Kjarninn - 03.10.2013, Side 54

Kjarninn - 03.10.2013, Side 54
10/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar að kosningamáli. „Það er enginn að tala um þetta nema þegar kosningar eru að nálgast. Þá fara allt í einu allir að hafa voðalega miklar skoðanir á flugvellinum. Fyrir síðustu kosningar sagði ég að ég hefði ekki hundsvit á þessu máli og hefði aldrei flutt flugvöll. Ég ætlaði því að afla mér upplýsinga um málið. Nú hef ég gert það, setið endalausa fundi um þenn- an flugvöll, og er algjörlega fullviss um það að þessi flugvöllur þarf að fara. Það er bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær. En hann fer. Annað kemur ekki til greina.“ Vill sameina sveitarfélög Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar var meðal annars lagt upp með það markmið að afnema gólf á útsvari. Það myndi þýða að sveitarfélög með lágt þjónustustig gætu nánast hætt að rukka útsvarsskatt og lækkað skattbyrði íbúa sinna gríðarlega. Jóni finnst þetta hræðileg stefna. „Það að búa til skattaparadísir í sveitarfélögum finnst mér ömurleg tilhugsun. Með þessum tillögum er verið að skapa meira samfélag óréttlætis. Mér finnst þetta hræðilegt. Skelfileg til hugsun. Þetta mun auka enn á elítisma og gerir það að verkum að fólk með háar tekjur mun geta haft það ennþá betra á kostnað hinna. Ég hefði vilja að okkur hefði orðið meira ágengt í samein- ingu sveitarfélaganna. Samvinna hefur aukist mikið á undan- förnum árum en höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnu-, íbúa- og þjónustusvæði. Að skipta því niður í svona margar einingar skapar vandamál og er ósanngjarnant, hagkvæmt fyrir suma en óhagkvæmt fyrir aðra. Það er verið að skapa búsetusvæði sem eru gerð fyrir hálaunað fólk sem byggir sína paradís á því að þiggja þjónustu frá fólki sem er ekki jafn ríkt og vel sett. Þess vegna myndi ég vilja sameina sveitarfélögin til að skapa meiri jöfnuð og samfélagslega ábyrgð.“ Framboð leyndarmál En verður Jón Gnarr í framboði fyrir Besta flokkinn næsta vor? „Það er leyndarmál.“ Ertu búinn að ákveða þig?

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.