Kjarninn - 03.10.2013, Page 36

Kjarninn - 03.10.2013, Page 36
04/04 kjarninn Kenía árásir utan Sómalíu. Árið 2010 létust til að mynda 74 í slíkri sjálfsmorðsárás í Úganda – en hún var gerð á stað þar sem sýnt var frá úrslitaleik heimsmeistara keppninnar í knattspyrnu. Árásin á Westgate-verslunarmiðstöðina þykir því benda til breyttra áherslna samtakanna. Margir benda líka á frásagnir fórnarlamba um að konur hafi tekið þátt í árásinni – sem Al-Shabab hefur neitað – og að einhverjir árásarmannanna hafi verið af öðrum en sómölskum uppruna. Þá ræddi talsmaður samtakanna við fjölmiðla á fullkominni ensku og gaf til kynna að aðgerðum hefði verið stjórnað frá Sómalíu. Þykir það gefa til kynna að baráttan í Sómalíu sé farin að alþjóða- og nútímavæðast meira en hefur áður verið, en til frekara merkis um það nýtti Al-Shabab sér samfélagsmiðilinn Twitter meðan á árásinni stóð. Einnig hefur verið eftir því tekið að þeir sem hyggist heyja heilagt stríð horfi nú frekar til Sómalíu en Sýrlands. Áhrif árásarinnar Árásin mun breyta því hvernig alþjóðasamfélagið horfir til Sómalíu og málefna hennar. Afríkubandalagið hefur leitt aðgerðir þar í landi ásamt Eþíópíu, Úganda og Kenía. Lönd og samtök utan Afríku hafa treyst á þær til að halda öfga- samtökum í Sómalíu í skefjum en árásin á Westgate sýnir að verkefnið er erfiðara en margan grunar. Bandaríkin hafa stutt aðgerðir Afríkubandalagsins í Sómalíu með þjálfun hersveita og nauðsynlegum búnaði. Þá hafa þau beitt sérsveitum í sértækum aðgerðum. Líkur má leiða að því að Bandaríkin muni, rétt eins og aðrir, fylgjast betur með þróun mála í Sómalíu og jafnvel auka við hlutverk sitt, þótt það verði líklegast aldrei jafn stórt og í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þá munu Afríkusambandið og samstarfsríki þess reyna að styrkja stjórnvöld í Sómalíu enn frekar í baráttunni við öfgahópa eins og Al-Shabab. Smelltu til að lesa um Sómalíu Smelltu til að lesa um aðgerðir afríkubanda- lagsins í Sómalíu

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.