Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 26
Að sjálfsögðu ætlar hópur vondra kalla að koma Bandaríkjunum á kné með því að ráðast að innvið- um tölvukerfis landsins. Allt hugsað út frá nýjustu tækni og vísindum og hinn stafræni heimur dagsins í dag virðist kominn á fremsta hlunn. En það lýtur ekki allt lögmálum nútím- ans, McClane er gamaldags lögga og það þarf meira en tölvunörd til að brjóta hann á bak aftur. Bíóá- horfendur nenna tæplega meiru af „góðum könum“ gegn „vondum múslimum“ svo hér er yfirmaður hryðjuverkavarnanna arabískt útlít- andi náungi og tölvuglæpanördinn er engin hugsjónamaður, málstaður hans er persónulegur og peningar koma þar við sögu. McClane verður að sjálfsögðu líka persónulegur eins og svo oft í svona myndum. Það þarf engin að blekkja sig með að hann sé að fara á einhverja eðal mynd. Þú hefur séð þessa mynd þúsund sinnum áður með öðrum aðalleik- ara og nafni. Uppskriftin er kunn- ugleg. Vondir kallar sem fara ham- förum af snilli fyrri partinn en gera síðan bara heimskulega hluti þeg- ar líður að lokum. Vondum köllum sem finnst gaman að gera vont ekki ósvipað og í barnabókinni um Láka ljóta í Mannheimum. Spennan er engin því auðvitað er McClane ekk- ert að fara að „deyja erfiðlega“. Það þarf enginn að reyna að ljúga því að maður viti ekki hvernig fer. Sögu- þráðurinn er á borð við sæmilegan Playstation leik og í hálfu hljóði milli skothvella flæða 5 centa brandarar og gengið á dollaranum hefur sjald- an verið lægra. Áfram er síðan keyrt á formúlunni sem gerði fyrstu mynd- ina svo vinsæla og tryggði McClane samúð áhorfenda. Formúlan um alkohóliseruðu hetjuna sem skýt- ur niður þyrlu með bíl en tekst ekki að láta einkalíf sitt ganga upp. Has- arinn er svakalegur og það er gam- an að sjá plan vondu kallana í fram- kvæmd, fyrst og fremst vegna þess að tæknibrellurnar eru verulega flottar. Myndin er ekki að gefa sig út fyrir að vera neitt annað en hún er og flest- ir sem á annað borð detta á ræmuna yfirgefa bíósalinn sáttir. Þetta eru engar nautalundir kvikmyndanna en punkturinn er bara að margir vilja einmitt frekar auðtyggjanlegan og sveittan beikonborgara með sósunni sem þeir þekkja svo vel.  ErpurÞ.Eyvindarson mánudagur 2. júlí 200726 Bíó DV Náttúrverndarsamtökin Saving Iceland halda stór- tónleika á Nasa í kvöld: Íslandi bjargað á Nasa í kvöld Styrktartónleikar Saving Iceland verða haldnir á Nasa í kvöld. Saving Iceland eru samtök sem berjast gegn stóriðju á Íslandi. Undanfarin þrjú sumur hafa samtökin staðið fyrir mótmælabúðum á Kárahnjúk- um en í ár verður einnig haldin ráðstefna sem snýr að hnattrænum afleiðingum stóriðju. Ráðstefnan fer fram á Hótel Hlíð, Hótel Klíð og Hótel Ölfusi helgina 7. til 8.júlí. Á tónleikunum í kvöld koma fram 16 atriði í heildina, Múm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og fé- lagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ellen Eyþórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo, Dj Árni Sveins og nýlega bættust í hópinn rokk- sveitirnar Reykjavík! og Dimma. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og er miðaverð 2500 krónur,- og rennur allur ágóði til náttúruverndar. Miðar verða seldir við innganginn. Frjáls framlög eru einnig vel þegin. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuðnings samtök- unum Saving Iceland og verndunar náttúru Íslands. Hætta-hópurinn kemur einnig að skipulagi tónleik- ana en hann setti síðast á laggirnar styrktartónleika í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum þar sem meðal annars komu fram Björk, Damon Albarn og Dami- an Rice. Sigurður Harðarson, Siggi Pönk Einn af aðstandendum Saving Iceland samtakanna. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Nicollette Sheridan Cedric the Entertainer Lucy Liu SHREK, Fíóna, Stígvélaði kötturinn og Asninn eru mætt aftur í skemmtilegasta ævintýri allra tíma www.SAMbio.is 575 8900 álfabakka OCEAN´S 13 VIP kl. 5:30 PIRATES 3 kl. 5:30 - 9 10 ZODIAC kl. 9 16 ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 L BlIND DATINg kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 10 SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L SHREK 3 VIP kl. 8 - 10:10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 4 - 6 L OCEAN´S 13 kl. 6 - 8 - 10:30 7 DIGITal DIGITal kRINGlUNNI DIGITal DIGITal SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6:15 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8:15 - 10:20 L CODE NAME ClEANER kl. 6 - 8 - 10:10 10 OCEAN´S 13 kl. 8 - 10:30 7 PIRATES 3 kl. 5 10 kEflaVÍk akUREYRI SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 6 - 8 L BlIND DATINg kl. 8 10 ástin er blind stefnumótamynd ársins! DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 14 SHREK HINN ÞRIÐJI kl. 8 L HOSTEl 2 kl. 10 16 SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 DIE HARD 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 DIE HARD 4.0 LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.45 SHREK THE THIRD kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 SHREK HINN ÞRIÐJI (ÍSL TAL) kl. 3 - 5 - 7 FANTASTIC FOUR 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 HOSTEL 2 kl. 9 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á NÝTT Í BÍÓ! HEIMSFRUMSÝNING! DIE HARD 4.0 kl. 5.30 - 8.20 - 11 PREMONITION kl. 5.45 - 8 -10.15 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8.20 -10.30 THE HOAX kl. 5.30 - 8 28 WEEKS LATER kl. 10.30 14 18 14 12 12 16 14 12 18 14 DIE HARD 4.0 kl. 5.40 - 8 - 10.20 PREMONITION kl. 8 - 10 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 14 12 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu DIE HARD 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 PREMONITION kl. 5.45 - 8 -10.15 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8 - 10 HOSTEL 2 kl. 8 - 10 THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 Martröð eða raunveruleiki? JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞORIR ÞÚ AÐ MÆTA? YIPPEE KI YAY DIE HARD 4.0 kl. 4.30, 7.30 og 10-POWER 14 SHREK 3 enskt tal kl. 4, 6, 8 og 10 L SHREK 3 íslenskt tal kl. 4, 6 og 8 L FANTASTIC FOUR 2 kl. 10 L www.laugarasbio.is - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 Bíódómur Die HarD 4.0 Stórundarlegvíkingamynd semfærmannþótilað brosaviðogvið. Leikstjóri: Len Wiseman Aðalhlutverk: Bruce Willis, Justin Long, Niðurstaða: HHHHH Maggie Q, Timothy Olyphant, Mary Elizabeth Winstead og Jonathan Sadowski BEIKONBORGARI Í KVIKMYNDAFORMI Með extra miklu beikoni Verulega flottar tæknibrellur segir Erpur Eyvindarsson. Die Hard Willis tekst að sprengja þyrlu með bíl, en tekst ekki að láta einkalíf sitt ganga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.