Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 15
r 9 i • Bjom (Jlalsson brai utryojandi á sviði augnlæl minga Ætt, uppruni og nám Björn Ólafsson var Skagfirðingur í báðar ættir. Hann fæddist að Ási í Hegranesi 11. apríl 1862. Faðir hans, Ólafur Sigurðsson var merkisbóndi, búsýslumaður mikill og tók mikinn þátt 1 félagsmálum. Varhann lengisýslunefndarmaðurog hreppstjóri Rípurhrepps. Alþingismaður Skag- firðinga var hann um tíma. Kona Ólafs í Asi og móðir Björns, augnlæknis var Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Skíðastöðum í Laxár- dal. Var hún hin mesta atgerfts- og fyrirmyndar- kona. Stundaði hún nokkuð ljósmóðurstörf og var hjálpfús við bágstadda og sjúka. Börn Ólafs og Sigurlaugar voru tíu, en upp komust fjórir synir, er allir urðu merkismenn og ein dóttir, er dó aðeins 24 ára gömul [1,2,3,]. Björn ólst upp í foreldrahúsum og stundaði algeng sveitastörf í æsku og með námi. I Lærðaskól- anum var hann íimm veturog útskrifaðist utanskóla 5. júlí 1884 með fyrstu einkunn. Næsta haust hóf hann nám í Læknaskólanum í Reykjavík, sem var stofnaður átta árum áður. Þetta sama haust fluttist Sjúkrahús Reykjavíkur í ný húsa- kynni við Þingholtsstræti en þar varskólinn til húsa. Prófi í forspjallsvísindum lauk Björn vorið 1885 við Prestaskólann. Mátti enginn ljúka fullnaðar- prófi frá Læknaskólanum, nema hann helði lokið slíku prófi áður. Gerði Læknaskólinn sömu almennu kröfur til nemenda sinna sem háskólar, enda var stúdentspróf inntökuskilyrði við skólann. Kennari Björns í heimspeki var síra Eiríkur Briem. Eru varðveitt handrit Björns affyrirlestrum um rökfræði og sögu heimspekinnar, er lesnir voru fyrir al' kennaranum veturinn 1884-85 [4]. Er Björn stundaði nám í Læknaskólanum veitti dr. Schierbeck, landlæknir skólanum forstöðu og samkennarar hans voru dr. Jónas Jónassen og Tómas Hallgrímsson. Dr. Schierbeck kenndi á þessu tímabili hand- læknisfræði, lífeðlisfræði og heilbrigðisfræði. Dr. Jónassen kenndi líífærafræði og yfirsetufræði og Tómas Hallgrímsson kenndi sjúkdómafræði, réttar- læknisfræði, grasafræði, lyflæknisfræði oglyfjafræði. Dr. Schierbeck mun hafa sýnt viðleitni að kenna læknanemum eitthvað í augnlækningum. I kennslu- skrá Læknaskólans er ,,optik“ meðal námsefnis árið 1888, en ekkert er vitað um nánari tilhögun kennslunnar, ef hún hefur þá einhver verið [5]. Ytri aðbúnaður Læknaskólans mun hafa verið í mesta máta frumstæður og var skurðstofan í Sjúkrahúsi Reykjavíkur eina kennslustofa skólans og var þar hvorki vatns-né skolpleiðsla [6]. En þrátt fyrir frumstæðan og fátæklegan búnað, sem að sjálfsögðu leiddi til lítillar verklegrar kennslu, mun bóklega fræðslan hafa verið nokkuð sambærileg við aðra læknaskóla á Norðurlöndum. Kennslubækur úreigu Björns, sem kenndar voru í Læknaskólanum eru í varðveizlu Landsbókasafns. Björn Olafsson lauk kandidatsprófi frá Lækna- skólanum 30. júní 1888 með hárri fyrstu einkunn (105 stig). Samtímis honum útskrifuðust þrír kandidatar: Halldór Torfason (d.1939), sem lluttist til Bandaríkjanna og var starfandi læknir í Boston um nokkurra ára skeið. Hann var einnig vélaverk- fræðingur og starfaði síðustu ár ævi sinnar við vélfræðistörf. Kristján Jónsson (d. 1910) fluttist sömuleiðis vestur um haf og starfaði lengst í Clinton, Iowa. Sá þriðji var Tómas Helgason (d. 1904) og lagði hann stund á háls-nef og eyrnalækningar í Berlín. Vann hann lítið að sérgrein sinni, nema sumarið 1892 og 1893-94 í Reykjavík. Var hann lengst af héraðslæknir. Hann var eins og kunnugt er faðirdr. Helga yfirlæknis [7]. Að embættisprófi loknu sigldi Björn til Hafnarog starfaði um tíma á fæðingastofnun, enda var krafizt af læknaskólamönnum að minnsta kosti missiris framhaldsnáms í sjúkrahúsum og var gert að embættisskilyrði [6]. Er Björn hafði verði tilskilinn tíma á læðinga- stofnun, var hann við nám í augnlækningum í Höfn til ársloka 1889 eða nokkuð fram yfir áramótin. L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.