Innsýn - 01.12.1978, Qupperneq 28

Innsýn - 01.12.1978, Qupperneq 28
<o> XE° Bnnnm SEm bebib vnn EFTinrag* María hafði mikið að hugsa um. Bráðum myndi hún giftast Jósef. Svo var líka ferðin til Elísabetar frænku hennar. Fæðing litla barns- ins hennar Elísabetar, hann Jóhannes. Mest af öllu hugsaði hún um sérstaka barnið sem Gabríel hafði sagt að hún myndi eignast. "Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða son og þú skalt láta hann heita Jesús. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta." Þegar María heyrði þessi orð sagði hún auðmjúk. "Megi vilji Guðs verða." En samt velti hún því fyrir sér hvað þetta þýddi allt saman. Þegar María sagði JÓsef frá öllu, sem hafði gerst, var hann ekki viss hvort þau María ættu að gifta sig. Þetta hljómaði eitthvað svo undarlega. Eina nóttina þegar JÓsef svaf kom engillinn Gabríel til hans í draumi: "JÓsef, sonur Davíðs," sagði hann "óttast þú ekki að taka til þín Maríu, konu þína, því að fóstur hennar er af Heilögum anda. Og hún m\in son ala og skalt þú kalla nafn hans Jesús, því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Þegar JÓsef vaknaði vissi hann að hann hafði fengið sérstök skilaboð frá Guði. NÚna var hann ekki hræddur lengur og þau María giftu sig. Þegar leið að þeim tíma að litla barnið skildi fæð- ast, fylgdust englarnir á himnum vel með. Þeir elsk- uðu þennan son Guðs mjög mikið. í mörg ár hafði Guð sent skilaboð til mannanna til að búa þá undir fasðingu Jesú. Það gat ekki annað verið en að þeir væru til- búnir að taka á móti þessu sérstaka barni. En það voru þeir ekki. Englarnir voru steinhissa. Flestum mönnunum var alvea sama.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.