Kjarninn - 26.12.2013, Page 21

Kjarninn - 26.12.2013, Page 21
Deildu með umheiminum Álit tjáning og ógn Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar u pp á síðkastið hefur verið mikil umræða um svokallaða hatursorðræðu. Sitt sýnist hverj- um um hvað sé átt við með hugtakinu, enda er hugtakið „hatur“ í eðli sínu tilfinning og tilfinningar fólks eru mjög misjafnar. Þetta er síðan ofan á ómælda hæfileika mannskepnunnar til að segja óvandlega úthugsaða hluti. Stungið hefur verið upp á því að sá sem verði fyrir um- mælum eigi sjálfur að dæma hvort þau teljist til haturs- orðræðu, en augljósi vandinn við þá nálgun er að þá þarf fólk eingöngu að vera nógu hörundsárt til þess að geta þaggað niður í öðrum. Sérstaklega myndi slíkt fyrirkomulag úti- loka gagnrýna umræðu um stjórnmál og trúmál, þar sem mjög margar skoðanir eru ekki bara erfiðar, heldur snerta á dýpstu þáttum siðferðiskenndar og verðmætamats fólks. Verðmæta- og gildismat fólks er nefnilega raunverulega misjafnt. Sjaldan verður það skýrara en þegar kemur að stóru spurningunum sem er jafnan ekki spurt nema á vettvangi stjórnmála og trúmála. En það eru einmitt þær spurningar sem eru mikilvægastar og því mikilvægast að svörin séu heimil, sérstaklega þegar þau falla illa í kramið. Hatursorðræða Tökum fyrir algengt dæmi um hatursorðræðu: „Múslimar eru á móti lýðræði og mannréttindum!“ Þessi fullyrðing heyrist nær eingöngu meðal þeirra sem vilja takmarka réttindi múslima, svo sem með því að flytja þá úr landi og banna þeim að byggja moskur. Erfitt er að benda á hóp sem þarf að þola jafn mikið níð í daglegri umræðu og múslima. Svo við skulum kalla þessa fullyrðingu hatursorðræðu, enda undantekningalítið sögð í hatri af hatursfullu fólki í þeim beina tilgangi að vekja andúð á múslimum. En þá skulum við ímynda okkur að við spyrjum múslima sjálfa um efnið, til þess að fá þetta nú á hreint og geta kært fordómafulla hatursmangarana fyrir að níða 1,7 milljarða manns fyrir það eitt að tilheyra tilteknum trúarflokki. Hver er múslimi? Múslimi er sá sem aðhyllist íslam, eða með öðrum orðum, auðmýkir sjálfan sig gagnvart Guði og ber þess vitni að það sé enginn guð nema Guðinn (á arabísku „Al-llah“) og að Múhameð hafi verið spámaður Guðsins. Spyrjum múslima hvað í því felist. Í því felst að Kóraninn sé bókstaflegt orð Guðs og að lögin sem Guð hafi gefið Múhameð séu æðri öllum öðrum lögum, þar á meðal og reyndar sérstaklega lögum manna. lýðræðið er mannanna verk Nú hljótum við að vera pínulítið vandræða- leg. Lýðræðið er klárlega mannanna verk. Er þá virkilega svo ósanngjarnt að segja að múslimar séu á móti lýðræði, ekki vegna fordóma, held- ur samkvæmt kenningum íslams og yfirlýstum viðhorfum trúaðra múslima sjálfra? En hvað í ósköpunum með öll þau hundruð milljóna múslima sem eru bara fjandakornið víst hlynnt lýðræði og kæra sig ekkert um ásakanir um annað? Tilfellið er að málið er flóknara en svo að það sé hægt að segja einfaldlega að eitt sé hatursorðræða og annað ekki. Hægt er að ala á hatri með lögmætum og réttum skoðunum. Það fer ekki eftir tilætlun þess sem tjáir, heldur skilningi þess sem heyrir. Því ber okkur ekki að takmarka tjáningu sem við teljum til hatursorðræðu, heldur að styrkja skilning okkar og annarra á hverju tilteknu málefni. Leiðin fram á við er upplýsing, ekki þöggun. Hvar er línan? En hvar er þá þessi margumtalaða lína? Af einhverjum ástæðum þykir þetta erfið spurning en hún er það ekki, enda hvorki djúp né ný. Línan er þar sem tjáningin skarast beinlínis á við réttindi einhvers annars. Við höfum rétt til friðhelgi einkalífs. Þess vegna er eðli- legt að banna tjáningu sem varðar einungis einkalíf einhvers annars. Við höfum réttinn til sanngjarnrar málsmeðferðar. Þess vegna er eðlilegt að setja lögbann á að fjölmiðlar greini frá máli fyrir dómi, ef slíkt lögbann verndar rannsóknar- hagsmuni. Síðan höfum við réttinn til persónulegs öryggis. Því er bannað að hóta eða ógna fólki óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum og hverju öðru. Enginn ágreiningur ríkir um slík bönn. Nýlega var blóðugum svínshöfðum dreift á lóð þar sem byggja á mosku. Við þetta hafa margir hváð í réttmætri hneykslun og spurt hvort þetta ætti að leyfa í nafni tjáningarfrelsis. Fáfræði haturmangara kemur í ljós Það sem gerir það mál sérstaklega áhuga- vert er að því var ekki einu sinni ætlað að tjá neitt í sjálfu sér, né þá ógna eða hóta. Markmiðið var að vanhelga jörðina þannig að múslimar myndu hætta við að byggja á þessum tiltekna stað. Sjaldan hefur fáfræði hatursmangara komið jafn klárlega í ljós vegna þess að ekkert í íslam bannar moskubyggingar á vanhelguðum reiti, enda hafa múslimar á Íslandi margsinnis sagt að þetta breyti engu um fyrirætlanir þeirra. En það er tvennt sem gerir þann verknað ógnandi, jafnvel ef tjáningu skal kalla. Í fyrsta lagi er verknaðurinn í eðli sínu óhugnanlegur. Blóðugt svínshöfuð á lóð hlýtur að vekja eðlilegan ótta hjá öllu fólki, hvort sem það aðhyllist íslam eða ekki. Hitt, sem gerir málið sérstaklega alvarlegt, er hversu mikið viðkomandi aðilar voru reiðubúnir að leggja á sig til þess að fremja verknaðinn. Það kostar ekki teljandi vinnu eða tíma að pikka inn hatursfullt innlegg á internetinu, en í þessu tilfelli þurfti einhver að hafa fyrir því að útvega sér afskorið svínshöfuð og koma því fyrir. Múslimar sem verða vitni að slíkum gjörningi í fjölmiðlum hljóta að fyllast ótta við þá tilhugsun að aðilinn sem stóð að verkinu sé greinilega reiðubúinn til að hafa talsvert fyrir því að spilla fyrir þeim annars sjálfsagða rétti múslima að byggja sér bænahús. Verknaðurinn er því klárlega ógnandi, hvort sem það var til- ætlan sökudólgsins eða ekki og óháð því hvort aðgerðir hans afmarkist af hatri eða heimsku. Það er því engin mótsögn milli þess að heimila svokallaða hatursorðræðu meðfram því að banna hótanir og ógnanir. „Það er eðli tjáningarinnar, eða verknaðarins, gagnvart réttindum fórnarlambsins sem ákvarðar hvort hún falli undir tjáningarfrelsi þess sem tjáir, eða önnur mannréttindi þess sem verður fyrir tjáningunni, svosem réttinn til friðhelgi, sanngjarnrar málsmeðferðar eða öryggi.“ En við höfum ekki réttinn til að vera aldrei móðguð og sár. Siðferðis- og réttlætiskennd okkar er hvorki heilög né er það réttur okkar að hafa hana í friði fyrir öðrum. Of margar spurningar eru of erfiðar, of ljótar og of mikilvægar til þess að við getum leyft okkur slíkan rétt. „Hægt er að ala á hatri með lög- mætum og réttum skoðunum. Það fer ekki eftir til ætlun þess sem tjáir, heldur skilningi þess sem heyrir.“ „Blóðugt svíns höfuð á lóð hlýtur að vekja eðlilegan ótta hjá öllu fólki, hvort sem það aðhyllist íslam eða ekki.“ um HöFundinn Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. 01/01 kjarninn ÁLit
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.