 (Ingimundur Óskarsson -), Grétar Hjartarson 4 (Björgólfur Take- fusa -), Guðmundur Pétursson 8. Einkunnir Fram: Hannes Halldórsson 4, Andri Karvelsson 5 (Patrick Redo -), Reynir Leósson 5, Kristján Hauksson 7, Óðinn Árnason 6, Ingvar Ólason 6, Alexander Steen 8, Daði Guðmunds- son 7 (Jón Fjóluson -), Jónas Grani Garðarsson 5, Hjálmar Þórarinsson 7, Ívar Björnsson 6. Cork City tapar ekki mörgum leikjum á Turner Cross, heimavelli sínum. Það var því vitað að Valur myndi eiga í erfiðleikum gegn Írun- um en Willum Þór Þórsson lék sókn- arleik og var með á stundum fjóra framherja. Valur lagði FH eftirminnilega á miðvikudaginn 4-1 þar sem allt lið- ið lék vel. Willum sagði eftir þann leik að sigurinn hefði gefið liði sínu sjálfstraust fyrir leikinn gegn Cork. Valur byrjaði leikinn af krafti og Haf- þór Ægir Vilhálmsson átti gott skot snemma leiks og það var því sam- kvæmt gangi leiksins að Valur skor- aði fyrsta markið. Rene Carlsen átti þá sendingu á Hafþór sem fór fram- hjá tveimur varnarmönnum Cork, sendi boltann á Guðmund Bene- diktsson sem setti boltann fyrir markið og þar var Helgi Sigurðsson þá einn á auðum sjó á fjærstönginni og potaði boltanum yfir marklínuna. Cork City spilaði með sama lið og lék á Laugardalsvelli fyrir rúmri viku síðan, með fimm manna miðju og Valsmenn léku með sama lið og spil- aði við FH. Fjölmiðlar í Írlandi eru á sama máli þegar kemur að frammi- stöðu liðsins, hún var fyrir neðan væntingar. Hins vegar hrósa fjöl- miðlar Valsmönnum fyrir baráttuna og viljann sem þeir sýndu. Þrátt fyrir töluverða pressu tókst Valsmönnum ekki að skora annað mark sem hefði tryggt þeim fram- lengingu og fer því Cork City áfram og mætir Hammarby frá Svíþjóð í næstu umferð. Sigurbjörn Hreiðarsson kom af varamannabekknum á 83. mínútu og fékk að líta rauða spjaldið skömmu síðar. Braut illa á Liam Kearney og fékk beint rautt spjald. Komum þeim í opna skjöldu Willum sagði að Valur hefði kom- ið gestgjöfunum í opna skjöldu með góðri byrjun. „Það var ekkert um annað að ræða fyrir okkur en að spila sóknarleik. Við vorum upp við vegg í viðureigninni og að mínu mati áttum við góðan leik. Sér í lagi í fyrri hálfleik þar sem við skoruðum en á lokaþriðjungnum þá skorti að- eins á að við sköpum okkur opnari færi. Þeir eru þræl vel skipulagðir og kunna ágætlega til verka þegar kem- ur að varnarleiknum. Fyrri hálfleik- urinn var ekki ósvipaður og gegn FH. Nema að við náðum ekki alveg að skapa eins opin færi en engu að síð- ur þá vorum við að komast bak við þá og koma með fyrirgjafir. Náðum að setja þá undir pressu og þeir voru óöryggir. Þeir byrjuðu að spila 4-5-1 en breyttu eftir 25 mínútna leik í 4- 4-2. Þeir eru vanari því að spila það kerfi í deildinni á Írlandi en spila 4- 5-1 í Evrópukeppninni.“ Cork City spilar á Turner Cross vellinum þar sem liðið tapar varla leik og fær fá mörk á sig. Willum sagði að stemningin á vellinum hefði ver- ið frábær fyrir leikinn og í upphafi en síðan hafi slegið á hana. „Cork hefur gríðarlega sterkan heimavöll. Það var skemmtilegt að þeir eru alls ekki vanir svona. Við slóg- um þá útaf laginu þegar við skorum. Þeir eru með Commandos84 sem er þeirra stuðningsmannalið, fjörugasta stuðningsmannalið Írlands. Byrjuðu á fleygikrafti í leiknum og öskruðu sitt lið áfram en svo þegar markið kom þá smám saman dó það alveg hjá þeim.“ Valur leikur við HK á miðvikudag- inn og sagði Willum að smá þreyta væri kominn í mannskapinn. „Þetta er búið að vera alveg sæmi- legasti dagur. Við vorum ræstir út klukkan 5 um morguninn þannig þetta eru einhverjir tíu tímar þangað til menn eru komnir heim. Við tökum æfingu á morgun (í dag) og þriðjudaginn og reynum að fara setja fókusinn á HK leikinn. Við tókum endurheimt eftir leikinn á vellinum eftir leikinn og svo fund á eftir. Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn einhvers konar þreyta í mannskapinn. Það er búið að spila stíft. En engu að síður er það mjög æskilegt. Maður sér það bara oftast á liðunum sem eru að taka þátt í þess- um keppnum að þau stíga oftast upp þegar þessum keppnum stendur og leikjunum fjölgar.“ benni@dv.is Valur lagði Cork City 1-0 í síðari leik liðanna í Intertoto keppninni á Írlandi á laug- ardag. Helgi Sigurðsson skoraði mark Vals sem féll engu að síður úr leik eftir 0-2 tap á Laugardalsvelli. Willum sáttur Þrátt fyrir að hafa fallið úr leik var Willum þjálfari sáttur við spilamennskuna hjá sínum mönnum. DV-MYNDIR ÁSGEIR Hættir ekki að skora Helgi Sigurðsson kann vel við sig í Valsbúningnum og skorar og skorar. Hann potaði inn eitt mark til viðbótar gegn Cork. sigUr en taP Héldu áfram að fagna aðdáendur Cork City, Commandos84, settu skemmtilegan svip á reykjavík þegar þeir komu hingað til lands. Landsbankadeild kvenna held- ur áfram í kvöld með þremur leikjum. Keppni hjá stúlkunum hefur farið vel af stað og hafa margir leikir verið afar spennandi og skemmtilegir. KR og Val- ur eru að stinga af í toppbaráttunni og munar nú sex stigum á þeim á toppi deildarinnar og liðunum sem koma í kjölfarið. Baráttan milli þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn verður án efa hörð en liðin mætast einmitt á Vals- vellinum á föstudag. Fylkir, Þór/KA og ÍR eru í þremur neðstu sætunum og berjast við að sleppa við fall úr deild- inni, en eitt lið fellur niður í 1. deild. Á KR-vellinum taka heimastúlkur á móti nýliðum ÍR. KR sigraði Stjörnuna naumlega í síðustu umferð á föstu- dag en ÍR gerði jafntefli við Fylki, 3-3, á sama tíma. Fylkir og Valur eigast við í Árbænum. Tólf stig skilja liðin að í deildinni en Valur er í efsta sæti deild- arinnar á meðan Fylkir situr í því sjö- unda. Á Fjölnisvellinum er fyrirfram búist við mest spennandi leik um- ferðarinnar en þar mætast Fjölnir og Keflavík. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Keflavík með níu stig í þriðja sæti en Fjölnir í fjórða sæti með átta stig. Á morgun, þriðjudag, fer fram síðasti leikur umferðarinnar en þá mætast Þór/KA og Stjarnan á Ak- ureyri. Allir leikir umferðarinnar hefj- ast klukkan 19:15 og er um að gera fyrir fólk að mæta og fylgjast með gæða fót- bolta. -KG Valur og KR eru að stinga önnur lið af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn: Spenna á toppi deildarinnar Leikir kvöLdsins Kr-ír Kr-völlur kl. 19:15 Fylkir-Valur Fylkisvöllur kl. 19:15 Fjölnir-Keflavík Fjölnisvöllur kl. 19:15 Knattleikni í lagi Keppni heldur áfram hjá stelpunum í kvöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.