Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 38
36 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA
ímyndudu sér. Það höfðu verið leknar úr honum tennur
fyrir skömmu og þvífylgt mikill blóðmissir, sem haldið
er, að hann muni ekki hafa þo!að“ [9].
Björn Olafsson kvæntist Sigrúnu Isleifsdóttur,
prests Gíslasonar, er síðast var í Arnarbæli, 19. maí
1904 [7]. Bjuggu þau í Tjarnargötu 18, er Björn
byggði. Þar halði hann og lækningastofu sína.
Tvær dætur áttu þau barna: Karitas Sigurlaugu
f. 1906, er átti Jens Andersen gósseiganda og
kaupmann í Nyköbing á Falstri og Ingibjörgu er dó
aðeins 11 ára gömul.
Ekkja Björns giftist síðar Þorleifi H. Bjarnasyni,
yfirkennara við Menntaskólann. Hún andaðist
1959.
— 0 —
Björns Ólafssonar verður lengi minnzt sem fyrsta
augnlæknis á Islandi. Hann er í hópi þeirra lækna,
er urðu brautryðjendur á sviði nútíma læknisfræði
hér á landi um siðustu aldamót. Við frumstæðar
aðstæður haslar hann sér völl sem sérfræðingur hér á
landi og er fyrsti íslenzki læknirinn, sem það gerir og
stundar sérgrein eingöngu. Hann er einn af íjórum
læknum, sem leggja grundvöllinn að nútíma
lækningum hér á landi. Er hann fyrstur til að setjast
að hér heima og hefur þegar gert margar meiri
háttar aðgerðir, áður en Guðmundarnir þrír komu
heim, að vísu ekki samskonar aðgerðir og þeir urðu
frægir af, en alveg sambærilegar. Hann lét íslenzkar
aðstæður ekki hneppa sig í íjötra framtaksleysis og
sljóleika, heldur bar hann merki sérgreinar sinnar
hátt og lét aldrei bugast þrátt fyrir langvarandi
vanheilsu og erfið vinnuskilyrði.