Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 7
Karlarnir á þeim aflmestu Sá sem kemur næstur á eftir Guð- laugi Þór heilbrigðisráðherra þeg- ar kemur að afli ráðherrabílsins er Björgvin G. Sigurðsson. Viðskipta- ráðherrann ekur um á Mercedez Benz jeppabifreið sem er 265 hest- öfl og nær að hámarki 225 kílómetra hraða. Ljóst þykir að viðskiptaleg sjónarmið hafa vart verið höfð að leiðarljósi þegar bíllinn var keyptur, því hann eyðir 15,2 lítrum á hundr- aðið og er því ekki sérlega hagkvæm- ur í rekstri. Hvað sem því líður er ljóst að ráðherrann ungi þarf hreint ekki að skammast sín fyrir fararskjótann, sem áður var í höndum framsóknar- mannsins Guðna Ágústsonar. Karlkyns ráðherrar einoka efstu sætin þegar kemur að aflmestu bíl- unum því þriðji öflugasti ráðherra- bíllinn er BMW M5 bifreið Árna M. Mathiesen. Bíllinn er 255 hestöfl og Árni gæti mest náð 248 kílómetra hraða ef hann fengi til þess vettvang. Jeppinn sem Einar K. Guðfinns- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, ferðast um á er ekkert slor; 245 hestafla, fjögurra lítra Toyota Land Cruiser 120 frá 2005. Þó bíll- inn sé kraftmikill er hámarkshraðinn ekki ýkja mikill; 180 kílómetrar. Þrátt fyrir það þarf sjávar- og landbún- aðarráðherrann ekkert að örvænta. Bíllinn er ekta sveitajeppi og kemst því hvaða traktorsslóð sem er, þó vissulega sé kagginn hans Einars í dýrari kantinum fyrir slíkar æfingar. Rétt eins og fiskiskipin brennir bíll- inn vænum slurk af eldsneyti, rúm- um 17 lítrum á hundraði. Flottasti bíllinn Forsætisráðherrann okkar hef- ur klárlega einn flottasta bílinn til umráða. Þó bíllinn sé þriggja ára, er BMW fólksbíllinn hans Geirs H. Haarde gríðarlega fallegur gripur. Hann er lengri og stærri en bíllinn hans Árna þó krafturinn sé aðeins minni. Undir húddinu er þriggja lítra 228 hestafla vél sem skilar bíln- um mest á 237 kílómetra hraða. Geir fær þó tæpast að láta á það reyna hér á landi. Bíllinn hans Geirs þykir sá flottasti af ráðherrabílunum og hæfir vel forsætisráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra þarf ekki að kvarta en hún hefur eins árs gamla BMW jeppabifreið til umráða. Það er af sem áður var þegar Ingibjörg þurfti að keyra allar sínar ferðir sjálf. Ferðalög- in þessa dagana eru ögn þægilegri, en utanríkisráðherrann nýbakaði keyrir væntanlega mest Reykjanesbraut- ina um þessar mundir, við brottför og heimkomu. Bíll Ingibjargar eyðir ekki miklu; 8,1 lítra á hundraðið, en hestöflin eru 228 talsins og gæti í ítr- ustu neyð skilað Ingibjörgu í flug á 210 kílómetra hraða. Ingibjörg er sú kona sem hefur öflugasta bílinn til afnota, enda kjarnakona á ferð. Ein á Audi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ekur ein ráðherra um á Audi. Bíllinn er 2004 árgerð og kraftmeiri en flestir námsmannabílar landsins; 215 hest- öfl. Þorgerður vill að hlutirnir gerist hratt og því er vel við hæfi að bíllinn sé einn sá hraðskreiðasti af ráðherra- bílunum, en hann kemst mest á 241 kílómetra hraða á klukkustund. Gaman væri að vita hvort Kristján Ara hafi fengið að grípa í hann. Iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson er einn fjög- urra sem ekur um á BMW en Geir, Ingibjörg og Árni keyra öll um á þýskum eðalvögnum Bayerische Motoren Werke. BMW jeppinn hans Össurar er 215 hestöfl en bíllinn er knúinn díselolíu eins og góðum iðn- aðarráðherrabíl sæmir. Umhverfisvænir bílar Rétt eins og Guðlaugur Þór Þórð- arson ekur Þórunn Sveinbjarnardótt- ir um á bíl sem er að hluta til knúinn rafmagni. Þórunn er annar tveggja ráðherra sem ekur um á Toyota Lex- us. Bíllinn hennar Þórunnar er jeppi með 3,3 lítra vél sem skilar 208 hest- öflum og kemst mest á 200 kílómetra hraða. Sem umhverfisráðherra set- ur Þórunn gott fordæmi því jeppinn hennar er að hluta til knúinn raf- magni og eyðir því aðeins 9,1 lítra á hundraði. Hann er því bæði fallegur og umhverfisvænn. Kristján L. Möller mætti taka Guðlaug og Þórunni sér til fyrir- myndar þar sem Kristján er líklega sá ráðherra sem mest þarf að ferðast. Það skýtur því skökku við að sam- gönguráðherrann skuli aka um á bíl sem eyðir hálfum fjórtánda lítra á hundraðið. Land-Cruiserinn er díselknúinn og er 201 hestafl. Vonandi tekst Kristjáni að gera átak í samgöngumál- um landsins, svo hann geti síðar fengið sér Lexus, eins og Guðlaugur. DV Fréttir mánudagur 2. júlí 2007 7 0 50 100 150 200 250 300 KRAFTMESTU BÍLARNIR HRAÐSKREIÐUSTU BÍLARNIR Guðlaugur Þór Þórðarson 292 250 248 241 268 255 245 228 228 215 215 201 208 161 148 Björgvin G. Sigurðsson Árni M. Mathiesen Einar K. Guðnnson Geir. H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Össur Skarphéðinsson Kristján L. Möller Þórunn Sveinbjarnardóttir Björn Bjarnason Jóhanna Sigurðardóttir H ES TÖ FL 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 Guðlaugur Þór Þórðarson Arni M. Mathiesen Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geir H. Haarde Björn Bjarnason Björgvin G. Sigurðsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson Einar K. Guðnnsson Kristján L. Möller Jóhanna Sigurðardóttir 237 227 225 210 210 200 180 180 177 0 50 100 150 200 250 300 KRAFTMESTU BÍLARNIR HRAÐSKREIÐUSTU BÍLARNIR Guðlaugur Þór Þórðarson 292 250 248 241 268 255 245 228 228 215 215 201 208 161 148 Björgvin G. Sigurðsson Árni M. Mathiesen Einar K. Guðnnson Geir. H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Össur Skarphéðinsson Kristján L. Möller Þórunn Sveinbjarnardóttir Björn Bjarnason Jóhanna Sigurðardóttir H ES TÖ FL 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 100 150 200 250 30050 Guðlaugur Þór Þórðarson Arni M. Mathiesen Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geir H. Haarde Björn Bjarnason Björgvin G. Sigurðsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson Einar K. Guðnnsson Kristján L. Möller Jóhanna Sigurðardóttir 237 227 225 210 210 200 180 180 177 HEILBRIGÐISRÁÐHERRA FER HRAÐAST „BMW bíllinn hans Geirs er klár- lega einn sá lakasti,“ segir Þröst- ur Sigurjónsson, bílasali til 20 ára. „Hann er þriggja ára gamall, þungur og með minnstu vélina af þeim sem framleiddar eru fyrir svona BMW. Hann mætti alveg fara að skipta honum út.“ Spurður um hvernig bíll væri forsætisráðuneytinu sæmandi segir Þröstur: „Hann ætti að fá sér nýjan Benz-S. Allir aðal karlarn- ir eiga svoleiðis grip, til dæmis Jón Ásgeir, Björgólfur Thor og Hannes Smárason. Nýr Benz myndi hæfa Geir vel.“ Að mati Þrastar er Björn Bjarnason á sísta bílnum af þeim öllum. „Benz- inn hans Björns er með litla 1,8 lítra vél og er auk þess orðinn nokkurra ára. Ég myndi velja hann síðast- an af öllum ef ég væri að hugsa um bíl fyrir mig. Annars er Audi bíllinn hennar Þorgerðar ekkert sérstak- ur heldur. Þessir þrír bílar eru þeir sístu í flotanum að mínu mati,“ seg- ir Þröstur. Þegar hann er spurður út í flott- asta bílinn stendur ekki á svörum. „Bíllinn hans Guðlaugs Þórs er besti bíllinn í hópnum. Krafturinn er mikill og lúxusinn góður. Ég myndi velja Lexus- inn hans Guð- laugs ef ég ætti að velja mér bíl. Hann eyðir litlu rétt eins og Lexusjeppinn hennar Þórunnar. Það er mikill og góður bíll sem ég myndi vilja eiga. Annars er Land Cruiserinn hans Kristjáns rosalega mikill og góður bíll en þessir þrír eru þeir bestu að mínu mati.“ Jóhanna Sigurðardóttir er sú eina á nýjum bíl. Þröstur segir að hún hafi gert góð kaup. „Gamli bíll- inn sem Magnús Stefánsson var með seldist á fimm milljónir en Jó- hanna fékk Honduna á undir fjór- um. Það eru góð kaup að fá nýjan bíl á því verði, sérstaklega þar sem Hondan er fjölhæfur og skemmti- legur bíll,“ segir Þröstur að lokum. Bílar ráðherranna eru misjafnir að gæðum: Geir, Björn og Þorgerður mættu skipta „Jeppinn sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðar- ráðherra, ferðast um á er ekkert slor; 245 hest- afla, fjögurra lítra Toy- ota Land Cruiser 120 frá 2005.“ Á elsta bílnum Elsti bíllinn í flota ráðherranna er bíll Björns Bjarnasonar, Benz af árgerð 2003. Hver glæsibíllinn á fætur öðrum aflmesti bíllinn er með 292 hestafla vél en sá aflminnsti með 148 hestaflavél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.