Kjarninn - 03.10.2013, Page 87
03/04 kjarninn Exit
Flugvellir á eyjum
Með auknum mannfjölda og verðmætari landsvæðum
getur verið erfitt að finna stað fyrir plássfreka starfsemi
flugvalla eða stórskipahafna eins og Íslendingar standa
nú frammi fyrir. Við erum þó í þeirri stöðu að ráða enn-
þá yfir óbyggðum landsvæðum en annars staðar getur
það verið af skornum skammti. Af þeirri ástæðu eru þó
nokkrir flugvellir nú þegar staðsettir á gervieyjum eins
og hugmynd BIG og Tegnestuen Nuuk fyrir AIR+PORT
og má þar nefna flugvöllinn í Hong Kong auk fjögurra
flugvalla í Japan, en þar er lítið um undirlendi og borgir
stórar og þéttbyggðar.
Flugvellir á floti
Áform eru uppi um að stækka Heathrow-flugvöll í
London en deilt er um staðsetninguna, þar sem skyn-
samlegra þykir að nýta verðmæt landsvæði fyrir íbúðar-
byggð, og því hafa meðal annars komið fram hugmyndir
um að flytja flugvöllinn á haf út sem fljótandi mannvirki
með lestartengingu við fasta landið. Ian Mulcahey,
sem stýrir verkefninu, segir hugmyndina ekki erfiða í
framkvæmd og hægt sé að nota tækni sem nú þegar er
til staðar auk þess sem flugvellir á hafi úti hafi minni
umhverfisáhrif en þeir sem eru á landi, til dæmis mun
minni hljóðmengun. San Diego í Bandaríkjunum er í
sömu vandræðum en það reynist erfitt að finna land-
svæði fyrir stækkun núverandi flugvallar. Þar hafa
þessar hugmyndir komið fram en á stærri skala þar sem
tillögurnar snúast um flugvöll, hótel og veitingastaði
auk háskóla og verður gervieyjan því í rauninni fljótandi
borg.
Fyrsta hugmyndin um fljótandi flugvöll var birt í
tímaritinu Popular Mechanics árið 1927 og snerist um
átta fljótandi flugvelli á Atlantshafi sem áttu að vera
áningarstaðir fyrir flug á milli Ameríku og Evrópu. Á
þessum fljótandi flugvöllum átti að staðsetja hótel en þó
var þetta aðallega tækifæri til að fylla eldsneyti á flug
Smelltu til að skoða tólf
fljótandi flugvallahugmyndir
Smelltu til að lesa um
fljótandi flugvelli í útgáfu
frá 1934