Innsýn - 01.12.1978, Síða 14

Innsýn - 01.12.1978, Síða 14
14 STÚLKNAKVÖLDH) nitjánda nóvember ÁLIT PILTS Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirbærið (þ.e.stúlknakvöld) skal þetta sagt: Nokkrum vikum áður en kvöldið fer fram skipuleggja stúlkurnar kvöldið. Æft er af kappi fyrir skemmtiatriðin og farið í bæinn til að kaupa þá hluti sem nota þarf. NÚ svo kemur að kvöldinu sjálfu og tekst þá stundum misjafn- lega til. Flestir eru sam- mála um að nýafstaðið stúlknakvöld hafi tekist með afbrigðum vel. Kvöldið byrj- aði um 6:30 með góðri máltíð þar sem stúlkurnar þjónuðu strákunum. Eftir matinn var beðið með eftirvæntingu eftir skemmtiatriðum úti í sal. Svo hófst skemmtunin sem byggðist upp á spælingum á drengina og eftirhermum af plötum. Auk þess var eitt leikrit. í lokin var heiðursgesti kvöldsins, Ólöfu Haraldsdóttur ásamt skólastjórahjónunum færður blómvöndur. Að þessu loknu var drengjunum boðið upp á herbergi stúlknanna, og þar var íspinnum dreift á fólkið. Kvöldinu lauk með marseringu í salnum. Villi og Elías. ÁLIT STÚLKU Stúlknakvöldið var haldið hér á sunnudag. Við stúlk- urnar höfðum haft alveg nóg að gera í undirbúningnum síðustu vikur. Sérstaklega hafa siðustu dagarnir verið mjög annríkir. En erfiðið var ekki til einskis, því að kvöldið heppnaðist mjög vel og var sagt að þetta hefði verið með bestu stúlkna- kvöldum í lengri tíma. Og erum við stelpurnar mjög ánægðar með hrósið.Dag- skráin byrjaði kl.1/2 7 með borðhaldi og í borð- stofu þökkuðum við eldhús- konunum Císs, Sigríði og Hlif,fyrir góðan og vel- framreiddan mat,með bóma- vöndum. Dagskráin sjálf byrjaði úti i sal kl 1/2 9 oghófstmeð einleik á pianó. Siðan voru stuttir leikþættir og hinar nauð- synlegu spælingar. Bæði var spælt i tali og tónum. Fengu bæði strákarnir og kennararnir að heyra sannleikann um sjálfan sig. Skemmtiatriðum lauk kl.ll og var þá gengið á vistir þar fengu allir sem vildu is og siðan var masserað til rúmlega 1. Sandra Magnúsdóttir.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.