Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 23
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 21
Sýnishorn úr sjúkradagbókum fíjörns Ólafssonar augnlœknis frá 1902
sem var þá algeng bæði hér á landi og í
nágrannalöndum, en þekkist nú vart eða ekki.
Einnig munu þessir kvillar hafa verið fylgifiskar
hörgulsjúkdóma og skorts á almennri mótstöðu hjá
þjóð, sem leið af næringarskorti og bjó í lélegum og
köldum húsakynnum og átti vart skjólflíkur eða
vatnshelda skó.
Björn skráir allmarga sjúklinga með fylgikvilla
kirtlaveiki í augum (keratitis og conjunctivitis
phlyctenularis, augnbóluangur), en þó tiltölulega
færri en Guðmundur Hannesson á Akureyri.
Börn og unglingar þjáðust oft mánuðum eða
árum saman af þessum ömurlega kvilla og þurftu að
hafast við í hálfrökkri, því þau þoldu enga birtu.
Margir báru ævilöng örkuml af þessum augn-
meinum, því stundum kom fyrir að vagl kom á
glæru eða bólgan hljóp inn í augað og hafði
sjóndepru í för með sér. Algengt var að herpingur
kom í augnalok með stöðugu tárarennsli. Er
greinargóð lýsing á einkennum og meðferð augn-
bóluangurs í Læknablaði Guðm. Hannessonar [30].
Einn alvarlegasti bólgusjúkdómur í augum var
skriðsæri á glæru (ulcus corneae serpens) og
fylgikvilli þess, gröftur í framhólfi augans (hypo-
pyonkeratitis) og holbekkt sár á glæru með
innklemmdri lithimnu. Leiddi þetta oft til verulegs
sjóntaps eða blindu, þar eða sjúklingarnir fengu
oftast litubólgu, drer, vagl á glæru og stundum
glærugúlp (staphyloma corneae). Oft lyktaði þessu
með fylgigláku (glaucoma secundarium), er blind-
aði augað og stundum þurfti að ncma það brott
vegna verkja. Að hægfara gláku undanskilinni voru
skriðsár á glæru sá sjúkdómur, sem stakk augun úr
höíði fleiri íslendinga en nokkur annar augnkvilli.
Sem betur fer er þessi sjúkdómur nú sjaldgæfur, eða
kemst sjaldan á hátt stig, því lækning er nú ekki
torveld, ef nógu snemma er tekið í taumana. Öðru
máli var að gegna á dögum Bjöms. Lækning var
erfiðleikum bundin, en Birni lánaðist oft að lækna
þennan sjúkdóm, ýmist með lyfjum, brennslu eða
skurðaðgerð.
Hinn 23. janúar 1899 leitaði 30 ára vinnumaður
úr Ölfusi til Björns. Sjúkdómsgreiningin var
hypopyonkeratitis OD. Hafði sjúkdómurinn byrjað
fyrir 4 vikum. Kringlótt sár var á miðri glæru,
rúmlega 2 mm að þvermáli. Hypopyon, er nær yfir
hálft framhólf. Gerð var paracentesis corneae þvert
yfir sárið og ögn út fyrir það báðum megin.
Paracentesissárið var opnað þrjá næstu daga vegna
hypopyon. Atropin og jodoform var gefið daglega
og sjúklingur útskrifaðist og fór til síns heima eftir 3
vikur á góðum batavegi.