Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 24
22 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Sjúkdómar í táragöngum voru algengir og erfiðir viðureignar. A námsárum Björns þekktist ekki að nema burt tárapoka eða gera göng frá honum inn í neihol. Oft þurfti hvað eftir annað að fara með kanna niður táragöngin og halda þeim opnum og skola með svonefndri Annelssprautu, einkum ef um tárapokaígerð var að ræða. Einnig voru tárasmug- urnar skornar upp (11.01.94,03.02.04, 10.03.04, 11. 01.09.). Með þessum aðferðum fengu sjúklingar oft mikinn bata, sumir fullan og mörgum mun Björn hafa forðað frá skriðsæri á glæru með þessum lækningum, því gröftur í tárapoka var ein aðalorsök þess (sjá 25.05.99, 29.08.99, 17.05.96, 12.10.04 07.05.96). Ymsir fleiri augnsjúkdómar herjuðu landslýðinn um síðustu aldamót, sem nú á tímum eru mjög fátíðir eða þá þekkjast alls ekki og verða nú tilfærðir nokkrir slíkir úr dagbókum Björns. Þau ár er Björn starfaði í Reykjavík greindi hann nokkrum sinnum lekandabólgu í augum ungbarna (ophthalmoblenorrhoea neonatorum). Ýmsir kynnu að efast um, aðsú sjúkdómsgreining sé rétt. Er það óþarfi. Björn átti smásjá eins og fram kemur í sjúkrasögum hans og sá hann lekanda- sýklana í graftarútferðinni, sbr. 3. sögu. Albert Neisser (1855-1916) varð fyrstur til að finna þessa sýkla í greftri úr augum, 1879 [34]. Sýna þessar smásjárrannsóknir Björns hversu mikill vísinda- maður hann var og fylgdist vel með nýjungum í grein sinni. Bera sjúkdómsgreiningar hans vott um mikinn lærdóm og að hann var með afbrigðum glöggur á sjúkdóma. Eins og allir góðir læknar læ'rir hann af reynslunni. Er áberandi hve greiningar hans eru gleggri síðustu árin en þegar hann byrjaði starfsferil sinn á Akranesi. Lúsin hefur löngum fylgt Islendingum og til tilbreytingar tók hún sér stundum bólfestu í augnahárum, bæði flatlús og höfuðlús. Greinir Björn nokkrum sinnum frá þessum kvilla [04.04.97, 19.08.03]. Hefur höfundur einu sinni séð flatlús í augnahárum og eru slík tilfelli það sjaldgæf nú á dögum erlendis, að um þau er ritað í fagtímarit, þegar þeu finnast. Holdsveiki herjaði á augu Islendinga á dögum Björns og blindaði marga. Sama ár og Björn sezt að í Reykjavík ferðast dr. Edvard Ehlers um hér á landi til að kanna útbreiðslu holdsveikinnar og gera tillögur um varnir gegn henni og meðferð holdsveikissjúklinga [31]. Taldi hann brýna nauðsyn bera til að koma upp sérstökum spítala fyrir holdsveikt fólk. Dr. Ehlers rannsakaði sjálfur 120 sjúklinga, en auk þess fékk hann vitneskju um 21 sjúkling frá öðrum læknum. Áætlaði hann að tala holdsveikra á íslandiværiekki undir 200 manns. Réði hann það al því að veikin var orðin mjög mögnuð í flestum þeim, sem hann skoðaði. Var álitið að boldsveiki væri þrefalt tíðari sjúkdómur á íslandi en í öðrum nálægum löndum. Dr Ehlers lýsti ástandinu á íslandi í ræðu og riti, er hann kom aftur til Danmerkur. Var hann berorður um það, er honum þótti ábótavant í fari íslendinga og var einkum tíðrætt um óþrilnað þeina, illt matar- ræði, léleg og heilsuspillandi húsakynni. Ekki er örgrannt að landsmenn hneyksluðust á lýsingu doktorsins á íslendingum, sérstaklega á óþrifnaði alþýðu eins og sjá má í greinum í ísafold á þessum tíma. Glöggt er gests augaðogmun dr. Ehlerssennilega hafa verið hlutlaus í mati sínu á heilbrigðisháttum okkar. Árangurinn af starfi dr. Ehlers varð sá, að holdsveikraspítalinn að Laugarnesi var byggður. Létu félagsmenn Oddfellowreglunnar í Dan- mörku eins og kunnugt er, reisa hann ásinn kostnað og gáfu landsmönnum. Tók spítalinn til starfa í júlí 1898 og var ætlaður 60 sjúklingum. Al' 58 sjúklingum, er lágu þar þetta sama ár, voru 9 alblindir - fimm karlar og fjórar konur - og nokkrir hállblindir af völdum holdsveiki. Áður en holdsveikraspítalinn tekur til starfa og raunar síðar leita allmargir a.m.k. 16 sjúklingar til Björns mcð fylgikvilla holdsveiki í augum. Gefa sjúkrasögur hans glögga mynd af því, hvernig augun gátu spillzt af þessum sjúkdómi. Erömurleg lýsing glærubólgu með vagli og litubólgu. Lóðaðist litan oft við augasteininn og ljósopið lokaðist og drer myndaðist. Lokastigið var oft háþrýstingur í auga og blinda [02.09.93, 09.05.94, 30.03.95, 09.06.96, 19.03.96, 13.03.96, 31.05.97, 14.12.97, 12.06.98, 25.03.00, 02.04.00, 11.05.00, 27.06.95, 02.08.07]. Stundum gat Björn veitt þessum sjúklingum nokkra hjálp, einkum með atropindropum, er drógu úr bólgunni. Skurðaðgerð beitir hann a.m.k. einu sinni til þess að bjarga 31 árs gömlum manni frá blindu vegna háþrýstings í auga. Halði sjónopið lokazt og stífla myndazt milli fram- og afturhólfs augans. Gerir Björn lituhögg, svo að eðlilegt rennsli myndast milli augnhólfanna og lækkaði augn- þrýstingurinn þar með. Sjá 4. sögu. Öðrum sjúkdómum, sem nú er búið að stemma stigu við, gátu fylgt kvillar í augum, svo sem taugaveiki og barnaveiki. Verður hér sagt frá nokkrum þeirra. Sagt er frá tveimur sjúklingum sem fengu sjóntaugarvisnun (atrophia n. optici) upp úr taugaveiki. Var annar sjúklingurinn sjö ára drengur, er Björn útvegaði vist á Blindraskólanum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.