Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 34
32 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Árið 1857 verða þáttaskil í meðferð gláku, er Albrecht von Graefe kemur með nýja aðferð, lituhögg, sem enn í dag er lækning við bráðagláku. Var lituhöggið notað við allar tegundir gláku, unz veitu-aðgerðir fóru að ryðja sér til rúms í byrjun þessarar aldar. Það kom fljótt í ljós að lituhögg reyndist ekki haldgott við hægfara gláku. Um 1870 kynnti Louis de Wecker (1832-1906) hvítuskurðinn (sclerotomia anterior), sem átti að auka frárennsli augnvökvans. Aðgerðin var fólgin í því að skorið var rétt aftan við mót glæru og hvítu inn í framhólf augans og aftur út á mótsettum stað eins og við dreraðgerð. Skurðurinn var síðan stækkaður en ekki skorið út að ofan. Var ætlunin að veita myndaðist úr framhólfinu. Skeði það stundum, en oftar myndaðist örvefur og rásin stíllaðist. Y msar slíkar aðgerðir voru reyndar, en komu ekki að gagni. Veituskurði með lituhönk (iridencleisis) var lýst af Norðmanninum Sören Holth árið 1907 [34]. Með þessari aðferð rennur upp ný öld á sviði glákuskurðlækninga, því þá var í fyrsta sinn fundinn haldgóður veituskurður við hægfara gláku og enn er notaður, en öruggari aðferðir hafa þó fundizt síðan. Johan Borthen í Bergen lýsir fyrstur litutogi (iridotasis) árið 1910. Er hún fólgin í því að draga lituna undir augnslímhúðina án þess að klippa. Ymsir veituskurðir fundust um svipað leyti. Robert Elliot lýsti fyrstur hvítuboruninni, sem við hann er kennd, árið 1909 (trepanatio corneo-scleralis). Leopold Heine gerði fyrstur fellingabaugslos (cydodialysis) árið 1905 og um svipað leyti gerði Felix Lagrange gluggskurð í hvítu, sem við hann er kenndur [34]. Fyrstu glákuaðgerð sína í Reykjavík gerir Björn 15. janúar 1894 á 68 ára sýslumanni afNorðurlandi og var það hvítuskurður. Sumir af þessum hvítuskurðum Björns munu hafa borið árangur og getur hann þess nokkrum sinnum að fistill hafi myndazt eða bjúgur yfirörinu. Oftast varð sú raunin á, að ekkert frárennsli myndaðist við þessa aðgerð og augað blindaðist. Við lituhögg gat einnig myndazt fistill. Á einum stað segir (24. júlí 1903) „subconjunctival fistill er í scleralskurðinum eftir Iridectomiuna, sem gerð var 16. júlí 1901“. Ein sagan [ 17.06.09],greinir frá því að árið 1906 hafi verið gert lituhögg á báðum augum. Þremur árum síðar, er Björn sér sjúklinginn aftur, hefur fistill myndazt á öðru auganu og hafði sjónin haldizt óbreytt á því auga enda þrýstingur á því eðlilegur, en sjón á hinu haíði versnað og þrýstingur á því mjög hár. Var augnþrýstingur mældur með augnþrýstingsmæli. Einnig segir frá því, að lituhögg gat komið að notum við hægfara gláku, þótt fremur væri það sjaldgæft. Þriðji marz árið 1909 markar tímamót í sögu augnlækninga á Islandi, því þennan daggerir Björn nýja glákuaðgerð - lituhönk (iridencleisis a.m. Holth) á 61 árs gamalli konu úr Borgarfirði. Ekki er vitað hvar hann gerir þessa aðgerð, því konan er hvorki lögð inn á St. Jósefsspítalann né Franska spítalann. Þctta er fyrsta raunhæfa aðgerðin við hægfara gláku, sem gerð er hér á landi og á eftir að gjörbreyta horfum glákusjúklinga. Fyrir þann tíma voru ílestir, sem fengu þennan sjúkdóm dæmdir fyrreða síðartil að sitja í myrkri, það sem eftir var ævinnar. Með tilkomu veituskurðanna var mjög oft hægt að draga úr eða jafnvel stöðva þróun sjúkdómsins og þá einkum, ef hann fannst áður en veruleg skemmd var komin í augun. Svo heppilega vill til, að um svipað leyti og Björn fer að beita þessari nýju aðferð, fær hann augnþrýstingsmælinn sem áður getur. Getur hann því greint hægfara gláku á byrjunar- stigum sjúkdómsins og tekið sjúklinga til meðferðar, áður en augljós einkenni koma í ljós. Fyrsta skráða augnþrýstingsmælingin er gerð á síðastnefndum sjúklingi 18. marz 1909. Glákusjúklingum Björns fjölgar nú óðum (sjá 6. töflu), er greiningin verður auðveldari og gfákuað- gerðum hans stórfjölgar, og þá fáu mánuði, sem hann á eftir gerir hann a.m.k. 32 veituskurði. Hann sér fljótt að hér er um aðgerð að ræða, sem gefur glákusjúklingum fyrirheit um bjartari framtíð. Holth’s aðferðinni er lýst í 18. sögu. Tekiðerfram að tiu dögum eftir aðgerðina er kominn „stór ödemkúfur yfir örinu“. Þann 14. sept. 1909 greinir frá nýrri glákuaðgerð, sem kennd er við Borthen í Bergen. Eins og áður segir lýsti Borthen aðferð sinni um svipað leyti og Björn gerir hana hér. Þetta er síðasta aðgerð Björns, en hún er gerð á Landakotsspítala 21. september 1909. Af þeim 439 einstaklingum með gláku, sem leita Björns á því tímabli, sem bækur hans ná yfir, gerir hann glákuaðgerðir á 108 einstaklingum, 80 körlum og 28 konum, sjá 5. töflu. Auk þess tekur hann spillt augu vegna gláku- blindu hjá 5 körlum og 2 konum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.