Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 32
Karen Þorvaldsdóttir, 12 ára stúlka úr Kópavogi, var á ferðalagi með fjöl- skyldu sinni þegar hún fann kríuegg. Hún tók eggið með sér heim, hélt á því hita og ekki leið á löngu þar til lítill ungi skreið úr egginu. Fjölskylda Karenar var í veiðiferð í Fljótunum þegar Karen fann lítið egg. Hún segist hafa geymt eggið í hettu á loðpeysu sinni þar til heim var kom- ið. „Þegar við komum heim fóðraði ég ísbox með bómull og setti eggið þar. Ég geymdi boxið á upphituðu gólfi og reyndi þannig að líkja eftir þeim að- stæðum þegar krían liggur á.“ Eftir ellefu daga kom sprunga í skurnina. „Um hádegið var síðan kom- inn ungi,“ sagði Karen. Hún hringdi í Húsdýragarðinn til að fá upplýsingar um hvernig ætti að hugsa um kríuunga sem væri nýskriðinn úr egginu. Þar var henni bent á fuglafræðing sem sagði henni allt um kríuna, hegðun hennar og þarfir. „Kríuungar borða hornsíli þannig að ég fór og veiddi nokkur síli í tjörninni í Seljahverfi.“ Karen nefndi ungann Simba. „Hann heitir í höfuðið á ljónsungan- um í Ljónakonungnum. Ég horfði oft á þá mynd þegar ég var yngri en geri það ekki lengur.“ Simbi kom sér fljótt upp úr ísbox- inu og greip Karen þá til þess ráðs að setja hann í bala. „Hann var mjög dug- legur að ganga og við leyfðum honum að fara út í garð.“ Þegar líða tók að kvöldi var Simbi búinn að borða vel og virtist orðinn kraftmikill. „Þá fórum við með hann upp að Vífilsstaðavatni. Þar fundum við kríuhreiður með tveimur ungum og settum Simba á milli þeirra. Pabbi var með spýtu sem hann hélt hátt uppi og kríumamman kom ekkert neðar en það. Hún hafði samt greinilega áhyggj- ur af ungunum sínum. Sem betur fer leyfði hún Simba að vera hjá þeim og ég er viss um að hún á eftir að hugsa vel um hann.“ „Ég get ekki sagt frá þessum með- mælabréfum fyrr en ég veit hvernig horfir með það að fá Nancy heim,“ sagði Geir Ólafsson tónlistarmaður í viðtali á föstudaginn, en hann reynir þessa stundina að fá hina goðsagna- kenndu söngkonu Nancy Sinatra til þess að spila hér á landi. Aftur á móti hefur DV undir höndum bréf sem er skrifað í nafni Geirs H. Haarde for- sætisráðherra. Þegar haft var sam- band við forsætiráðuneytið þá höfn- uðu bæði ritari Geirs H. Haarde og lögfræðingur ráðuneytisins að hafa skrifað bréfið. Því er ljóst að bréfið er falsað í hans nafni. Geir er staddur í Kaliforníu en á að koma heim í dag. Meintur aðdáandi Bréfið er ritað á ensku. Það er í raun meðmælabréf fyrir Gísla Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þar er Geir H. Haarde sagður mæra Gísla og segir hann vera traustan viðskiptamann. Að auki að hann hafi verið leiðandi í bílainnflutningi síðastliðin 40 ár. Svo kemur fram að Geir H. Haarde óski þess að viðtakandi bréfsins hjálpi Gísla og samstarfsmanni hans, Geir Ólafssyni. Í lokin kemur eftirskrift þar sem forsætisráðherrann segist vera mikill aðdándi Nancy Sinatra og að hann yrði verulega þakklátur komi hún til landsins. Bréfið falsað Þegar haft var samband við skrifstofu forsætisráðherra vildi ritari forsætisráðherrans ekki kannast við bréfið og sagði í tölvupósti að hann hefði ekki sent umrætt bréf. Þá var haft samband við lögfræðing ráðuneytisins sem kannaðist ekki heldur við það. Því þykir ljóst að bréfið er falsað í nafni ráðherrans. Ekki liggur fyrir að Geir Ólafsson hafi framvísað bréfinu út í Kaliforníu en sjálfur sagði hann í viðtali að hann hefði meðmælabréf undir höndum frá háttsettum einstaklingum. Hann vildi ekki gefa upp hverjir þessir einstaklingar væru. Vildi fleiri bréf Haft var samband við skrifstofu forseta Íslands, en þar fengust þau svör, að ekkert bréf hefði verið sent þaðan. Í ljós kom þó að Geir Ólafsson hafði óskað eftir því að forsetinn skrifaði slíkt bréf. Þau svör fengust þá að forsetinn gæti ekki orðið við bón Geirs en forsetinn vildi þó koma kveðju sinni áleiðis til Nancy og að hann vilji bjóða henni í heimsókn á Bessastaði komi hún til landsins. Engar vísbendingar eru um að Geir eða föruneyti hafi falsað bréf frá for- setanum. Ekki ólöglegt Þegar DV ráðfærði sig við lögfræð- inga um bréfið kom í ljós að það er ekki ólöglegt að falsa slíkt með þess- um hætti. En ef bréfið er falsað með það að markmiði að fá fé út úr viðtak- anda þá er hægt að kæra slíka fölsun. Einn lögfræðingur sagði bréfið vera frekar siðlaust heldur en ólöglegt. Annar bætti við að bréfið væri hrein- lega kjánalegt. Slíkt fals kæmi ein- göngu niður á mannorði þess sem gerir slíkt sagði hann að lokum. mánudagur 2. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Fær Geir Haarde þá ekki frítt inn, eða verður hann með falsaðan miða... FALSAÐI BRÉF FRÁ FOR- SÆTISRÁÐHERRANUM Geir Ólafsson reynir að fá Nancy Sinatra til landsins með fölsuðu bréfi: sniglabandið skemmti gestum og gangandi Fjöldi fólks fylgdist með Sniglabandinu leika fyrir gesti Thorvaldssen Bar í blíðviðrinu í borginni í gær og gátu þeir beðið um óskalög. Það voru fleiri sem nutu tónlistarinnar því henni var útvarpað beint á Rás 2. DV-MYND GÚNDI karen Þorvaldsdóttir hugsaði vel um kríuegg sem hún fann: Kríuunginn Simbi kominn á legg Bifreið valt Bílslys varð á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Reykjanesbæ rétt fyrir hádegi í gær. Þar var bifreið ekið frá Tjarn- argötu og á bifreið, sem ekið var suður Hringbraut. Við árekst- urinn valt bifreiðin, sem ekið var suður Hringbraut. Lögregla, sjúkrabifreiðar ásamt tækjabíl slökkviliðssins fóru á vettvang . Enginn reyndist alvarlega slas- aður en farþegi í bifreiðinni sem valt var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Bifreiðarnar skemmd- ust mikið og voru fluttar af vett- vangi með dráttarbifreið. Nauðlenti á Keflavíkurflugvelli Boeing þota þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli um tvö leytið í gær vegna vélarvana hreyfils. Það var um tuttugu mínútur yfir tvö sem þotan lenti á flugvellinum. Þá hafði hún misst afl í öðrum hreyfli en vélin var að koma frá Þýskalandi og ætlaði til Bandaríkjanna. Um borð voru 225 farþegar. Ekki var óskað eftir áfallahjálp fyrir farþegana þar sem ekkert amaði að þeim samkvæmt lög- reglunni á Suðurnesjum. Fólkinu var boðið í skoðunarferð í Bláa Lónið og önnur vél var send til þess að ferja þá alla leið vestur um haf. karen og kríuunginn simbi Simbi borðaði hornsíli sem Karen veiddi handa honum og braggaðist vel. Líkamsárás á Humarhátíð Fjöldi fólks lagði leið sína á Hum- arhátíðina á Höfn í Hornafirði um helgina. Talið er að um tvö þúsund manns hafi sótt hátíðina en er það ívið fleiri en á síðasta ári. Á föstu- dagskvöldinu var skrúðganga og gæddi fólk sé á humar sem mat- reiddur var á fjölbreytilegan hátt. Á laugardag rákust tveir bílar harkalega saman í bænum og kast- aðist annar þeirra upp á gangstétt. Ekki var slysið eins alvarlegt og á horfðist. Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar á Höfn og er hún til rannsóknar. Á annan tug ökumanna hefur verið kærður fyrir of hraðan akstur síðan á föstudag. Langt yfir hámarkshraða Ökumaður bifhjóls reyndi að stinga af lögregluna á Reykjanesi í fyrrinótt en hann mældist á 133 kíló- metra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Lögregla náði að stöðva ökumanninn og svipti hann ökuréttindum, til þess að aka bíl, á staðnum. Reyndist hann ekki hafa réttindi til að aka bifhjóli og þarf hann að greiða háa sekt. Í fyrradag stöðvaði lögregla öku- mann bifreiðar á Hafnarveginum í Reykjanesbæ. Í ljós kom að maður- inn hafði áður verið sviptur ökurétt- indum. Einnig voru rangar númera- plötur á bifreiðinni sem var einnig óskráð og ótryggð. Innbrot í sumarbústaði Brotist var inn í fjóra sumarbú- staði í Húsafelli og einn bústað í Svínadal um helgina. Lögreglan í Borgarnesi segir að í sumum bústaðanna í Húsafelli hafi fólk verið sofandi þegar þjófana bar að garði. Virtust þeir ekki hafa vitað af fólkinu og hlupu á brott þegar það vaknaði. Litlu var stolið í bústöðun- um á Húsafelli. Í Svínadal var miklum verðmæt- um stolið úr mannlausum bústað. Öll málin eru í rannsókn en ekki hef- ur verið haft uppi á þjófunum. Valur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.