Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 12
mánudagur 2. júlí 200712 Sport DV
HÁTÍÐ Í BORG
Mix mótið í götukörfubolta fór fram í blíðskaparveðri við Miklatún í
gær. 36 lið skráðu sig til leiks og þurfti að spila 98 leiki til að krýna
sigurvegara. „Stefnum að því að gera þetta stærra með hverju ár-
inu,“ segir Sverrir Bergman einn af skipuleggjendum mótsins.
Mótið hófst upp úr klukkan 11 í gær-
morgun og voru 36 lið sem mættu
til leiks. Veðrið lék við keppend-
ur framan af deginum og þeir sem
voru lengst voru orðnir rauðir í and-
litum, enda búnir að sleikja sólina í
níu klukkutíma. Tilþrifin sem sáust
á körfuboltavöllunum á Miklatúni
voru ósvikin og baráttan var til fyr-
irmyndar. Mótið var haldið í fyrsta
sinn í fyrra og tókst með miklum
ágætum en nú kom KKÍ, Ölgerð Egils
Skallagrímssonar og útvarpsstöðin
X-ið 977 að mótinu og var það stærra
í sniðum fyrir vikið. Lið frá Reykja-
vík, Njarðvík, Keflavík og Hólma-
vík. Sverrir Bergman, einn skipu-
leggjandi mótsins segir að þátttakan
hafi farið fram úr björtustu vonum.
„Við vorum svo heppnir með veður.
Það skiptir alveg megin máli, það er
aldrei búið að vera hvasst. Smá rign-
ingadropar en það er allt í lagi. Björt-
ustu vonir eru samt 200 liða mót sem
fyrst. Það verður að vekja risann. Það
er loksins smá aðdráttarafl, kannski
af því að eitthvað annað en Suður-
nesja lið vann körfuna hér heima.
Svo eru komnar nýjar hetjur inn í
NBA boltann.
Það eru búnar að vera nokkrar
gamlar hetjur hérna, við bönnuðum
reyndar úrvalsdeildarleikmenn. Það
er kjánalegt að vera úrvalsdeildar-
leikmaður og mæta á svona mót.
Stefnan er að hafa svona mót aft-
ur í ágúst. Við ætlum að reyna að ná
tveimur svona mótum í sumar. Svo
þrisvar næst og svo höldum við alls-
herjar götukörfuboltamót í sumar
á Sauðárkróki. Þar er mekka körfu-
boltans,“ sagði hress og kátur, tölvu-
leikjagúruið, Sverrir Bergman.
Benedikt BóaS hinRikSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is