Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 8
mánudagur 2. júlí 20078 Fréttir DV Það mun kosta rúma fjögur hundr- uð og sextíu milljarða íslenskra króna að reisa brú milli Rødby á Lálandi í Danmörku til Puttgarden í Þýskalandi um eyjuna Femern. Hún verður nítján kílómetrar að lengd og verður tilbúin árið 2018. Danski ríkissjóðurinn ábyrgist greiðslu á næstum fjögur hundruð milljörðum og við það eru ekki all- ir Danir sáttir. Samgöngumálaráð- herra landsins er samt sem áður viss í sinni sök og segir brúna vera hagkvæma fjárfestingu. Hann er viss um að umferð um hana verði nægjanlega mikil til að standa und- ir sér. Umferðin veldur hins vegar umhverfisverndunarsamtökum í báðum löndum áhyggjum. Góður samningur fyrir Þjóðverja Danir hafa góða reynslu af brú- arsmíð milli landa. Eyrarsundsbrú- in frá Kaupmannahöfn til Málm- eyjar í Svíþjóð þykir hafa heppnast vel og aukið velsæld í báðum lönd- um. Sú brú var vígð árið 2000 en þá voru tæp tíu ár frá því að samning- ur um brúarsmíðina var undirrit- aður. Dönsk stjórnvöld binda von- ir við að brú yfir til Þýskalands verði einnig lyftistöng fyrir samfélagið. Þessar fyrirhuguðu framkvæmd- ir hafa verið aðalmálið í dönskum fjölmiðlum um helgina. Rætt hefur verið við fjölda hagsmunaaðila og sérfræðinga og virðast hagfræðing- ar almennt vera á þeirri skoðun að brúarsmíðin sé galin hugmynd að hálfu danskra stjórnvalda á meðan samningurinn sé Þjóðverjum mjög hagkvæmur. Þýsk stjórnvöld þurfa aðeins að ganga frá svæðinu sem liggur að brúnni í Puttgarden. Haft er eftir hagfræðingi í grein Jótlands- póstsins að danski ríkissjóðurinn taki alltof mikla áhættu á meðan Þjóðverjar þurfi aðeins að greiða brot af kostnaðinum. Hann seg- ir næsta víst að samningaviðræður um framkvæmdina hefðu tekið eins langan tíma og þær tóku ef danska ríkisstjórnin hefði alltaf ætlað sér að greiða langstærsta hlutann. Það sé því greinilegt að áhugi dönsku rík- isstjórnarinnar á málinu sé meiri en þeirrar þýsku. Annar segir danska samgöngumálaráðherrann vera heltekinn af brúnni og hafi þar af leiðandi ekki hlustað á gagnrýn- endur framkvæmdarinnar. Bent er á að ekkert einkafyrirtæki hafi vilj- að taka þátt í verkefninu og það sé vísbending um hversu mikil áhætta sé fólgin í þessu þar sem einkafyr- irtæki ráðist aðeins í framkvæmdir sem taldar eru arðbærar. Segja aðr- ir að nær hefði verið að niðurgreiða ferjusiglingar á milli Rødby og Putt- garden ef stjórnvöld vilja auka um- ferðina á milli landanna. Danir eignast brúna Flemming Hansen, samgöngu- málaráðherra Dana var kátur þegar hann kynnti blaðamönnum sam- komulag sitt við þýskan kollega sinn á föstudag. Hann sagði rannsókn- ir benda til að brúin myndi borga sig upp á tuttugu og fimm árum og eftir það myndu Danir stórgræða á henni því þeir fengju stærstan hluta teknanna. Forsvarsmenn danskra atvinnurekenda fagna ákvörðun- inni enda mun hún hafa umtals- verð áhrif á danskt efnahagslíf. Stál- fyrirtæki þar í landi sjá einnig fram á góða tíma segir í frétt Jótlands- póstsins. Fyrir utan brúarsmíðina sjálfa segja sérfræðingar í umferðarmál- um að bæta verði vegi til og frá brúnni og eins lestarspor en lestir borga brú yfir til Þýskalands Samgöngumálaráðherrar Þýskalands og Danmerkur gengu frá samkomulagi á föstudag um byggingu brúar á milli landanna. Ákvörðunin er umdeild í báðum löndum. Umhverfissamtök segja bílaumferð muni aukast mikið í kjölfarið. Danskir hagfræðingar eru mjög ósáttir og segja ríkið taka of mikla áhættu. Eyrarsundsbrúin milli Málmeyjar og Kaupmannahafnar dönsk stjórnvöld vonast til að brú yfir til Þýskalands verði eins vel heppnuð framkvæmd og Eyrarsundsbrúin sem er talin hafa aukið hagsæld í Svíþjóð og danmörku. Flemming Hansen, samgöngu- málaráðherra Danmerkur ráðherrann hefur skuldbundið danska ríkissjóðinn fyrir tæpum fjögur hundruð milljörðum svo hægt sé að ráðast í byggingu Femern-brúarinnar. Kort af tengingunni Brúin mun liggja um eyjuna Femern. Tölvuteikning af nýju brúnni Svona gæti nýja brúin litið út þegar hún verður opnuð árið 2018.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.