Innsýn - 01.12.1978, Qupperneq 29

Innsýn - 01.12.1978, Qupperneq 29
Nokkrum dögum áður en barnið fæddist gerðist e: hvað. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvernig boðin komust til Nazaret. Ef til vill komu hermenn á hestum inn í bæinn og kölluðu til fólksins: "Ágústus keisari hefur fyrirskipað að það eigi að telja og skra alla menn í heiminum. Allir verða að fara til borgar ættfeðra sinna." Folkinu var líka örugglega sagt frá því hvenær og hvernig talningin átti að fara fram. Jósef hefur eflaust haft áhyggjur af þessu. Fyrir- mælin sögðu að þau yrðu að fara strax. Hvað með Maríu? Barnið færi alveg að koma. Það yrði erfitt fyrir hana að ferðast þessa löngu leið. En skipunin var, "Farið." Svo að JÓsef og María undir- bjuggu ferðina tafarlaust. Kílómeter eftir kílómeter ferðuðust þau saman. Þau hafa verið að minnsta kosti nokkra daga á leiðinni. Þau gátu ekki stokkið upp í bíl, rútu eða þotu eins og við myndum gera í dag. Alls staðar var fólk, á ferð. Getur þú ímyndað þér hvernig það væri ef að ut væru gefin lög um það að allir yrðu að fara þangað sem afi þeirra eða langafi áttu heima til þess að stjórnin gæti talið folkið? Hvert þyrftir þú að fara? ferðuðust áfram \mi fjall- lendið í átt að Betlehem fylgdust englar með hverju skrefi þeirra. ijoksins komu þau til Betlehem, mikið voru þau orðin þreytt. Þau fóru í gistihúsin til að fá húsa- skjól en alls staðar var fullt af fólki og ekkert pláss fyrir þau. Eftir mikla leit fundu þau stað til að vera á, það var í húsi þar sem dýrin voru höfð, við myndum kalla það hlöðu eða fjárhús. Ef til vill var þarna hey, sem þau gátu sofið á. Þetta var ekkert flott hótel, en þau voru fegin að geta hvilst. Þarna í þessu litla hreysi fæddist litla barnið hennar Maríu. Þegar María fór frá Nazaret vissi hún að barnið myndi brátt fæðast svo efa- laust hefur hún haft með sér

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.