Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Page 10
8 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Fyrstu skráðu augnaðgerðir hér á landi eru gerðar af þýzkum lækni og náttúruskoðara Friedreich Thienemann að nafni [48]. Hann ferðaðist hér á landi á árunum 1820-1821. Er hann hélt um skeið kyrru fyrir á Akureyri leitaði til hans 32 ára karlmaður, er hafði verið nær blindur um tíu ára skeið. Var hann sex barna faðir og þekkti þau sundur af áþreyfingu, er hér var komið sögu. Læknirinn, sem raunar var ekki augnlæknir, gerir á honum drerskurð með þeim árangri að hann verður sjáandi á báðum augum (30. apríl 1821). Gerir hann dreraðgerðir á þrem öðrum sjúklingum. Tvær þeirra bera engan árangur, en þriðji sjúklingurinn fékk nokkra bót. Frásögn um þessa skurði er í ferðabók Thienemanns og hefur dr. Vilmundur Jónsson, sagt frá þessum lækningum í bók sinni Lækningar og Saga [6]. Sagan er ótrúleg, en gæti verið sönn. Hún er ekki í annála færð hér á landi og má það heita merkilegt. Á þessum tíma þekktist að stinga eggjárni í auga og þrýsta augasteininum frá ljósopinu (coaching). Er þessi aðferð ennþá notuð í Indlandi af ólæknis- fróðum mönnum. 1 Evrópu voru slíkardreraðgerðir lengi fram eftir öldum einkum í höndum ólærðra manna, er studdust við reynslu sína og alþýðlegar venjur. Voru dreraðgerðir stundaðar sem handverk og voru fjölskylduleyndarmál. Einnig var þessi aðgerð í höndum skottulækna, er flökkuðu um og framkvæmdu aðgerðir sínar á markaðstorgum. Finnst mér sennilegt að Thienemann hafi beitt þessari aðferð, því aðeins þarf eitt hvasst eggjárn og -árangur kemur strax í ljós, enda komst hann ekki hjá því að gera þremur drersjúklingum sömu skil, þegar daginn eftir fyrstu aðgerðina. Næsta augnaðgerð, sem vitað er um, gerir danskur héraðslæknir í Stykkishólmi, Georg Victor að nafni. Tók hann sjúkt auga úr manni árið 1840 [6]. I rr'.i sínu Lækningar og saga telur Vilmundur Jónsson efalitið aðdr. Jón Hjaltalín geri fyrsturallra hérlendra lækna meiri háttar skurðaðgerð á augum [6]. Þarsegirað árið 1859hafihann tekiðspillt auga úr 14 ára dreng og fjórum árum síðar geri hann við skjálg, sem hafi þóekki boriðárangur til frambúðar, enda aðeins gerður sinaskurður. Arið 1865 gerir Hjaltalín sennilega fyrstur allra íslenzkra lækna handlæknisaðgerð í svælingu. Gerir hann því þessar aðgerðir fyrir þann tíma og löngu áður en staðdeyfing þekktist. Dreraðgerð gerir hann árið 1866 með árangri. Er vart möguleiki að hann hafi gert hana nema í svæfingu. Eru þá taldar augnaðgerðir hans, sem vitað er um. Dr. Hjaltalín átti vandað rit um augnsjúkdóma eftir J. Wells, augnlækni í Lundúnum (prentað 1873). Bók þessa gaf hann síðarTómasi Hallgríms- syni, læknaskólakennara, en síðar komst hún í eigu Björns Olafssonar. Þetta gefur vissulega til kynna að Hjaltalín hefur haft áhuga á augnlækningum, enda ræðst hann í aðgerðir á augum við hin frumstæðustu skilyrði og ef til vill hefur hann kennt eitthv'að í þessum fræðum. Einn nemandi hans, Hjörtur Jónsson, héraðslæknir í Stykkishólmi átti til dæmis kennslubók í augnsjúkdómum eftir dr. Schauen- burg í Bonn. Eignaðist Hjörtur þessa bók árið 1865 sama árið og hann útskrifaðist hjá dr. Hjaltalín. 1 skýrslum Sjúkrahúss Reykjavíkur 1866-1903 segir frá nokkrum augnsjúklingum, en aðgerðir á auga teljast til undantekninga. Scnnilega kemur ekki allt til skila, því að skýrslugerð var þar ýmist algjörlega vanrækt eða þá mjög í molum. Dr. Jónassen var sjúkrahússlæknir frá 1868-1895. I (sjúkrahúss) skýrslu hans fyrir spítalaárið 6. október 1868 til jafnlengdar næsta ár segir, aðaf73 sjúklingum, sem lágu á sjúkrahúsinu á þessu tímabili, hafi þrír þeirra haft augnveiki, en ekki er nánar getið um sjúkdómsgreiningu [6]. Næsta spítalaár liggja 62 sjúklingar, þar af einn með augnveiki - amaurosis. Dr. Jónassen gerir á honum aðgerð og segir í skýrslu sinni: “Iridectomia. Pt. var en 37 aarig Mand med fuldstœndig Blindhed af begge Ojne, det ene aldeles atrophiskt, det andet med en belydel. Synechi af Iris og Cornea. Operationen förte ikke til nogen Forbedring af Synet“ [49]. Eftir sögunni að dæma var ekki hægt að búast við því að sjúklingurinn fengi sjón á augað. Vera kann að aðgerðin hafi verið gerð í þeim tilgangi að lækka háan augnþrýsting sem fylgir oft langvarandi litu- og æðubólgu og getur valdið verkjum. Telur Vilmundur Jónsson þessa einstæðu augnaðgerð dr. Jónassens efiaust í fyrsta skipti gerða hér á landi [6]. Arið 1872-73 er einn sjúklingur lagður inn með augnbólgu (keratoconjunctivitis), en þetta spítalaár lágu aðeins 30 sjúklingar á sjúkrahúsinu. Næsta ár var annar sjúklingur lagður inn með glærubólgu (keratitis). Arið 1876 segir frá þremur sjúklingum með ,,ophthalmia“, en ekki er gerð nánari grein fyrir þeim kvilla og árið 1878 er einn sjúklingur á spítalanum með glærubólgu af völdum slyss (keratitis traumatica). Sjúkrahússkýrslur næstu ára hafa ekki fundizt, svo að ekki er vitað um þá sjúklinga, sem kynnu að hafa legið á spítalanum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.