Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 13
13 blandaða. Hver flokkur hefur sinn dag í skátaher- berginu og hittast þeir þar og útbúa sér flokksfána og eitthvað úr leðri t.d. að brenna Boðorðin 10 á skinn. Skátunum hefur verið leyft að selja ís og lakkrís og fleira smávegis til að afla sér smá peninga til að standa undir kostnaði við fánagerðina og fleira. Áfromað er að halda námskeið í hjálp í viðlögum og mun Bergdís Sigurðardóttir hafa umsjón með því. HÚn ætlar að reyna að fá lánaðar kvik- myndir og fleiri gögn til notkunar við kennsluna. Þegar þessu námskeiði er lokið munu skátarnir taka próf og ef þeir standast það munu þeir fá dugnaðarmerkið Hjálp í viðlögum. Upphaf skátastarfsins í vetur lofar góðu. Við hvetjum alla þátttakendur til að reyna að eignast skyrtur því það setur skemmtilegan blæ á hópinn ef allir eru í eins skyrtum. Við vonum að við getum heim- sótt aðra skátahópa og að þeir komi í heimsókn til okkar. Það þarf að endurreisa aðventskátastarfið á íslandi og koma því upp á þann stall sem það eitt sinn var. Við hér á Hlíðardalsskóla vonum að það sem hér verður gert í vetur verði ekki bara upp- hafið heldur haldi skáta- starfið áfram að blómstra bæði hér á H.D.S svo og ann- ars staðar á íslandi. jóhann Ellert JÓhannsson.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.