Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Page 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Page 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 IV. íslenskt heilbrigðiskerfí 1. Bakgrunnur heilbrigðiskerfisins - markmið, lög og reglugerðir Lærðir læknar hafa starfað á íslandi í liðlega tvær aldir og sjúkrahús verið starfrækt frá því fyrir síðustu aldamót. Fjöldi laga og reglugerða um heilbrigðisþjónustuna eru nú í gildi en uppbygg- ing hennar er þó ekki síður mótuð af sögulegum forsendum. Heilbrigðisþjónusta hefur í eðli sínu fjögur meginmarkmið: * að veita bráðaþjónustu án tafar * að sinna heilsugæslu og heilsuvernd * að veita sérhæfða þjónustu í háurn gæða- flokki þegar hennar er þörf * að samfella í meðferð sé góð. I lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 sem fjalla að mestu um stjórnkerfi og stofnanir heil- brigðiskerfisins segir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegri, Ukamlegri og félagslegri heilbrigði“. í lögum þessum er stjórnkerfi heilbrigðiskerfis- ins lýst og skilgreind heilsugæsluumdæmi og starfssvæði heilsugæslustöðva. í>á er landinu skipt í læknishéruð með heilbrigðismálaráð í hverju héraði. í lögunum merkir heilsugæsla heilsu- verndarstarf og allt lækningastarf utan sjúkra- húsa. í lögunum eru sjúkrahús talin vera hver sú stofnun sem ætluð er sjúku fólki til vistunar. í lögunum eru sjúkrahús flokkuð og ýmis ákvæði sett um stjórnskipulag. Þá er í lögunum skilgreind sú þjónusta sem veita á og einstakir þættir hennar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti fer með yfirstjórn heilbrigðismála og hefur eftirlit með því að lögum og reglugerðum sé fylgt. Landlæknir er ráðunautur ríkisstjórnar og ráðherra, hann ann- ast einnig framkvæmd tiltekinna málaflokka og hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heil- brigðisstétta. I lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 er fjallað um réttindi sjúkra- og slysatryggðra. Einn- ig er í þeim fjallað um skipulag og stjórn almanna- trygginga, lífeyristrygginga, slysatrygginga og sjúkratrygginga. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna almannatrygginga greiðist að fullu úr ríkissjóði. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna almennrar læknishjálpar utan sjúkrahúsa, rannsókna og lyfjanotkunar. Einnig taka þær þátt í kostnaði vegna starfa nokkurra annarra heil- brigðisstétta. Sjúkratryggingarnar greiða sjúkra- dagpeninga og ferða- og flutningskostnað sjúkra. Sjúkratryggingadeild er heimilt að semja við stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga unt þá þjón- ustu sem henni ber að veita. I kaflanum um sjúkratryggingar er tekið fram að sá sem átt hefur lögheimili á Islandi í sex ntánuði eða lengur sé sjúkratryggður, en í eitt ár þegar um barnsburðar- leyfi er að ræða. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra ákveður daggjaldagreiðslur sjúkratrygg- inga og gjaldskrá slysa- og röntgendeilda ásamt greiðsluhlutfalli sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og lyfjanotkunar. I Læknalögum nr. 53/1988 og lögum um breyt- ingu á læknalögum nr. 50/1990 er að finna ákvæði um réttindi og skyldur lækna. Kveðið er á um almennar skyldur lækna meðal annars til að upp- lýsa sjúklinga um ástand þeirra, meðferð og horf- ur, skyldur til að veita læknishjálp og um þagnar- skyldu. I 9. grein segir: “Lœkni ber að sinna störf- um sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvœmlega eftir henni. Lœknir ber ábyrgð á greiningu og meðferð þeirra sjúklinga sem til hans leita eða hann hefur til um- sjónar". Siðareglur lækna nefnast Codex Ethicus (12). Þar er að finna reglur um hvernig lækni beri að starfa. Þessar reglur eru almenns eðlis eins og mörg ákvæði læknalaganna. I lögum um málefni aldraöra nr. 82/1989 er tekið fram að markmið laganna sé að aldraðir eigi kost á heilbrigðis- og félagsþjónustu til að þeir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjón- usta þegar hennar gerist þörf. I lögunum eru ákvæði um skipan samstarfsnefndar um málefni aldraðra, skipan öldrunarnefnda á starfssvæðum heilsugæslustöðva og starfsemi þjónustuhópa aldraðra. í lögunum er einnig kveðið á um skipu-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.