Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 20
Ferrari
sigur
mánudagur 2. júlí 200720 Sport DV
ÍÞrÓTTaMOLar
Franskur miðjumaður
til West Ham
West Ham hefur gengið frá kaupum á
franska leikmanninum julien Faubert
frá Bordeaux. Kaupverðið er 6,1 milljón
punda, um 780 milljónir króna. Faubert
hefur leikið einn landsleik fyrir
Frakkland. „Ég er mjög ánægður að geta
boðið julien velkominn til upton Park
og er viss um að hann verður góður
leikmaður fyrir félagið,“ sagði Eggert
magnússon, stjórnarformaður West
Ham.
Federer kominn í 8-liða úrslit
roger Federer komst áfram í 8-liða úrslit
á Wimbledon mótinu um helgina þegar
Tommy Haas
þurfti að draga sig
úr leik vegna
meiðsla. Federer er
sigurstranglegur á
mótinu enda í
efsta sæti á
heimslistanum.
Hann mætir
Spánverjanum
juan Carlos
Ferrero eða janko Tipsarevic í leik um
það hver kemst áfram í undanúrslit.
Erfiðlega gengur að spila leikina á
Wimbledon sökum rigninga á
Bretlandseyjum.
Pókersamband íslands
stoFnað
Vinsældir pókers hafa aukist gríðarlega
hér á landi að undanförnu. Fyrir vikið
hafa áhugamenn
um hann stofnað
Pókersamband
íslands. markmið
sambandsins er
meðal annars að
stuðla að
lögleiðingu
áhugamanna-
pókers á íslandi, að
því er segir í lögum
félagsins. Stofnun sambandsins kemur í
kjölfar þess að lögregla stöðvaði
pókermót í upphafi júnímánaðar á
grundvelli almennra hegningarlaga.
luPoli yFirgeFur arsenal
arthuro lupoli gekk í gær til liðs við
Fiorentina á frjálsri sölu frá arsenal. Hinn
tvítugi lupoli
spilaði einungis
einn deildarleik
fyrir arsenal á
tímabilinu, en
hann spilaði
nokkra leiki í
deildarbikarnum.
lupoli var megnið
af tímabilinu í láni
hjá derby County í
ensku fyrstu deildinni. lupoli kom frá
Parma árið 2004 og þótti mikið efni.
Hann náði hins vegar ekki að standa
undir væntingum hjá lúndúnarliðinu.
Heargraves loks til
mancHester united
manchester united gekk loks formlega
frá kaupum á Owen Heargraves í gær.
Hann skrifaði undir fimm ára samband
við félagið. „Þetta tók svolítið langan
tíma,“ segir Heargraves um félagaskipt-
in, en Bayern münchen samþykkti
tilboð í kappann fyrir tveimur
mánuðum. Ekki fékkst gefið upp
kaupverð en fjölmiðlar í Bretlandi telja
það nema um sautján milljónum
punda. áður hefur united keypt nani
frá FC Porto og portúgalska kantmann-
inn nani frá Sporting lisbon.
kimi räikkönen og Felipe massa, ökumenn
Ferrari, skipuðu tvö efstu sætin í kappakstri
helgarinnar sem fram fór í Frakklandi:
Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen hrósaði sigri í æsilegum kappakstri um helgina. Räikkönen var þriðji á ráslínu en með kröftugum akstri og mikilli baráttu náði hann að skjóta þeim Felipe Massa og Lewis Hamil-ton ref fyrir rass og vann sinn annan
sigur á tímabilinu.
Felipe Massa hóf kappaksturinn fremstur,
með þá Lewis Hamilton og Kimi Räikkönen fyr-
ir aftan sig. Massa hélt forystunni en Räikkön-
en komst fram úr Hamilton í fyrstu beygjunni.
Hamilton náði aldrei að komast fram úr Ferrari-
félögunum og endaði í þriðja sæti. Félagi hans
hjá McLaren, Fernando Alonso, hóf keppni í tí-
unda sæti og endaði í því sjöunda.
Räikkönen komst fram úr Massa þegar sá
síðarnefndi tók þjónustuhlé. Massa fór á und-
an Räikkönen í þjónustuhlé og Finninn knái tók
þjónustuhlé tveimur hringjum á eftir Massa en
kom aftur á brautina tveimur sekúndum á und-
an honum.
Forystunni hélt Räikkönen allt til enda og
hrósaði sínum öðrum sigri á tímabilinu. Hann
varaði keppinauta sína við eftir kappaksturinn
og sagði að hann ætti meira inni.
„Þetta var mjög kærkomið. Ég held að ég hafi
átt mjög erfitt en ég bjóst alltaf við að ná mér á
strik á ný. Fólk er alltaf búið að afskrifa mig þeg-
ar ég næ ekki góðum úrslitum,“ sagði Räikkön-
en.
„En við höfum lagt hart að okkur og reynt
að komast á rétta braut og ég held að við get-
um enn bætt okkur. Við erum ekki þar sem
við viljum vera en erum klárlega ánægð-
ari með bílinn nú en við vorum í síðustu
keppni.“ Räikkönen sagði að byrjun hans
í keppninni hafi lagt grunninn að sigr-
inum. „Loksins náði ég góðri byrjun og
það hjálpaði mikið. Mér fannst bíllinn
góður allan tímann en samt ekki full-
kominn. En ég er ánægður með bíl-
inn. Ég reyndi að halda í við Felipe
af því að ég vissi að ég ætti að fara
inn á eftir honum. Rétt fyrir fyrra
þjónustuhléið lenti ég í smá um-
ferð en eftir það síðara náði ég
að komast fram úr honum.
Þetta var góður dagur fyrir
mig og fyrir liðið,“ sagði
Räikkönen.
Jarno Trulli, öku-
maður Toyota, þurfti
að hætta keppni eft-
ir að hann ók aftan á
Heikki Kovalainen,
ökumann Renault,
á fyrsta hring. Trulli
var áttundi á ráslínu
en Kovalainen
sjötti. Sá síðar-
nefndi náði að
klára kappakst-
urinn en end-
aði í fimmtánda
sæti.
„Þetta var
kappakstursslys.
Brautin var mjög
erfið á fyrsta hring
og í raun misreikn-
aði ég mig við að
bremsa. Ég var ekki
að sækja að neinum en
ég bremsaði of seint og
keyrði á Kovalainen. Ég er
mjög miður mín hans vegna,
vegna þess að þetta eyðilagði
keppnina fyrir honum og einn-
ig fyrir mér. Því miður gerði ég
mistök,“ sagði Jarno Trulli eftir
keppnina.
„Þetta var mjög leiðinlegt vegna
þess að ég var sannfærður um að við
værum með mjög góða taktík og ég átti
von á að ná í stig í dag,“ bætti Trulli við.
Staðan í keppni
ökumanna
Ökumaður Lið Stig
lewis Hamilton mclaren-mercedes 64
Fernando alonso mclaren-mercedes 50
Felipe massa Ferrari 47
Kimi räikkönen Ferrari 42
nick Heidfeld BmW 30
robert Kubica BmW 17
Fisichella renault 16
Heikki Kovalainen renault 12
alexander Wurz Williams-Toyota 8
jarno Trulli Toyota 7
nico rosberg Williams-Toyota 5
david Coulthard red Bull-renault 4
Takuma Sato Super aguri-Honda 4
mark Webber red Bull-renault 2
ralf Schumacher Toyota 2
jenson Button Honda 1
Sebastian Vettel BmW 1
Scott Speed STr-Ferrari 0
rubens Barrichello Honda 0
anthony davidson Super aguri-Honda 0
adrian Sutil Spyker-Ferrari 0
Christijan albers Spyker-Ferrari 0
Vitantonio liuzzi STr-Ferrari 0
Staðan í keppni
bílaSmiða
Lið Stig
mclaren-mercedes 106
Ferrari 71
BmW 39
renault 25
Williams-Toyota 13
Toyota 9
red Bull-renault 6
Super aguri-Honda 4
STr-Ferrari 0
Honda 0
Spyker-Ferrari 0
sigurgleði Kimi räikkönen og Felipe massa
fögnuðu vel og innilega með samstarfsmönnum
sínum hjá Ferrari eftir keppnina um helgina.
enn efstur lewis Hamilton endaði í
þriðja sæti um helgina en heldur þó
enn efsta sætinu í keppni ökumanna.
sigurvegari helgarinnar Kimi räikk-
önen hrósaði sigri um helgina og er í
fjórða sæti í keppni ökumanna.