Kjarninn - 26.12.2013, Page 93
05/09 kjarninn BÍLaR
Ford mondeo
Fimmta kynslóð þessa
vinsæla bíls er svo sannar-
lega sú fallegasta hingað
til. Kraftalegur framendinn
minnir á bíla sem eru mun
dýrari en sá sem hér um
ræðir. Hann var frumsýndur
árið 2012 og átti að koma á
markað síðastliðið sumar en
nú hefur því verið frestað
fram á haustið 2014.
Hér nær Ford merki-
legum áfanga í vélabyltingu
sinni, bensínvélar sem í boði
eru í nýjum Mondeo eru nú
allar úr EcoBoost-línunni.
EcoBoost-vélarnar eru
hlaðnar nýjungum sem stuðla
að betri nýtni eldsneytis,
t.a.m. innspýtingu í brunahólf
og forþjöppu. Þessa byltingu,
sem á sér hliðstæðu hjá
öðrum bílaframleiðendum,
einkennir mjög svo smækkað
rúmtak vélanna. Smæsta vél-
in um borð í nýjum Mondeo
verður einungis 1,0 l að stærð
og þriggja strokka en skilar
þó 123 hestöflum.
'RGJH'DUWÚIöL°¾LWW
Þessi fleygu orð úr költmyndinni Sódómu Reykjavík eru
mörgum enn í fersku minni. Dart var vinsæll amerískur bensín-
hákur, framleiddur á árunum 1960-1976, en hefur nú gengið í
endurnýjun lífdaga með nýju módeli. Nýr Dart er raunar fyrsti
millistærðar stallbakur úr smiðjum Dodge, síðan framleiðslu á
hinum hörmulega ófríða Dodge Neon var hætt árið 2005.
Dart er byggður á Fiat Viaggio, enda heyrir nú Dodge undir
Fiat-samsteypuna, en er nokkuð ólíkur í útliti, ekki ljótur, en
sker sig lítið úr.
Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum hefur þessi bíll
reyndar ekki stigið hjólum sínum á íslenska grundu, enda
ekkert Fiat eða Chrysler umboð til staðar á landinu og hefur
ekki verið um árabil. Orðið á götunni er að sú staða gæti
breyst á komandi ári.
SPoRTBÍLAR