Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Side 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Side 35
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 33 Oft fær Björn ekki leyfi til að gera aðgerð. Hann ráðleggur aðgerðir á augnlækningaferðalögum sínum, en fæstir komu til aðgerðar. Aðgerðir voru oft ekki gerðar, fyrr en sjúklingar voru nær blindir eða orðnir alblindir á öðru auga og árangur af þeim sökum ekki góður. Örfáir leituðu augnlæknishjálpar til Danmerkur, en árangurinn varð ekki betri en hjá Birni, þótt út fyrir landsteinana væri leitað. Þann 23. maí 1899 er sagt frá sjúklingi, er leitað halði til Hansen-Grut, læriföðurBjörnsogárið 1909 er sagt frá manni, er Bjerrum hafði gert á lituhögg árið 1904, en augað blindazt, þrátt fyrir aðgerðina. Þann 19. júlí 1897 getur Björn, aldrei þessu vant, hvar hann gerir aðgerð. Segir svo í sjúkrasögu: ,,Þegar ég kom daginn eftir lil aó operera Pt. var hann allur á burt og „kvaðst sonur hans eigi hafa treist sjer til að láta hann ekki ná í brennivín, meðan hann lœgi“ Sjúklingurinn kom þó til bæjarins nokkrum mánuðum seinna ogvar þá gerðá honum aðgerð. 19. saga er gott dæmi um það, hvað Björn var nákvæmur í sjúkdómslýsingum sínum og lagði sig í líma við að bjarga sjón sjúklinga sinna. I 6. töflu er greint frá hversu margir glákusjúk- lingar leita til Björns árlega á því tímabili, sem sjúkraskrár hans ná til. Eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, 326 á móti 113 konum eða 74,3 af hundraði karlar og 25,7 af hundraði konur. Sýnir þetta enn einu sinni hve gláka hér á landi leggst þyngra á karla en konur; leiða síðari tíma rannsóknir til sömu niðurstöðu [21, 37]. I 7. töflu er aldursflokkaskipting glákusjúklinga Björns eftir kynjum. Er rúmlega íjórðungur sjúklinganna undir sextugsaldri, en flestir á aldrinum 60-69 ára eða tæplega helmingur. I 8. töflu er sýnt á hvaða stigi glákusjúkdómurinn var er hann fannst. Er sjúklingum skipt í fjóra flokka. Er flokkað eftir því, hvað sjúkdómurinn er kominn langt áleiðis, eins og skýrt er frá í töflunni. Af 439 glákusjúklingum eru 58 alblindir á báðum augum, er þeir leita til Björns eða 13,2 af hundraði, og er hlutfallið svipað meðal karla og kvenna. Auk hinna alblindu voru 112 starfsblindir. Flestir glákusjúklinganna eru komnir með sjúkdóminn á lokastig, er hann finnst. Er því skiljanlegt að árangur af glákumeðferð á þeim tíma hefur verið lítill og blindutíðni mikil. í 9. töflu er skipting glákusjúklinga Björns eftir búsetu. Flestir eru sjúklirigarnir úr þeim héruðum, sem áttu auðveldast með að ná til augnlæknis, bæði til Reykjavíkur og í nágrenni þeirra hafna er strandferðaskipin höíðu viðkomu, er Björn var á augnlækningaferðalögum. Er glákuættir hér á landi verða kannaðar munu glákugreiningar Björns verða ómetanlegar. Eru þær öruggar heimildir um glákusjúkt fólk um og eftir aldamótin síðustu. I fórum Björns eru blindraskýrslur, sem hann hefur unnið úr blindraskráningu presta. Eru 10. og 11. töflur unnar úr þessum skýrslum og blindra- tölum allsherjarmanntala. Um aldamótin síðustu var blinduhugtakið mun þrengra en það er nú. I tölu blindra komust þeir einir, er voru alblindir eða gátu aðeins greint mun dags og nætur [37]. Mun Björn fijótt hafa séð að glákublindan var langtíðasta blinduorsökin og að flestir, sem hann greindi með gláku, voru dæmdir til blindu fyrr eða síðar. Hefur áður verið ritað um blindu og orsakir hennar á þessu tímabili [21]. I 12. töfiu eru allgóðar upplýsingar um dreifingu blindra á starfsæfi Björns þó að ekki séu allir tíundaðir, sem blindir voru. Lauslega áætlað munu a.m.k. 80 af hundraði hinna blindu hafa misst sjónina af völdum gláku. Augnlækningaferðalög Eins og áður segir var skilyrði fyrir styrk þeim, er Björn hlaut til að geta sezt að í Reykjavík og lagt stund á augnlækningar, að hann færi í augn- lækningaferðalög um landið á sumrin. Er skrá yfir þessi ferðalög í 13. töfiu. Fyrstu ferð sína fer hann í maíbyrjun 1896 til Stykkishólms og Vestfjarða og sér hann 95 sjúklinga í þeirri ferð, þar af 9 glákusjúklinga og eru fimm þeirra alblindir. Sama sumarið fer hann og til Austfjarðahafna og Akureyrar. Fer hann síðan á hverju sumri í augnlækninga- lerð, nema árið 1906. Vorið 1909 fór hann til Akureyrar og leituðu 287 sjúklingar til hans í þeirri ferð, þar af 31 glákusjúklingur og var þetta síðasta ferð hans. Björn fór ætíð með strandferðaskipum og dvaldist stundum nokkra daga eða vikur á sama stað, svo sem á Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri ogSeyðisfirði. Um Suðurlandsundirlendið og Skaftafellssýslur ferðaðist hann ekki. Eins og 13. tafia ber með sér fór hann í fimmtán augnlækningaferðalög og skoðaði samtals 2522 sjúklinga í þessum ferðum. Er það um íjórðungur allra sjúklinga hans á því tímabili, sem hann fer í ferðalögin.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.