Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 9
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 7 landlækni vandaðar ársskýrslur. Skýrsla úr 12. læknishéraði, skersigúrvegna íjö 1 breytni sjúkdóms- greininga [18]. 01. læknishérað 1890 (dr. J.Jónassen): Conjunc- tivitis 4, corpora aliena oculi 5. 03. læknishérað (Björn Blöndal): Amblyopia 1, conjunctivitis 13. 12. læknishérað (Asgeir Blöndal): Blepharitis acuta 6, conjunctivitis 40, corp. al. oculi 4, keratitis 8, kerato-conjunctivitis 3. I ársskýrslu sinni til heilbrigðisyfirvaldanna í Kaupmannahöfn 1893, segidr. Jónassen landlæknir [18]: „Conjunctivitis og kerato-conjunctivitis omtales af alle Lcegerne. Conjunctivitis foraarsages meget almindeligt derved, at der findes ingen Skorsten í Kjökkenet, men Rögen (Törverögj fylder hele det Rum, hvor Maden tillaves og söger saa smaat opfor at komme udgjennem en Aabning i Taget, naar Paagjeldende nödsages til at opholde sig lœngere Tid af Dagen i et saadant af Törverög opfyldl Rum er det forstaaeligt at conjunc- tivitis maa vœre en scerdeles almindelig sygdom i Landet Það var fleirum en eldabuskunum í hlóðaeld- húsunum, sem súrnaði sjáldur í augum. Naprir vindar og jöklaryk áttu líka sinn þátt í svipuðum augnameinum. Arið 1895 segir Þorgrímur læknir Þórðarson í Hornafjarðarhéraði í ársskýrslu sinni til landlæknis, en hann sat að Borgum í Nesjum [ 18]: „I Austur-Skaftafellssýslu, einkum í Hornafirði er conjunclivitis mjög almennur á hverju vori, þegarþurrkar eru. Orsök þessa sjúkdóms er að mínu áliti hið mikla jöklaryk, sem he'r er á vorin, þegar jökulvötnin eru þurr og norðanvindar eru. Er þá oftast svo mikið jökulryk að varla se'st milli bceja. Þetta ryk er svo smágjört að þaðfer inn um öll hús. Nef og eyrufyllast á þeim, sem úti þurfa að vera“. Arið 1895 leituðu til Þorgríms læknis 25 með augnangur og 10 með glærusár (ulcus corneae) [18]. Arið 1812 fékk Jón Jónsson, prestur á Grenjaðar- stöðum leyfi til að stunda lækningar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum gegn því skilyrði, að hann héldi dagbækur yfir lækningar sínar og sendi landlækni árlega útdrátt úr þeim [2]. Eru þessar skýrslur og dagbækur enn til [44]. Sjúklingar hans með augnsjúkdóma eru flestir með sjúkdómsgreininguna ophthalmia (augnbólga) og er meðferðin venjulega sú sama, augndropar, sem innihalda kvikasilfur- samband (hydrargyrum bichloratum, sublimat), og hann nefnir aqua ophthalmica. Allmargir sjúkl- ingar með augnsjúkdóma leituðu til sr. Jóns, lýsti hann einkennum margra þeirra, en kunni ekki nöfn á þeim, sem von var. Verður hér aðeins greint frá einni sjúkralýsingu frá því í maímánuði 1821: „María Benediktsdóttir á Upþsölum (með nýlilfallandi þraut í augunum (ophthalmia) með verk miklum einkanlega vinstra megin á hvört farið er að koma lítill skýhnoðri. Ordineraði Aqua ophthalmica. Láta drjúpa í augað 5-6 sinnum daglega “. Flestir augnsjúklingar hans virðast hafa haft langvarandi augnangur með auknu tárarennsli og hvarmabólgu. Fyrstu augnskurðir Verður nú sagt frá þeim augnaðgerðum, sem greinarhöfundur veit um, að framkvæmdar voru hér á landi áður en fyrsti augnlæknirinn tók til starfa. Skráðar heimildir eru fyrir því að Bjarni Pálsson, landlæknir hafi gert augnaðgerð í Noregi árið 1750 [6]. Svo segir í ævisögu Bjarna eftir Svein Pálsson tengdason hans: „Sama aplan lenlu þeir í Kleven við Mandal og voru þar til ens 27da, komst Bjarni í kynni við marga og he'll sjaldan kyrru fyrir, ópereraði augu á qvenmanni ogfleira slíkt “. Er því sá möguleiki fyrir hendi, að Bjarni hafi einnig gert augnskurði hér heima, en skráðar heimildir hafa þó ekki fundizt um það. I nefndri ævisögu er ekki minnzt á, að hann hafi gert slíkar aðgerðir,er hann var landlæknir. Telur Sveinn allmargar aðgerðir er Bjarni gerði, en vitað er að allar þær aðgerðir, er hann framkvæmdi hérlendis eru ekki tíundaðar. Hyggur prófessor Jón Steffensen í grein sinni um læknanám Bjarna, að fyrrnefnda augnaðgerð „megi rekja frá Heuermann, því einmitt á því sviði var hann brautryðjandi í Danmörku og langt á undan sinni samtíð“ [46]. Georg Heucrmann (d. 1768) var lærifaðir Bjarna í skurðlækningum. Í skrá yfir læknisáhöld Bjarna við úttekt á búi hans að honum látnum eru m.a. skráð augnskurðar- áhöld [47]. Eru þau þessi: Augnsparri (speculum oculi) og þrír augnskurðarhnífar af mismunandi gerð (klein,-grosz, og krummen ophthalmiske inscisions messern). Eru þetta samskonar verkfæri og notuð voru til dreraðgerða á þeim tímum (coaching). Er því ekki ósennilegt að Bjarni hafi gert slíkan skurð á hinni norsku konu, því aðrar augnaðgerðir á þeim tíma munu vart hafa verið frásagnarverðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.