Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Blaðsíða 12
10 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA voru árið 1850 gerðar 153 meiri háttar aðgerðir, þar af 30 augnaðgerðir. Drerskurðir voru 22 (auga- steinn tekinn 14, drerstunga 7 og einu sinni var augasteini ýtt til hliðar (depressio). Af drerskurð- unum lánuðust 13. Aðrar aðgerðir voru flestar á augnalokum [50]. Þeir læknar, sem skrifuðu lækningabækur fyrir almenning fyrir síðustu aldamót, minnast vart á augnsjúkdóma og ráð við þeim. Gegnir það furðu þar eð augnsjúkdómar voru mjög algengir. I Lækningabók fyrir almúga eftir Jón Pétursson, (jórðungslækni Norðlendinga frá 1775-1801 erekki gefið nema eitt ráð við augnveiki. Attu margir þessa bók í handriti, en hún var gefin út aukin og endurbætt árið 1834 af Jóni Þorsteinssyni, land- lækni og Sveini Pálssyni, lækni. Verða hér tilfærðir kaflar úr þessari bók, er fjalla um augnsjúkdóma og ráð við þeim [51]. 307. Spansflugur eiga að brúkast i öllum þeim tilfellum hvar vetsarmr eru ofskarpn, ofþyckir og lítið eður eckerl fljótandi hvert heldur það er á einum eður fleirum líkamanspörtum, þar brúkast þvi í öllum hörðum sóttar- sjúkdómum, hverjum óráð og höfuðverkur fylgir, í all- mörgum lilfellum augnanna, i nýkominni qverkabólgu, laki, bakverk, mjaðmaverk og tannpínu. 309. 'Þeir sem brúka vilja Sóleyju (Ranunculus acris) taki blómsturblöðin gulu einungis, þurrki þau lítið, og hnoði síðan eður steyti og kreysti síðan nockuð af vetzanum, gjöri þar af deig, svo stórt sem þurfa þykir, og leggi svo við þar, sem blaðran skal koma, nokkrir hafa hér saman við lítið af nýju smjöri. Sóleyjan er alteins góð og Spansjlugurnar, og hafa þjóðverskir haldið hana kröptuga í hörðum sjúkdómum, var því brúkun hennar lengi hjá þeim haldin heimugleg og brúkuð, sem leyndar- dómur, hvers nytsemi enginn mátti vita “. Nálega einni öld eftir að Jón Pétursson samdi lækningabók sína fyrir almúga gaf dr. Jónas Jónassen út lækningabók handaalþýðu (1884). Ekki er þar minnzt á augnsjúkdóma eða ráð við þeim, enda þótt bókin sé mikil að vöxtum og mörgum mannlegum kvillum lýst og holl ráð gefin [52]. Aðeins er þar greinargóð lýsing á því „efeitthvað fer upp í augað“ og hvað gera skuli undir slíkum kringumstæðum. Einnig lýsir hann í þessu riti augneinkennum af kirtlaveiki. I kaflanum um skyrbjúg segir „augun dauf og bláleitir baugar koma opt undan augunum" og „stundum veikjast augun með ýmsu móti“, en ekki er nánar tilgreint hvaða einkenni það eru. I formála fyrir bók sinni segist dr. Jónassen ekki hafa getið um ýmsa sjúkdóma, sem aðeins eru á lækna meðfæri. A hann þar e.t.v. við augnsjúk- dóma. í ársskýrslum sínum til landlæknis tíundar hann ekki aðra augnsjúkdóma en augnangur (conjunctivitis) og bendir það til þess að þekking hans á þeim sjúkdómsflokki hafi verið næsta lítil, þó hann væri með lærðustu læknum sinnar tíðar á Islandi. Alþýðulækningar í Islenzkum þjóðháttum eftir séra Jónas frá Hrafnagili greinir nokkuð frá alþýðulækningum fyrri aldar hér á landi þ.á.m. augnveiki, sem er afar algeng með almenningi eins og segir í bókinni [53]. Blóðtökumenn ímynduðu sér að blóðtaka ætti við öllum kvillum. Við augnveiki var t.d. tekið blóð úr augnakrókum. Eitt aðal meðalið við augnveiki var að baða augun með seyði af augnafró eða horblöðku. Að væta augun með munnvatni að morgni dags, leysa sykur upp í brjóstamjólk og nota sem augnáburð og þvo augun upp úr hlandi, þótti gefast vel við augnveiki. Almennt var og að þvo augun upp úr skírnarvatni og þótti bæta vel og er sú trú raunar ekki útdauð enn meðal aldraðs fólks. Við augnkveisu var ágætt að láta dropa af þvagi hins sjúka drjúpa í augað, eða taka blóð úr ,,höfuðæðinni“ þeim megin sem verkurinn er. Við bólgu í hvörmum átti að merja túnsúru og leggja hana sem plástur við augað eða láta safa hennar leka í augað. Við augndimmu eða sjóndepru átti að nota mulið engifer. Séra Jónas nefnir fleiri alþýðleg læknisráð við augnveiki og eru þau öll svipaðs eðlis. Telur hann að sumt og ef til vill margt af þessum lækningahégóma muni vera í fyrstu af útlendum rótum runnið en „trúin á hégiljunum, hefur orðið undarlega fbst, einskonar tröllatrú, sem jafnvel hámenntaðir menn hafi trúað". íslenzkar alþýðulækningar má etv. rekja allt til forn-Egypta og Rómverja. Var sú trú ríkjandi meðal Rómverja og þjóða fyrir botni Miðjarðar- hafsins, að hægt væri að lækna blindu með munn- vatni eða hráka. T.d. bað fólk hinn bóngóða keisara Vespasianus að lækna blindu með munnvatni sínu [54,34]. Leitað til útlanda eftir augnlæknishjálp Til þess tíma, er Björn Ólafsson sezt hér að, var ekki hægt að fá hjálp við hinum erfiðari augnsjúkdómum. Þeir sem þá sjúkdóma höfðu urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.