Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 23
Menning
A Long
Way Gone
Í haust er væntanleg frá
JPV saga Ishmaels Beah, ungs
manns frá Síerra Leóne sem
þrettán ára gamall var þvingað-
ur til þátttöku í borgarastríðinu
sem hófst í landinu árið 1991.
Bókin heitir á frummálinu A
Long Way Gone og hefur hlotið
gríðarlega góðar viðtökur og
umsagnir vestanhafs, enda í
fyrsta skipti sem fyrrverandi
barnahermaður segir sögu sína
á þennan hátt. Magnús Sigurðs-
son þýðir bókina á íslensku.
Ragna sýnir í New York
Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona tekur þátt í sýningunni Agitation
and Repose í hinu virta Tanya Bonakdar Gallery í New York. Sýningar-
stjórar eru þau Sabine Russ og Gregory Volk. Sýningin stendur frá 26.
júní til 17. ágúst.
Ljósmyndun
DV Menning mánudagur 2. júlí 2007 23
Sýning á myndum sem Páll Stefánsson ljósmyndari tók í Kamerún:
Palli í Afríku
„Ég hef verið að vinna þó nokk-
uð í Afríku fyrir UNESCO við að
skrásetja heimsminjar. Þá fæddist
þessi hugmynd að gera bók sem
sýnir jákvæðu hliðina á Afríku af
þeirri einföldu ástæðu að sú mynd
sem við Vesturlandabúar höfum af
heims-
álf-
unni er
fátækt, stríð og hörmungar. Á ferð-
um mínum um Afríku hef ég bara
séð allt annað. Ég sé gleði og leik,“
segir Páll Stefánsson ljósmyndari
sem vinnur nú að bók um Afríku.
Í tengslum við hana fór hann til
Kamerún í síðasta mánuði en um
helgina opnaði sýningin „Heitt“
í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí á
Skólavörðustíg þar sem afrakst-
ur ferðarinnar er til sýnis. Bókin er
hins vegar ekki væntanleg fyrr en
2009.
Að sögn Páls sjást krakkar í fót-
bolta hvert sem litið er í Afríku og
er það útgangspunktur bókarinn-
ar. „Knattspyrnan í Afríku fannst
mér svo góður samnefnari til þess
að búa til bók sem sýnir hina hlið-
ina á álfunni. Afrískir knattspyrnu-
menn hafa líka heldur betur verið
að sækja í sig veðrið. Við sjáum það
til dæmis að í byrjunarliði Chel-
sea eru sex Afríkumenn.“ Aðspurð-
ur hvað heilli mest við heimsálf-
una segir Páll það vera þessa gleði
og ryþma. „Og þetta er náttúrlega
allt annar heimur. Það er hollt öll-
um að ferðast og fyrir mér er ennþá
hollara þegar maður sér menningu
sem er svo frábrugðin okkar. Það
gefur manni meira.“
Páll segir langt frá því að hann sé
kominn með allt efni í bókina og á
því eftir að fara margoft til Afríku á
næstu tveimur árum. Og hann tek-
ur myndir í mörgum löndum. „Bók-
in á að vera þverskurður af Afríku
- menningarlega, sögulega, gróð-
urfarslega. Knattspyrnan bindur
þetta svo saman.“
Sýningin stendur til 4. ágúst.
kristjanh@dv.is
„Tilraunin er að tvinna saman
fegurð og hrylling því listin hef-
ur fagurfræði sem tungumál og
snertir mann þar af leiðandi skyn-
rænt. Þess vegna fannst okkur þetta
áhugaverð nálgun,“ segir listamað-
urinn JBK Ransu, sem heitir réttu
nafni Jón Bergmann Kjartansson,
en hann og Birgir Snæbjörn Birgis-
son opnuðu um helgina sýninguna
Hreinn hryllingur í galleríinu Suð-
suðvestur í Reykjanesbæ.
Í sýningu þeirra félaga skar-
ast fagurfræðilegar og siðferðis-
legar spurningar um hreinleikann
og segir Ransu að þjóðernishyggja
snúist til að mynda um hreinleika
„Annars vegar er hugmyndin um
að til dæmis manneskja sé hreinni
en einhver eða eitthvað annað og
þá yfir það hafin. Hins vegar er
það hugmyndin um einhvern einn
sameinaðan og hreinan kjarna sem
er þá meira þessi fagurfræði í list-
inni. Þetta er svona grunnurinn að
sýningunni.“
Ljóshærðir drengir og svastikur
Birgir býður meðal annars upp
á myndir af ljóshærðum drengj-
um með blá augu og hvítar postul-
ínsstyttur af þröstum sem mynda
ákveðna tengingu við Jónas Hall-
grímsson og Ísland. Ransu er hins
vegar með eitt veggmálverk og
myndaröð sem hann málaði með
sjálflýsandi litum á pólýester-
efni. „Ég vinn með hrein form og
hreina liti og vinn þá með svastik-
una sem form. Það er hrynjandi
á milli mynda, ekkert ósvipað því
sem þekkist í mínamalisma og geó-
metríu. Ég hef unnið svolítið út frá
gestalt, eða skynheildarfræði, sem
hafði mjög sterk áhrif á geómetrí-
una á sínum tíma.“
Upphaf samvinnu Ransu og
Birgis má rekja til þess þegar Ransu
skrifaði grein um kollega sinn í er-
lent tímarit vegna sýningar sem
hann var að halda. „Ég hef alltaf
verið svo heillaður af þessari tví-
greiningu á milli einhvers, eins og
fegurðar og hryllings í þessu tilviki,
og ég sá þetta mjög sterklega í verk-
um Birgis,“ segir Ransu. „Ég spurði
hann svo hvort hann hefði áhuga á
að vinna með mér sýningu. Hann
hafði það þannig að við byrjuðum
að undirbúa sýninguna og höfum
gert það hægt og rólega undanfar-
ið ár.“
Íslendingar ekki saklausir
Aðspurður hvort hann hafi aðra
sýn á þjóðernishyggju en áður en
vinnan með þetta viðfangsefni
hófst segist Ransu ekki finna fyr-
ir því. „Alla vega ekki þannig að ég
geti séð hana eitthvað fallegri. Ég
skil hins vegar grunninn um þenn-
an hreinleika en hann er auðvitað
mistúlkaður í þjóðernishyggju þeg-
ar hún fer út í þessar öfgar eins og
í nasismanum. Hann er hins vegar
ekki eina dæmið,“ segir Ransu og
nefnir í því sambandi atburðina í
Rúanda á sínum tíma. „Og Íslend-
ingar eru svo sem engan veginn
saklausir þegar kemur að þjóðern-
ishyggju.“
kristjanh@dv.is
Sýningin Hreinn hryllingur opnaði í galleríinu Suðsuðvestur í Reykja-
nesbæ um helgina:
myndList
Hreinleiki,
HRYLLINGUR
OG NASISMI
JBK Ransu og Birgir Snæbjörn
Birgisson „Hreinleikinn er auðvitað
mistúlkaður í þjóðernishyggju þegar
hún fer út í þessar öfgar eins og í
nasismanum,“ segir ransu.
Ein af myndum Páls Fótboltastrákur
í Kamerún.
Georg Guðni
á Akureyri
Um helgina var opnuð
sumarsýning Listasafnsins á
Akureyri en hún er helguð yf-
irliti á verkum Georgs Guðna
landslagsmálara. Í stað þess að
sýna verk Guðna í réttri tíma-
röð er hver hinna þriggja sýn-
ingarsala safnsins tileinkaður
ákveðnu minni sem oft bregður
fyrir á ferli Guðna: fjöll, dalir
og sjóndeildarhringur. Með því
að nálgast verkin út frá þema
fremur en tímaröð geta áhorf-
endur séð hvernig þau hafa
þróast gegnum nýja fagurfræði-
lega og gagnrýna linsu.
Rafskinna
Rafskinna er nafnið á nýju
DVD-tímariti, hinu fyrsta sinn-
ar tegundar á Íslandi. Megin-
hluti tímaritsins er á mynddiski
en auk hans er prentað efni,
bæði texti, myndir og önnur
fylgigögn. Í tilkynningu um
útgáfuna segir: „Sjónritinu Raf-
skinna er ætlað að vera öflugt
kynningartæki um það sem er
efst á baugi í flóru sjónrænna
lista á Íslandi hverju sinni og
höfða jafnt til Íslendinga og
hins sístækkandi hóps erlendra
ferðamanna sem sækja landið
heim í þeim tilgangi að kynnast
listalífi landsins.“