Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 30
mánudagur 2. júlí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkassinn Hvað eiga suðræn tónlist og Baugsmálið sameiginlegt? Lík- lega fáir sem hafa svar við þessari spurningu á hraðbergi en það hringir hugsan- lega einhverj- um bjöllum hjá þeim sem horfðu á frétt Ríkissjónvarps- ins síðastliðið fimmtudags- kvöld um dóm Héraðsdóms þann daginn í einum anga þessa endalausa máls. Eftir að Bogi Ágústsson hafði lesið inngang fréttarinnar kom nefnilega ónefnd hljómsveit í mynd og suðrænir og seiðandi tónar bárust í þó nokkrar sekúnd- ur frá sjónvarpinu mínu. Ég gerði ráð fyrir að röng frétt hafi verið sett í loftið eins og stundum gerist. En nei. rödd fréttakonunnar Þórdísar Arnljótsdóttur blandast allt í einu tónlist hljómsveitarmeð- limanna ungu og svo kemur hún í mynd þar sem hún spígspor- ar um Lækjar- torg og upplýsir áhorfendur um að þar sé stuð og stemning og allir bara svona líka hressir. Svo kom tengingin. Að sögn Þórdísar voru nefnilega ekki allir jafn hressir í Héraðsdómi skömmu áður en tónleikarnir hófust þegar dómur féll í tiltekn- um anga Baugsmálsins. Það var óneitanlega svolítið súrt að horfa á fréttakonuna tjá landsmönn- um, skælbrosandi í sumarskapi á tónleikum, að það hafi rétt í þessu verið að dæma menn í fangelsi. samstarfsmaður Þórdísar, Að- albjörn Sigurðsson sem virðist nýlega hafa hafið störf á frétta- stofu Sjónvarps, hefur einnig vakið athygli mína. Þó ekki fyrir einhverja upp- ákomu í líkingu við þessa held- ur hversu vel honum virðist líka það að vera í mynd. Ég hef séð svona 5-6 fréttir frá hon- um, og ekkert út á þær að setja svo sem, en hann hefur verið með uppistand í þeim öllum ef mig misminnir ekki. Með þessu áframhaldi gæti hann jafnvel slegið við mönnum eins og Svavari Halldórssyni, G. Pétri Matthíassyni og Héðni Hall- dórssyni sem virðast ekki beint þurfa að pína sig í uppistöndin. að Þessu sögðu get ég ekki látið hjá líða að minnast á þann sjón- varpsfréttamann sem ég held mest upp á, Magnús Hlyn Hreið- arsson. Ég hef ekki séð hann lengi og spauglaust finnst mér það mjög miður ef hann hefur lagt míkrafóninn á hilluna. Hvort sem eitthvað sé til í því sem ég heyrði einhverju sinni fleygt, að hann væri dæmi um mann með andlit fyrir útvarp og rödd fyrir dagblað, þá gerast fréttir vart mannlegri og skemmtilegri en þær sem Magnús Hlynur hefur flutt landsmönnum í gegnum tíðina. Magnús, hvar ertu? Kristján Hrafn Guðmundsson rýnir í hlutina LungA er fyrst og fremst hátíð til að ná til ungs fólks í sköpun og til þess að efla vitund og þekkingu í menningum og listum. LungA er frábær vettvang- ur fyrir ungt fólk sem hyggur á list- nám því á hátíðinni gefst því tækifæri til að hitta listamenn sem hafa langa reynslu á sínu sviði. Birta Sigfinns- dóttir, sem er í framkvæmdastjórn hátíðarinnar, segir þátttakendur ekki þurfa að hafa listnám að baki. „Eina skilyrðið sem þátttakend- ur þurfa að uppfylla er að vera á aldrinum 16 til 25 ára. Upphaflega hugmyndin að baki LungA var að kveikja neistann. Það hefur svo sann- arlega tekist og margir krakkanna sem hafa tekið þátt í hátíðinni end- uðu í listnámi. Við sem erum í und- irbúningsnefndinni erum þar engin undantekning, þrjú okkar eru í leik- listarnámi, tvö í tónlistarnámi, einn er að fara í ljósmyndanám og þau sem ekki eru í námi taka þátt í tónlist og dansi. Það er því óhætt að segja að LungA hafi kveikt í okkur.“ Metaðsókn Nú styttist óðum í hátíðina, sem stendur yfir dagana 15.-22. júlí, og Birta segir metaðsókn í ár. „Ég held að við séum að sprengja allt utan af okkur. Hátíðin er átta ára í ár og þetta er í fyrsta sinn sem við erum búin að fylla í öll námskeiðin. Á fyrstu hátíðinni voru 36 þátttakendur og nú verða þeir 115. Leiðbeinendur og þátttakendur koma alls staðar að og óhætt er að segja að hátíðin sé al- þjóðleg. Hingað koma sjötíu erlendir krakkar sem taka þátt í námskeiðum. Við tökum þátt í svokölluðu ung- mennaskiptiverkefni, sem er í sam- vinnu við Evrópu unga fólksins, og fáum til okkar krakka frá Danmörku, Noregi, Færeyjum, Eistlandi, Holl- landi og Finnlandi auk íslensku krakk- anna. Þetta samstarf gerir okkur kleift að geta boðið öllum frítt á listasmiðjur hátíðarinnar, 36 klukkustunda nám- skeið, gistingu og hálft fæði fyrir akk- úrat ekki neitt. Þess utan standa góðir styrktaraðilar að baki okkur, til dæmis Menningarráð Austurlands, Seyðis- fjarðarkaupstaður og Glitnir.“ Að sögn Birtu verður margt um að vera á hátíðinni „Hátíðin hefst á sunnudegi og á sunnudagskvöldinu verður opn- unarhátíð þar sem trúðahópurinn Kómedía treður upp í samstarfi við félagsskap Fjallkonunnar, en það er fjöllistahópur sem er einskonar verndari hátíðarinnar. Að því loknu kynna leiðbeinendur námskeið- in sem standa til boða og krakkarnir hitta sinn hóp. Á mánudag byrjar svo vinnan á fullu og listasmiðjur verða að störfum frá mánudegi til föstudags. Á kvöldin verður fjölbreytt dagskrá, til dæmis kvikmyndasýningar, hönn- unarsýningar og allt upp í stóra tón- leika. Á föstudagskvöldinu koma fram minna þekktar en góðar hljómsveitir. Við tökum svo laugardaginn snemma og leggjum lokahönd á uppskeruhá- tíðina sem hefst klukkan tvö þegar allar listasmiðjurnar sameinast í einni stórri sýningu. Ég held að slík sýning eigi sér ekki fordæmi á Íslandi. Sýn- ingin mun standa yfir í rúma klukku- stund og þar kemur saman myndlist, tónlist, leiklist og sirkus; allt þetta sem hefur verið unnið á einni viku. Loka- sýningin hefur alltaf heppnast von- um framar og verið alveg stórkostlega flott,“ segir Birta stolt. Stórtónleikar og DJ partí Stórtónleikar verða haldnir á laug- ardagskvöldið og þar koma fram margar hljómsveitir. „Ég get til dæmis nefnt hljómsveit- irnar Blood Group, það er austfirskst band á uppleið, Skáta sem eru ný- búnir að gefa út plötu og fengu fjórar og fimm stjörnur alls staðar, Jeff Who? sem sló rækilega í gegn með plötunni sinni sem kom út í fyrra og síðast en ekki síst hljómsveitina Trabant. Að tónleikunum loknum höldum við áfram með DJ partí. Þar koma fram DJ Magic úr Trabant og DJ Margeir sem er búinn að spila á öllum helstu stöð- um um allan heim og svo franskur DJ sem hefur spilað með mörgu frægu fólki og samið kvikmyndatónlist.“ Björt segir að það sé mjög skemmtilegt að standa í öllu stússinu sem tilheyrir skipulagningu hátíðar- innar. „Annars værum við ekki að standa í þessu,“ segir hún og hlær. „Ég er einn af hugmyndasmiðunum og hef verið með allt frá byrjun og gæti ekki hugsað mér sumarið án hátíðarinnar. Við erum að vinna að þessu allt árið og notum allan okkar frítíma í þetta. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og hún ber hitann og þungann af þessu öllu saman. Svo er auðvitað hellingur af fólki sem kemur að þessu. Við gætum aldrei gert þetta ein.“ Ungt fólk á Seyðisfirði sem var óánægt með afþreyinguna sem staðurinn hafði í boði, stofnaði hóp sem ákvað að koma upp lista- hátíð fyrir ungt fólk. Hátíðin er átta ára í ár og hefur aldrei verið vinsælli. Í dag Á morgun Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx +15 4 xx xxxx xx +15 7 +12 4 +12 4 +12 4 +14 4 +13 4 +13 1 xx xx xx xx xx +14 7 +17 4 xx xx xx -xx Tengsl Árna Johnsen að hafa verið dæmdur fyrir fjármálamis- ferli. Árni Johnsen á það sameiginlegt með Agli Ólafssyni að þekkja innviði Þjóðleikhússins eins og lófann á sér. Egill Ólafsson á það sameiginlegt með Ellý Ármanns að gera næstum hvað sem er fyrir frægðina. Ellý Ármanns á það sameigin- legt með Björgvini Halldórssyni að hafa það að atvinnu að þylja upp sjónvaps- dagskrá. Björgvin Halldórsson á það sameiginlegt með Eivöru Pálsdóttur að hafa sungið með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Eivör Pálsdóttir á það sameigin- legt með Jógvan Hansen að vera færeyskur söngvari. Jógvan Hansen á það sameigin- legt með Hildi Völu að hafa unnið söng- keppni. Hildur Vala á það sameiginlegt með Diddú að hafa sungið lagið „Húsin mjakast upp,“ inn á hljómplötu. Diddú á það sameiginlegt með Ragnheiði Ríkharðsdóttur að búa í Mosfells- bæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir á það sameigin- legt með Guðfinnu Bjarndóttur að vera ný þing- kona Sjálfstæðis- flokks. Guðfinna Bjarnadóttir á það sameiginlegt með Jóni Gerald Sullenberger að hafa verið vitni í Baugsmálinu. Jón Gerald Sullen- berger á það sameiginlegt með ... af litlum neista ... Björt Sigfinnsdóttir Er einn af hugmyndasmiðunum og hefur verið með frá byrjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.