Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 10
Hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eða ekki,
ætti að vera auðsætt að við búum í heimi sem er ekki
lengur til. Hinn æskilegi brást eða við misstum hann
út úr höndunum fyrir sakir flónsku eða einfeldni.
Hvorugt er afsökun og refsingin lendir óhjákvæmi-
lega í lokin á almenningi sem nýtur ekki sömu að-
stöðu og stjórnmálamenn. Til dæmis Tony Blair sem
hóf siðferðisstríð með sínum líkum, Bush og Aznar,
en þegar það ekki bara tapaðist með manndrápum
heldur eyddi velsæld heimsins var hann valinn af
nýjum jafningjum til að þvo burt sökina og leysa eitt-
hvað óleysanlegt.
Þrímenningastríðið batt endahnút á heim fyrri tíð-
ar. Nú er til lítils að koma eins og siðavandur Breti sem
leggur undir sig lönd og gerir þau að nýlendum und-
ir kjörorðinu: Lög og regla. Hið breska boðorð hefur
alltaf skapað ólög og óreglu. Á flestum stöðum sigla
stjórnmálamenn reyndar eins undir fölsku flaggi og
boða það sem þeir brjóta um leið og fólk veitir þeim
völdin í kosningum. Þetta gildir um konur og karla.
Einræðisherrar eru ekki lengur til vegna lýðræðis í
orði en sama flónskan og áður hjá almenningi fær-
ir hliðstæður þeirra á valdastóla. Sem dæmi er Ingi-
björg Sólrún. Hún hafði varla sest hjá Birni Bjarnasyni
þegar hún breyttist í málpípu þess sem hún blístraði á
hálfum mánuði áður en þeytir nú sameiginlega her-
lúðra. Að hennar mati þarf auknar dýrar varnir sem
þjóðin þarf að borga. En umhyggjan er ekki fyrir land-
inu heldur er ástæðan sú að félög líkt og Alcoa heimta
tryggingu gegn hryðjuverkum. Erlend auðfyrirtæki
stjórna orðið, ekki Alþingi. Á vegum þess snýst allt í
höndum þingmanna sem missa ekkert beinlínis út úr
höndunum eins og almenningur. Í starfi þeirra ríkir
samhjálp þegar á hólm glötunarinnar er komið. Þeir
velta ekki fremur en Tony Blair niður brekkuna ofan
í gröfina heldur færast þeir um set, til dæmis í emb-
ætti sendiherra. Það sorglega við störf þeirra er það
að þeir hafa fært okkur ógn og hnignun. Íslendingar
vita varla lengur hvort þeir eru af nokkru þjóðerni eða
hvaða tungu þeir tala í landi sínu. Útlendingar vinna
illa launuðu skítastörfin á meðan þeir liggja úrkynj-
aðir í eitulyfjum og krefjast aukinnar hjálpar. Ekki má
einu sinni nota yfir þannig fólk orðið ræflar. Það sær-
ir viðkvæmar sálir. Í staðinn kemur tegundarheitið
„þjónustuþegar“.
Steingrímur J. Sigfússon upplýsir í blaðaviðtali að hann hafi boðið
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að verða forsætisráðherra mynduðu
flokkar þeirra ríkisstjórn að loknum kosningum. Ingibjörg Sólrún þáði
ekki boðið og það lýsir viljastyrk hennar og meiri metnaði fyrir Sam-
fylkinguna en hana sjálfa. Það hefði verið fráleitt að gangast inn á slíkt
fáum dögum fyrir kosningar. Allt benti til að ekki yrði hægt að mynda
ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar nema með aðkomu
Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn varð að fá frí frá völdum.
Aðkoma þess flokks var komin á endastöð og það var hárrétt metið hjá
Ingibjörgu Sólrúnu að ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks yrði ekki mynd-
uð, nema þá aðeins að farið yrði í vondar reddingar með Framsóknar-
flokki. Það hefði aldrei gengið.
Hugmynd Steingríms um að Framsókn myndi verja minnihluta-
stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli var afleit. Framsókn varð
að fá frí og hefur blessunarlega fengið það. Öll viðbrögð Guðna Ágústs-
sonar, núverandi formanns Fram-
sóknarflokksins, eru bestu sann-
anir þess hversu grátt flokkurinn
var leikinn og hversu brýnt var að
hann hvíldi og að enginn ætti neitt
undir hans vilja. Það er ekkert
að því að Steingrímur hafi viljað
reyna allt til komast í ríkisstjórn.
Sumt að því sem hann reyndi, og
hann hefur nú sagt frá, kom aldrei
til greina. Kannski í huga stjórn-
málamanna og kannski hefðu þeir í blindum eigin metnaði getað kom-
ið þannig stjórn að. Þjóðin vildi það ekki og það sást skýrt á niðurstöð-
um kosninganna. Sem betur var slík tilraun ekki gerð. Steingrímur er
dæmdur í stjórnarandstöðu að sinni og hann verður að sætta sig við að
aðeins voru tveir möguleikar í stöðunni. Núverandi ríkisstjórn eða rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Valið var Sjálfstæðisflokks-
ins. Flóknara var það ekki.
Steingrímur játar að í eigin flokki sé innibyrgð óánægja vegna hversu
slælega hann og aðrir í forystu flokksins gagnrýndu Samfylkinguna. Vel
má vera að það sé rétt. Hitt er líka vitað að meðal flokksfélaga Stein-
gríms er mikil gagnrýni á Framsóknarflokkinn og enginn vilji til að
starfa með þeim flokki. Þess vegna er óvíst að flokksfélagar Steingríms
hefðu samþykkt veika stjórn þar sem Framsókn hefði eftir sem áður
möguleika á að gæla við sig og sína. Ekki björt mynd það.
Framsóknarflokkurinn getur ekki annað en leitað jafnvægis með
eigin geð. Í flokknum eru eflaust margir félagar sem hafa pólitískar
hugsjónir. Um leið og þær verða ofan á getur ekki annað gerst en að
flokkurinn eflist. Þangað til er hann ekki stjórntækur. Það vissi Ingi-
björg Sólrún og það vissi Steingrímur J. Sigfússon þó svo hann hafi um
tíma gengið um í þoku afneitunar.
Sigurjón M. Egilsson.
mánudagur 2. júlí 200710 Umræða DV
Gott hjá Ingibjörgu
Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is
DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem
leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku
eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta
fréttaskot mánaðarins.
512 7070
frettaskot@dv.is
Það vissi Ingibjörg Sól-
rún og það vissi Stein-
grímur J. Sigfússon þó
svo hann hafi um tíma
gengið um í þoku afneit-
unar.
GuðberGur berGsson
rithöfundur skrifar
„Þrímenningastríðið
batt endahnút á heim
fyrri tíðar.“
ÚtGáfufélaG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjórI: Hjálmar Blöndal
rItStjórI oG áByrGðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚI rItStjóra: janus Sigurjónsson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
fréttaStjórI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
aðStoðarrItjórI: Sigríður Dögg auðunsdóttir auGlýSInGaStjórI: auður Húnfjörð
Í horfnum heimi
einsömul í settinu
Einhverjir hafa eflaust tekið eftir
því að aðeins einn sá um frétta-
lestur í kvöld-
fréttatíma
Stöðvar 2 á
laugardags-
kvöld. Ekkert
væri athugavert
við það fyrir-
komulag nema
að venjan er allt
önnur.
Áhorfendur hafa átt því að venjast
að einn kvenlesari og einn karl-
lesari sjái um lestur kvöldfrétta
og urðu því margir hissa þeg-
ar Sólveig Bergmann birtist ein í
fréttasettinu á laugardagskvöldi.
Einhverjum gæti hafa dottið í hug
að niðurskurður sé hafinn eftir
orðróm þess efnis að til standi að
leggja niður fréttastofu Stöðvar 2
eða gera á henni miklar breyting-
ar. Sumarleyfi lesara á víst að vera
ástæðan fyrir breytingunni, mörg-
um hefur þó eflaust fundist tilval-
ið að gera það ekki svo skömmu
eftir umtalið um endalok frétta-
stofunnar, sérstaklega þar sem
ekki hefur verið gripið til svipaðra
ráðstafana áður vegna sumar-
leyfa, alla vega ekki nýlega.
Trúnaðurinn
Viðtal Steingríms J. Sigfússonar,
formanns Vinstri grænna í Frétta-
blaðinu í gær
vakti nokkra at-
hygli, sérstak-
lega þá um-
mæli hans um
trúnaðarsamtöl
hans og Ingi-
bjargar Sólrún-
ar Gísladóttur,
formanns Sam-
fylkingarinnar, í kringum síðustu
kosningar. Guðmundur Magn-
ússon veltir fyrir sér á bloggi sínu
hvort sá tími sé liðinn þegar fólk
beið spennt eftir endurminningum
og þar með uppljóstrunum stjórn-
málamanna. „Nú virðist orðin svo
brýn þörf að kjafta frá öllu sam-
tímis að svo að segja ekkert er eftir
fyrir æviminningarnar.“
Líkir á toppnum
Einhverju sinni þótti enginn miðill
góður nema hann lumaði á minnst
einum topp tíu lista. Eða í versta
falli topp 5 lista. Þetta virðist fyrr-
um blaðamaðurinn Símon Birgis-
son vita því hann raðar upp bestu
pistlahöfundum landsins í færslu
á bloggsíðu sinni. Efstur trjónar
Jónas Kristj-
ánsson, fyrr-
um yfirmaður
Símons á DV, og
næstur annar
fyrrum DV-rit-
stjóri Illugi Jök-
ulsson. Aðrir
á listanum eru
Þráinn Bertels-
son, Guðmundur Steingrímsson
og Össur Skarphéðinsson.
Vinsælasta stjórnin
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar er fádæma vinsæl, og
raunar vinsældirnar með eindæm-
um. Engin stjórn hefur notið jafn
mikils fylgis
síðan mæl-
ingar hófust.
Svo er spurn-
ing hversu vel
ríkisstjórnin
spilar úr þess-
um vinsældum
sínum. Þannig
er skemmst að
minnast þess að George W. Bush
mældist vinsælli en nokkur annar
forseti Bandaríkjanna eftir hryðju-
verkaárásirnar 11. september 2001
en mælist nú sá óvinsælasti.
Sandkorn
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús