Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 2. júlí 2007 9
Yfirvöld í Bretlandi búast við
hryðjuverkaárás á hverri stundu. Í
ávarpi til bresku þjóðarinnar á laug-
ardagskvöldi bað Gordon Brown,
forsætisráðherra þjóðina um að sýna
lögreglunni og yfirvöldum skiln-
ing og þolinmæði við vinnu þeirra
við að hafa uppi á þeim hópi fólks
sem staðið hefur fyrir tilraunum til
hryðjuverka síðustu daga. Ávarp
Gordon Brown var sjónvarpað eft-
ir að alelda bíl var keyrt inn í flug-
stöðvarbyggingu Glasgow flugvallar.
Það atvik er talið tengt tveimur bíl-
sprengjum sem fundust í London
fyrir helgi. Brown sagði Breta ekki
bugast þrátt fyrir ógnanir al-Kaida
hryðjuverkasamtakanna en hann
fullyrti í útvarpsviðtali í gær að sam-
tökin tengdust þessum atvikum.
Í gær hafði lögreglan handtekið
fimm manns, þar af tvo menn sem
keyrðu bifreiðinni inn í bygging-
una. Annar þeirra var illa haldinn
vegna brunasára.
Innanríkisráðherra land-
ins, Jacqui Smith sagði að ekkert
myndi hindra Breta í að lifa sínu
hefðbundna lífi. Ráðherrann mun
taka hryðjuverkatilraunirnar upp
á breska þinginu í dag.
Á föstudag fundust tvær Benz-
bifreiðar í námunda við nætur-
klúbb í miðbæ London. Sprengju-
búnaður og naglar fundust í
báðum bifreiðunum. Í kjölfar at-
viksins í Glasgow var flugvellinum
lokað eftir en opnaður aftur í gær-
dag. Viðbúnaður lögreglu í tengsl-
um við minningartónleika um Dí-
önu prinsessu í London í gær var
aukinn til muna vegna hættunn-
ar og tónleikagestir beðnir um
að mæta snemma til að koma í
veg fyrir tafir vegna leitar á öllum
gestum.
Hafa handtekið fimm manns grunaða um hryðjuverkatilraunir:
Aukinnar óánægju gætir meðal
blaðamanna í Frakklandi og leiðtoga
stjórnarandstöðunnar með það tak
sem Nicolas Sarkozy, forseti landsins
hefur á fjölmiðlum landsins. Hafa þeir
bent á að margir af yfirmönnum og
eigendum helstu fjölmiðla landsins
séu vinir forsetans og dæmi eru um
að þeir hafi látið undirmenn sinn fara
í kjölfar óþægilegrar umfjöllunar um
hann. Þannig var ritstjóri vikublaðs-
ins ParisMatch rekinn í fyrra fyrir að
birta myndir af eiginkonu Sarkozy og
elskhuga hennar. Eigandi blaðsins er
sagður tala um forsetann sem bróður
sinn samkvæmt frétt The Times. Ann-
ar vinur hans rekur stærsta sjónvarps-
fyrirtæki Frakklands, TF1. Nýlega var
sjónvarpsfréttatími einnar stöðvar
þess tekinn upp á skrifstofu forsetans.
Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins,
stærsta stjórnarandstöðuflokksins
hafa sagt þetta jafngilda því að stöðin
tæki þátt í kosningabaráttu Sarkozy.
Það þykir einnig til marks um ítök
forsetans að fáir fjölmiðlar sögðu frá
frammistöðu hans á blaðamanna-
fundi í tengslum við fundarhöld G8-
ríkjanna í byrjun júní. Í frétt belgískr-
ar sjónvarpsstöðvar var því haldið
fram að forsetinn hefði verið undir
áhrifum áfengis á fundinum. Því hef-
ur hann síðar neitað.
Ákvörðun sjónvarpsstöðvarinnar
TV5 að taka af dagskrá þátt þar sem
fjallað var um stjórnmál á óhefð-
bundinn hátt er líka sögð runnin
undan rifjum forsetans. Dagblaðið
Libération er sagt eina blaðið sem
haldi úti gagnrýni á forsetann og
hefur það meðal annars gert mikið
úr áhrifum hans á fjölmiðla. Stærsti
eigandi þess er samt sem áður einn
af vinum Sarkozy.
Forsetafrú í framboð
Argentínski þingmaðurinn Christ-
ina Fernandez sem jafnframt er
eiginkona Nestor Kirchner forseta
landsins hyggst bjóða sig fram í
forsetakosningum í landinu í okt-
óber næstkomandi. Þetta upplýsti
talsmaður ríkisstjórnarinnar í gær
en Christina verður frambjóð-
andi stjórnarflokksins sem maður
hennar hefur veitt forystu hingað
til. Þessi tilkynning bindur enda á
margra mánaða vangaveltur um
hvort þeirra myndi bjóða sig fram
en samkvæmt skoðanakönnunum
eiga þau bæði góða möguleika á
að vinna.
Neitaði að lesa frétt um Hilton
Fréttakona MSNBC sjónvarps-
stöðvarinnar í Bandaríkjunum
neitaði að lesa frétt um París Hilt-
on fyrir helgi. Sagði hún sjónvarps-
áhorfendum að hún hefði sjálf ekki
valið þessa frétt sem helstu tíðindi
dagsins og fannst það rangt val hjá
yfirmanni sínum. Því næst reyndi
hún að kveikja í blaðinu með texta
fréttarinnar á. Þegar það gekk ekki
gekk hún frá myndavélinni og í
átt að pappírstætara. Myndbrot
af þessu athæfi var eitt vinsælasta
efnið á heimasíðu YouTube um
helgina.
Ísabella prinsessa
Friðrik krónprins og Mary krón-
prinsessa fóru óhefðbundna leið
þegar þau skírðu dóttur sína Ísa-
bellu í gær. Ekki er hefð fyrir nafn-
inu í dönsku konungsfjölskyldunni
en alla jafna fá meðlimir hennar
nöfn sem verið hafa í fjölskyldunni
í aldir. Prinsessan unga fékk þrjú
aukanöfn sem öll voru eftir bókinni
og heitir fullu nafni Ísabella Henrí-
etta Ingrid Margrét. Hún verður
þriðja í röðinni til að erfa krún-
una á eftir föður sínum og bróður,
Kristjáni Valdimari prins sem verð-
ur tveggja ára í haust.
borga brú yFir til ÞýskalaNds
eiga að geta keyrt yfir brúna líkt á
Eyrarsundsbrúnni.
Eykur losun
gróðurhúsalofttegunda
Þýskir fjölmiðlar hafa ekki veitt
viðræðum um brúarsmíðina eins
mikla athygli og þeir dönsku enda
hafa Danir sótt það mun fastar
að verkefnið yrði sett á dagskrá.
Ráðamenn í Slesvík-Holstein og
Hamborg fögnuðu þó á föstu-
dag og telja brúna verða vítamín-
sprautu fyrir efnhagslíf svæðisins.
Sama gildir um íbúa á Lálandi í
Danmörku. Haft er eftir sænska
viðskiptaráðherranum að brúin
verði mikilvæg samgöngubót fyr-
ir landa sína og til að mynda stytt-
ist ferðatíminn milli Málmeyjar
og Hamborgar um tvo tíma. Um-
hverfisverndarsamtök í báðum
löndum segja hins vegar föstu-
daginn vera svartan dag enda
muni sú aukna bílaumferð sem
brúnni fylgir valda mun meiri út-
blæstri á gróðurhúsalofttegund-
um. Benda þau á að aðildarríki
Evrópusambandsins hafa skuld-
bundið sig til að draga úr losun
koltvísýrings um fjórðung fram til
ársins 2030 og erfitt sé að sjá að
aukin bílaumferð auðveldi þeim
að ná því marki.
Bretar á varðbergi
Vinir forseta Frakklands stjórna helstu fjölmiðlum landsins:
blaðamenn vilja
frelsi frá forseta
Ferjursiglingar í dag eru tíðar ferjusiglingar á milli
rødby í danmörku og Puttgarden í Þýskalandi en
brúin mun liggja milli þessara tveggja staða.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands Þykir hafa tangarhald á helstu fjölmiðlum
Frakklands í gegnum vini sína.
Slökkviliðsmenn í Glasgow
mikill viðbúnaður var á flugvellinum í
glasgow á laugardag eftir að alelda bíll
keyrði inn í flugstöðvarbygginguna.