Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35
15
g. Árangur hcilbrigðisþjúnustu. Heilbrigðis-
þjónustan byggir á arfleifð fyrri tíma. Þannig hafa
heilbrigðisrannsóknir sýnt fram á nauðsyn smit-
gátar, gagnsemi ónæmisaðgerða og orsakir sjúk-
dóma, til dæmis lungnakrabbameins og hjarta- og
æðasjúkdóma svo eitthvað sé nefnt. Þessi þekking
hefur með tímanum orðið grundvöllur fræðslu og
forvarna, sem heilbrigðisþjónustan jafnt sem aðr-
ir, svo sem heilbrigðiseftirlit og skólar, hafa síðan
sinnt. Sumar niðurstöður heilbrigðisrannsókna er
auðveldlega hægt að færa milli landa, en aðrar
byggjast að talsverðu leyti á staðbundnum rann-
sóknum.
Erfitt er að finna heppilegan mælikvarða til að
meta árangur heilbrigðisþjónustunnar en fullyrða
má að íslensk heilbrigðisþjónusta hafi skilað góð-
um árangri á undanförnum árum til dæmis þegar
horft er til meðalævilengdar og ungbarnadauða
svo dæmi séu tekin. Á undanförnum 25 árum hafa
meðalævilíkur íslendinga aukist um fimm ár.
Meðalævilíkur íslenskra kvenna eru nú með því
hæsta sem þekkist og íslenskir karlar eru í efsta
sæti. Meðalævilíkur Breta eru um 2,5 árum styttri
en íslendinga og Dana tæplega fjórum árum
styttri. Norðmenn og Svíar hafa hins vegar svip-
aðar ævilíkur og íslendingar (17). Ungbarna-
dauði, það er andlát barna yngri en eins árs, hefur
farið lækkandi á íslandi nánast alla þessa öld og er
með því lægsta sem þekkist. Hjá unglingum og
ungu fólki eru slys og sjálfsvíg algengasta dánar-
orsökin, hjá fólki 35-55 ára eru illkynja æxli al-
gengasta dánarorsökin, en hjarta- og æðasjúk-
dómar eftir þann aldur (18).
Auknar meðalævilíkur íslendinga eiga sér fleiri
skýringar en árangur heilbrigðisþjónustunnar og
má þar nefna samfélagslega þætti svo sem betri
Tafla III. Notkun ýmissar heilbrigdisþjónustu utan
legudeilda (% af lieildarkomufjölda).
1990 1994
1. Heilsugæsla/almenn læknisþjónusta 59,0 61,9
1.1 Heilsugæslustöðvar 73,0
1.2 Sjálfstætt starfandi
heimilislæknar 11,0
1.3 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 13,6
1.4 Læknavaktin s/f 2,4
Sérfræðiþjónusta 40,9
2.1 Sérfræðilæknar 62,0
2.2 Göngudeildir 34,9
2.3 Krabbameinsfélagið 2,7
2.4 Hjartavernd 1,0
* Heilbrigðisskýrslur, 1989-1990, útg. 11/94.
híbýli, nægjanlega fæðu, öruggari samgöngur og
betri vinnuaðstæður sem hafa jákvæð áhrif. Síð-
ustu þrjá áratugina hefur dánartíðni vegna um-
ferðarslysa lækkað um meira en helming ef miðað
er við fjölda bifreiða og það sama á við um önnur
Norðurlönd. Dánartíðni barna vegna umferðar-
slysa er þó hærri hér á landi en í nágrannaríkjun-
um (19). Aðrir þættir svo sem félagsleg vansæld
og aukin neysla vímuefna hefur hins vegar and-
stæð áhrif.
Fullyrða má þegar litið er til allra þátta að þær
auknu fjárveitingar sem farið hafa til heilbrigðis-
mála á undanförnum áratugum hafa skilað góð-
um árangri.
h. Fjármögnun. íslensk heilbrigðisþjónusta er
að mestu fjármögnuð með skattgreiðslum en þó
hefur greiðsluþátttaka sjúklinga farið vaxandi
undanfarin ár (tafla 2 í viðauka A).
Fjárveitingar Alþingis til heilbrigð-
ismála eru skýrt dæmi um forgan-
gsröðun á samfélagsstigi sem fram-
kvæmd er af þeim fulltrúum al-
mennings sem sitja á Alþingi.
Fjárveitingar eru ákvarðaðar til
eins árs í senn og hafa að mestu
staðið í stað nokkur undanfarin ár.
Fjárveitingar til svo skamms tíma
valda miklum vandkvæðum í allri
ákvarðanatöku og áætlanagerð í
heilbrigðisþjónustu. Talsvert hefur
skort á að ákvörðunum heilbrigðis-
yfirvalda hafi verið fylgt eftir við
samþykkt fjárlaga. Engin umræða
hefur farið fram hér á landi, um
hversu miklu fjármagni eðlilegt sé
að verja til heilbrigðismála.