Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 20
18 — AF HAGLEIK LÆKNISHANDA •>. i UATV 4 itlCl/ / ilAjXA-veyi/IS <i OavIVöXcslvvv^ UwA&iWUU IS H 2j. SjA/ovTVQJV^ JÓÍa/ /juWft Jt/l dflÁwnA, CQjAeLXoivA ■ (\)Il/\.o-Xo»av\av» Glv-ri Í1aw1av(H-V'('V(H- N- dw(|-WvAj tA^-a-r/víXtA d/WOvwv O- _ ‘ Aaa OpUwwLOv- (Lálcf"................... (í^/VtVvv t(\/vS tdvv-0-.AVtt^ ^dltiA' v-cXvtx?_ . (tuvttJ- /WilUwwvdL - [} 0-rCÍ\ . _ ^CL-r\X'5 AvVva^v. (Kwtu^ 9 4 'L 1 \ H 1 T i i Skýrsla fíjörns Olafssonar um sjúkdóma í Akranessaukalœknisumdœmi 1892 Sjúkdómur sá, sem lýst er í sögunni og veldur örvefsmyndun í augnslímhúð, líkist trakóma. Birni dettur sú sjúkdómsgreining í hug, en er ekki viss. Þetta er í eina skiptið, sem hann minnist á þennan augnsjúkdóm, enda hefur hann fljótt komizt að raun um, að trakóma hafði ekki borizt til Islands. Björn mun hafa séð trakóma á námsárum sínum í Höfn, því sjúkdómurinn var þá landlægur í Danmörku. A augnklinik Edmund Jensens í Höfn komu t.d. 8sjúklingarmeðconjunctivitis trachoma- tosa árið 1900 og 1901 og næstu tvö árin urðu þeir 13 [22, 23]. Þremur dögum síðar gerir hann glákuaðgerð á konu frá Stokkseyri (28.07.92). Er sjúkdóms- greiningin glaucoma simplex og aðgerðin sclero- tomi (hvítuskurður). Er þetta fyrsta skráða glákuaðgerð hérlendis. Verður nánar sagt frá glákulækningum Björns síðar. Fyrstu dreraðgerðinni (Björn notar orðið „drer“ um cataracta í sjúkraskrá 12. október 1905) er lýst 29. september 1892 (Graefe’s modif. perif. lin. extr.). Sjúklingurinn fær ekki bata vegna litubólgu, sem kom í augað nokkru eftir aðgerðina. Nokkru síðar gerir Björn aðra dreraðgerð á 60 ára blindri konu frá Utskálum og þá er heppnin með. Hún fær góða sjón og fer heim tveim vikum eftir aðgerðina. Albert von Graefe, þýskur augnlæknir (1828- 1870) lýsir fyrstur þessari dreraðgerð (1865) og hannaði drerhníf, sem við hann er kenndur, er auðveldaði mjög slíkar aðgerðir [34]. Oft nær Björn góðum árangri með drerskurðum sínum, enda þótt aðstæður til slíkra aðgerða væru hinar frumstæðustu. Það eru þessar aðgerðir, sem bera hróður hins fyrsta íslenzka augnlæknis um landið. Þeir sem áður voru blindir, fá nú sýn. Björn gerir einnig drerskurði á ungu fólki. Greinir 2. saga frá slíkri aðgerð, er hann gerir haustið 1893 á 39 ára gamalli konu frá Kalastaðakoti, er hafði frá barnæsku verið sjóndöpur eða nær blind vegna meðfædds drers (cataracta congenita). Aðgerðin tókst með ágætum. Fékk hún gleraugu, sem viðáttu eftir slíka aðgerð. Er athyglisvert, að sjónskekkjugler eru notuð á þessum tíma. I pöntunarlistaBjörnsyfir gleraugu sést, að hann pantar gleraugu, sem eiga við sjón hennar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.