Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 22
mánudagur 2. júlí 200722 Sport DV LIÐ ÁTTUNDU UMFERÐAR Markvörður Stefán Logi Magnússon KR. Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inní lið KR gegn Fram. Var ör- uggur í öllum sínum aðgerðum og toppaði góðan leik með því að verja vítaspyrnu. Varnarmenn Guðmann Þórisson Breiðablik. Tapaði ekki skallabolta gegn grönn- unum í HK og lék varnarleikinn gríð- arlega vel. Stór og sterkur miðvörður sem kallar ekki allt ömmu sína. Arnór Aðalsteinsson Breiðablik. Ungur, efnilegur vinstri bakvörður sem er einnig með öflugan vinstri fót og góðar fyrirgjafir. Lék vel í grann- aslagnum og verður forvitnilegt að fylgjast með honum það sem eftir er af mótinu. Guðmundur Mete Keflavík. Það er ekki að sjá að Guðmundur hafi misst af byrjuninni á mótinu vegna meiðsla. Stöðugur í sínum leik og tapaði varla einvígi gegn Fylki. Guðjón Antoníusarson Kefla- vík. Vanmetinn leikmaður. Sterkur varnarlega og kemur á óvart í sókn- arleiknum. Gerir ekki mörg mistök á vellinum og er stendur alltaf fyrir sínu. Miðjumenn Baldur Bett Valur. Lék gríðarlega vel gegn sínum gömlu félögum í FH og átti miðjuna með húð og hári. Arnar Grétarsson Breiðablik. Ró- legur á boltanum og stjórnaði sínu liði eins og herforingi. Var allt í öllu í spili Breiðabliks og lagði upp tvö mörk. Bjarni Guðjónsson ÍA. Bjarni hef- ur dregið vagn Skagamanna í sumar á löngum köflum. Kominn með góða menn sér við hlið og naut hann sín vel gegn Víking. Sóknarmenn Guðmundur Pétursson KR. Kom mörgum á óvart að hann skyldi vera settur í byrjunarliðið gegn Fram en hann sýndi mátt sinn og megin í leiknum og barðist vel auk þess að skora. Guðmundur Benediktsson Val- ur. Guðmundur er eins og gott rauð- vín, verður bara betri með aldrinum. Skoraði loksins og byggði upp sókn- arleik Vals með hnitmiðuðum send- ingum. Svo var lýsing hans í Copa America skömmu síðar ekki síðri. Vjekoslav Svadumovic ÍA. Hef- ur komið eins og stormsveipur inní íslenska boltann og skorar reglulega auk þess að leggja upp færi fyrir sam- herja sína. Á bara eftir að verða betri undir handleiðslu Guðjóns Þórðar- sonar. Arnór Aðalsteinsson Guðmundur Pétursson Baldur Bett Guðmundur Mete Bjarni Guðjónsson Stefán Logi Magnússon Guðjón AntoníusarsonGuðmann Þórisson Guðmundur Benediktsson Vjekoslav Svadumovic Arnar Grétarsson Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lauk á fimmtudagskvöldið. Níunda umferð hefst á morgun með tveimur leikjum: Valsmenn eiga tvo fulltrúa Valur lék gríðarlega vel gegn FH en ná einungis tveimur mönnum inn. Sterkur í loftinu guðmann Þórisson lék vel í vörninni gegn HK. Einn af mörgum arnór aðalsteinsson er hér að taka einn af mörgum sprettum sínum upp vinstri kantinn. Stormsveipur Vjekoslav Svadumovic hefur komið eins og stormsveipur inní íslenska boltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.