Kjarninn - 26.12.2013, Síða 59

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 59
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR þ orgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, var ráðin forstöðumaður nýs mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnu- lífsins á árinu. Stofnun menntasviðsins var liður í aukinni áherslu SA á menntamál og nýsköpun. Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? Miðað við hvernig staðan er víða í heiminum – jafnvel enn í Evrópu á ákveðnum stöðum – voru lýðræðislegar kosningar það jákvæðasta á árinu. Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013? tilfinningin eða myndin af auknu andlegu og líkamlegu ofbeldi í samfélaginu. Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu þjóðarinnar og gera samfélagið betra? Það þarf að koma á stöðugleika á vinnumarkaði og breyta nálgun við gerð kjarasaminga að hætti norrænu landanna. Hlutverk stjórnvalda er að móta raunhæfa stefnu í efnahagsmálum, þ.m.t. peningamálastefnu. að ýta skynsamasta valkostinum út af borðinu með því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið er ekki beint hjálplegt né ber vott um mikla víðsýni. Hvað er hægt að gera betur – að Mandela gengnum dregst fram eftirsjáin eftir slíkum einstaklingi hér á Íslandi á síðustu árum. Sem sagt – meira af ást og kærleika. Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014? Hvernig við munum standa í árslok 2014 fer eftir gerð kjarasaminga, samning- um við erlenda kröfuhafa og baráttunni við gjaldeyrishöftin. ég er bjartsýn að eðlisfari og geri ráð fyrir að einhverju muni þoka áfram en þá skiptir miklu að stórum málum eins og afnámi gjaldeyrishafta hafi undið fram – ef ekki mun það þýða hægari efnahagsbata og lokað kerfi næstu árin. Það er ekki fýsilegt fyrir fólk sem hefur aðhyllst frjálst, opið og markaðsdrifið hagkerfi. Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún gert vel og hvað ekki? Stefnan um hallalaus fjárlög er það skynsamlegasta sem komið hefur frá ríkisstjórninni. Síðan hafa jákvæðir tónar verið slegnir til framtíðar á sviði skólamála, stefna um eflingu og uppstokkun lögregluembætta er mikilvæg og nálgun á sviði heilbrigðismála hefur verið erfið en hreinskiptin. Fleira mætti auðvitað nefna. Forsætisráðherra má hæla fyrir að láta ekki slá sig út af laginu enda næmur á það sem skiptir máli og ekki er verra að hann hefur húmor í farteskinu. Ríkisstjórninni er eins og öðrum mislagðar hendur en helst má undirstrika að hún treystir ekki þjóðinni til að taka ákvörðun um framhald viðræðna við ESB. Sú afstaða bitnar ekki eingöngu á þjóðinni og komandi kynslóðum heldur ekki síður á Sjálfstæðisflokknum. Þetta er óskiljanlegt, sér í lagi þegar litið er til sögu Sjálfstæðisflokkins og forystu hans í utanríkismálum, en flokkurinn hefur aldrei verið hræddur við að taka samtalið um alþjóða samstarf fyrr en nú. Þetta, ásamt ýmsum öðrum þáttum, kallar óhjákvæmilega á umræðu innan flokksins á nýju ári en það er ekki hér til umræðu! Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum? tækifærin eru víða og íslensk þjóð hefur sýnt að hún getur tekist á við erfið- leika og þrengingar. Mestu skiptir að stefnt sé að einföldu og skilvirku stjórn- kerfi sem veitir atvinnulífinu bæði súrefni og svigrúm til verðmætasköpunar. Stjórnmálamenn hafa einnig einstakt tækifæri til að stokka upp á ýmsum sviðum eins og á sviði mennta- og heilbrigðismála með valfrelsi og sveigjan- leika að leiðarljósi; þótt það kunni að leiða til þess að þeir þurfi tímabundið að þræða einhver svipugöng. Er framtíðin björt fyrir land og þjóð? Ekki spurning. Við höfum bæði samfélagsgrunninn, auðlindirnar og mann- gerðina til að standa betur að vígi á morgun, eftir viku, ár eða árið 2050. til þess þarf bæði bjartsýni og kjark til nauðsynlegra breytinga sem skynsamir stjórnmálamenn, forystufólk í atvinnulífi og aðrir Íslendingar þurfa að leiða gegn áreiti hinna ýmsu andlita popúlismans. Deildu með umheiminum sjö spurninGar þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins ríkisstjórnin treystir ekki þjóðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.