Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Síða 33
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 31 Bráðaglákuköst líða oft hjá á byrjunarstigi sjúkdómsins, en blinda að lokum, er þau verða tíðari og standa lengur. Er því sennilegt að sumir þeirra sjúklinga, sem voru orðnir alblindir er Björn sá þá fyrst, hafi blindazt af bráðagláku. Hægfara gláku nefnir hann glaucoma simplex fyrstu árin, sem hann starfar, en síðar ýmist glaucoma simplex eða chronicum og stundum congestivum chronicum. I rauninni er þetta sami sjúkdómurinn á mismunandi stigi, en heitið glaucoma chronicum eða congestivum chronicum (glákubólga) var notað, ef einkenni voru meiri- háttar, svo sem regnbogasjón og roði kominn í augun og verkir, eins og stundum á sér stað við lokastig sjúkdómsins. Glákugreiningar Björns virðast áreiðanlegar, því hann greinir frá öllum helztu sjúkdómseinkennum. I sjúkradagbókum hans eru margar ýtarlegar lýsingar á gláku og er 17. saga dæmi um það. I sjúkrasögunni greinir frá helztu einkennum. Þoku-og regnbogasjón og skarpa sjónin farin að dofna. Dældin í sjóntaugarós, sem nær út að rönd sjóntaugar, er holbekkt og greint er frá dýpt hennar. Sjónvidd minnkuð, greint frá hvar sjónsvið er mest takmarkað og sagt er frá hörku augans. Sjónop víkkað og svarar illa við ljósi. Eru þetta loka- einkenni sjúkdómsins og með þeim tækjakosti er Björn haíði, var vart mögulegt að greina hann fyrr. Oft er tekið fram hvort sláttur sést í bláæðum og slagæðum og þvermál glæru er stundum tilgreint. A útmánuðum 1909 gjörbreyttist aðstaða hans til greiningar hægfara gláku, er hann fær augnþrýst- ingsmæli (Schiötz tonometer), er gerir honum fært að greina gláku áður en augljós einkenni koma í ljós. Því miður auðnaðist Bimi ekki að nota þetta nákvæma rannsóknartæki nema í nokkra mánuði. Athyglisvert er hversu Bjöm fær augnþrýstings- mæli snemma, þvi aðeins em liðin tæp íjögur ár síðan Hjalmar Schiötz (1850-1927) í Osló kynnir mæli sinn [36]. Varð hann fyrsti prófessorinn í augnsjúkdómafræði við háskólann í Osló árið 1901. Hægfara gláka getur verið og er oft alveg einkennalaus, unz hún er komin á lokastig. Sumar sjúkdómsgreiningar Björns bera þess vott, að hann hefur stundum velt því fyrir sér hvort um gláku eða sjóntaugarvisnun (atrophia n. optici) væri að ræða. Sjúklingur, er hann haíði til meðferðar árið 1896 er gott dæmi um slíkar vangaveltur. Hafði hann góða sjónskerpu á báðum augum, en útlit sjóntaugar bendir eindregið á gláku. Sjónsviðsbreytingar eru ekki finnanlegar, og er nákvæmlega að þeim gáð og sýnir þessi saga, að Björn gat gert og gerði sjónvíddarmælingar [24.03.96]. Ef regnboga-og þokusjón var ekki fyrir hendi, var sjúkdómsgreiningin stundum visnun á sjóntaug. Er sennilegt að sumt af slíkum greiningum sé hægfara gláka, en þær eru ekki margar. Erfitt er að ákveða hvort um aukinn þrýsting í auga er að ræða með áþreyfingu. I sjúkrasögu frá 25. maí 1897 er ljóst dæmi um það. Þrýstingsmunur finnst ekki í augum, en önnur einkenni gláku eru ljós. Björn er varfærinn, grunar gláku, en sjúkdómsgreiningin er sjóntaugarvisnun með spurningarmerki en til öryggis lætur hann sjúkling- inn hafa eserin. Það leið þó ekki á löngu unz augljóst var að um gláku var að ræða, því íjórum mánuðum síðar er sjúklingurinn kominn með bjúg í glæru á öðru auga og þrýstingshækkun ótvíræð. Björn veitir því athygli að hægfara gláka er arfgengur sjúkdómur og tekur stundum fram, ef ættingar hafa orðið blindir. Hann tekur eitt sinn fram, að faðir 52 ára glákusjúklings hafi verið steinblindur í 17 ár [06.07.02]. Hefur ætt þessa manns verið könnuð og er gláka tíð meðal afkomenda hans. Sagt er og frá systkinahópi með gláku, eða voru að nnssa sjón [23.05.08]. Meðfædd gláka eða barnagláka (glaucoma congenitum) er ekki skráð í bókum Björns, en ein saga gefur vissulega til kynna að um þennan sjúkdóm geti verið að ræða. Á ferðalagi um Vestfirði skoðaði hann tíu mánaða telpu [06.07.01]. Þoldi hún birtu mjög illa og grúfði sig niður. Þokuhula var yfir augum, sem gat bent á bjúg í glæru og augun virtust í stærra lagi. Björn notaði langmest eserin lyf við gláku og síðustu árin einnig pílokarpin. Verður nú greint frá glákuaðgerðum Björns, sjá 5. töflu. Fyrstu árin gerir hann hvítuskurð (sclerotomia) á glákusjúklingum sínum, en hættir þeirri aðferð 1896, enda hefur hann fljótt séð, að sú aðgerð bar ekki árangur til lengdar. Árið 1894 byrjar hann að gera lituhögg (iridectomia) og beitir þeirri aðferð unz hann kemst upp á lag með litustag (iridencleisis) snemma árs 1909 og hættir þá algjörlega við lituhöggið. Hugmyndin um skurðaðgerð við gláku kemur ekki fram, fyrr en að William MacKenzie og Middlemore gera árið 1835 ástungu á hvítu, til þess að lækka háþrýsting í auga [34]. Höfðu menn þá nýlega gert sér ljóst að hár þrýstingur er aðaleinkenni gláku.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.