Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 36
34 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Á þessum ferðalögum finnur hann 175 nýja glákusjúklinga. Eru þeir um sjö af hundraði allra þeirra sjúklinga, sem til hans leituðu á ferða- lögunum. Eins og fram hefur komið gerir Björn augnskurði á ferðalögunum, enda vanur að gera aðgerðir við frumstæð skilyrði. Almennar skurðlækningar stundaði Björn ekki, en hann aðstoðaði Guðmund Magnússon, docent við aðgerðir. Þó er þess getið, að sumarið 1898 skar hann til sulls með Volkmannaðferð í Stykkishólmi. Er hann þá staddur hjá Davíð SchevingThorsteins- son, er þá var þar héraðslæknir [6]. Tókst aðgerðin vel. Augnlæknir á Landakoti Er hillir undir nýja spítalabyggingu í Reykjavík og þar með bætta aðstöðu til lækninga og þá einkum skurðlækninga, fara þeir frændur Guðmundur Magnússon og Björn Ólafsson saman í námsför til útlanda haustið 1901. Voru þeir félagar þremenn- ingar að frændsemi og mikil vinátta þeirra á milli. Leggja þeir leið sína til Edinborgar, Glasgow, Lundúna, Berlínar, Breslau og Kaupmannahafnar og komu þeir heim í marz 1902 um svipað leyti og hornsteinn er lagður að nýju sjúkrahúsi í túni Landakots. Er þetta sennilega fyrsta ferð starfandi lækna til útlanda í því skyni að afla sérvíðtækari menntunar. Er St. Jósefsspítalinn að Landakoti tekur til starfa á morgni þessarar aldar verða þáttaskil í sögu læknisfræðinnar hér á landi, en fullur skriður var þá kominn á þá byltingu, er átti sér stað í handlækningum nokkrum árum áður. Nú fyrst er kleift að leggja í ýmsar þær læknisaðgerðir, er áður var torvelt að framkvæma. Verkleg kennsla læknanema flyzt að Landakoti og þar taka til starfa þeir læknar, er gátu sér beztan orðstír í byrjun aldarinnar vegna lærdóms og hæfni. Björn Ólafsson er einn þessara lækna. Verður nú greint frá nokkrum aðgerðum hans á Landakoti og þó einkum fyrstu aðgerðum hverrar tegundar. Fyrsta sjúkling á St. Jósefsspítala ber að garði 1. september 1902, en Björn leggur inn fyrsta sjúkling sinn 9. nóvember þetta sama haust. I sjúkraskrám Landakotsspítala er ekki getið um sjúkdómsgreiningu og meðferð fyrr en árið 1908. Hefur höfundur borið saman nöfn þeirra sjúklinga, sem Björn lagði inn á sjúkrahúsið við einkasjúkra- skrá hans og þannig komizt að sjúkdómsgreiningu þeirra og meðferð. Fyrsti sjúklingur Björns er 59 ára kona úr Höfnum nærri blind á báðum augum af völdum ellidrers. Liggur hún á spítalanum í ellefu daga og er kostnaðurinn kr. 16.50, þ.e. ein króna og fimmtíu aurar á dag. Gerð er aðgerð á báðum augum. Fyrri aðgerðin gengur vel, enda beitir Björn aðferð, sem hann var vanastur að gera, en aðgerðin á hinu auganu mistekst. Reynt er að draga augasteininn út, án þess að gera lituhögg og ýtist hann aftur í glervökvann og týnist. Er nú sjúklingurinn lagður á grúfu, en ekki tekst heldur að ná honum. Nokkrum dögum síðar sést augasteininn fram við lituna ofantil. Er þá gert lituhögg og augasteinninn náðist [01.09.02]. Annar sjúklingur Björns á Landakoti er 38 ára maður frá Patreksfirði [14.11.02]. Hafði hann sár á glæru vegna úthverfingar augnaloks á vinstra auga og var það nærri bert. Er gerð aðgerð á augnaloki með húðflutningi frá innanverðum upphandlegg. Er þetta sennilega fyrsta skapnaðaraðgerðin, sem gerð er á sjúkrahúsinu. Fyrstu aðgerðirnar á hægfara gláku eru skráðar 02.09.93 og 09.09.93. Gert var lituhögg. Fyrri aðgerðin er gerð á glákuspilltu auga, en vonlítið var um árangur, enda þurfti að taka augað skömmu síðar, en hin aðgerðin gekk vel. Fyrsta aðgerð vegna bráðagláku var gerð 5. september 1905. Sjúkdómsgreiningin er glaucoma congestivium, en samkva-mt lýsingunni virðist vera um bráðagláku að ræða. Fyrsta skjálgaðgerðin var gerð 25. janúar 1904á 8 ára dreng í Reykjavík. Haföi hann skjálg inn á viðá hægra auga og í klóróformsvælingu var gerður sinaskurður á miðlæga réttilvöðvanum á skjálga auganu. Fyrst varauga tekið27. febrúar 1903 úrsextugum manni vegna lítt þolandi verkja í blindu auga. Hinn 23. marz 1909 er fyrsta raunhæfa aðgerðin við hægfara gláku, litustag, gerð á Landakoti á 61 árs gömlum Reykvíking, en eina slíka aðgerð haföi Björn gert áður eins og fyrr segir. Síðasta missirið, sem Björn lifir, gerir hann 19 litustög á sjúkrahúsinu. Marka þessar aðgerðir tímamót á sviði glákulækninga og blinduvarna hér á landi. Samtíma heimild um þessa nýju aðferð, sem Birni auðnast að notfæra sér, er að finna í blaðinu Ingólfi [38]. Er það eftirmælagrein um Björn og segir þar m.a.: ,,Hann var sístarfandi við sína vísindagrein og hefur aldrei verið eins glaður og ánagður með árangurinn af starfi sínu og nú þetta síðasta ár. Hafði hann tekið uþp aðgerð, sem nýlega er fundin, til að bœta mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.