Kjarninn - 26.12.2013, Síða 98
snittur í jóla- og
áramótaboð
01/01 kjarninn MatUR
n
ú þegar jólin eru nýyfirstaðin er upplagt að
bjóða upp á léttar en vetrarlegar snittur í kom-
andi veislum í kringum áramótin. Sniðugt er
að reyna að nýta það sem til er af afgöngum,
en eftir jólin er búrskápurinn hjá mér enn
troðfullur af ýmiss konar hnetum, þurrkuðum ávöxtum,
ostum og ferskum kryddjurtum. Flestir borða hangikjöt og/
eða reyktan lax á einhverjum tímapunkti yfir hátíðarnar og
gráupplagt að nýta svoleiðis afganga í snittugerð. Ég mæli
með því að bera snitturnar fram með köldu kampavíni eða
freyðivíni. Gleðilega hátíð!Deildu með
umheiminum
matur
María Björg
Sigurðardóttir
TAðREYKTuR LAX MEð PiPARRÓT, PiSTASÍuM oG DiLLi
Q Reyktur lax eða silungur, þunnt
sneiddur
Q Pistasíuhnetur, gróft saxaðar
Q Ferskt dill, greinar
Q Svartur pipar
Q Súrdeigsbrauð eða danskt
rúgbrauð, skorið í þunnar sneiðar
1 Skerið brauðið í munnbitastærð,
smyrjið á smávegis sósu.
SÍTRÓNu- oG PiPARRÓTAR-
SÓSA
Q Sýrður rjómi 26%, hálf dós
Q Rjómaostur, tvær msk.
Q Safi úr safaríkri sítrónu
Q Piparrót, rifin, 1 msk.
Q Krydd eftir smekk
2 Leggið laxinn ofan á, svo tsk. af
sósunni, saxaðar pistasíuhnetur
og nýmöluðum svörtum pipar.
3 Leggið að lokum grein af dilli á
toppinn.
GEiTAoSTuR MEð MARSALA-MARiNERuðuM TRÖNuBERjuM
Q Geitaostur
Q trönuber, þurrkuð
Q Saltaðar pekanhnetur, saxaðar
Q Þurrkaðar apríkósur, saxaðar
Q Graslaukur, smátt saxaður
Q Marsala/sérrí/púrtvín
Q Hunang
Q Lava-salt (má sleppa)
Q Snittuskeljar
1 Leggið þurrkuðu trönuberin í
Marsala-vín og hunang og leyfið
berjunum að draga í sig um stund
í leginum.
2 Setjið brot af pekanhnetu neðst á
snittuna, svo tsk. af geitaosti.
3 Leggið svo apríkósur,
pekanhnetur og apríkósur ofan á.
4 Sáldrið loks með graslauk, lava-
salti og svörtum pipar.
GRáðAoSTuR MEð DÖðLuM oG GRANATEPLi
Q Jóla gráðaostur/Dolcelatte/
Gorgonzola
Q Rjómaostur/mascarpone
Q Medjool-döðlur
Q Granatepli
Q Vorlaukur, græni hlutinn, saxaður
Q Snittuskeljar
1 Blandið saman einum hluta af
rjómaosti og tveimur hlutum af
gráðaosti og kryddið eftir smekk.
2 Fyllið skeljar með ostinum og
stráið öllu hinu hráefninu fallega
ofan á. Einnig er gott að setja
ostablönduna í steinhreinsaða
döðlu með söxuðum pistasíum
eða pekanhnetum.
HANGiKjÖT MEð PERuM, SELLERÍi oG VALHNETuM
Q Hangikjöt, sneitt þunnt
Q Sellerí, smátt saxað
Q Graslaukur, smátt saxaður
Q Pera, þunnt sneidd (helst
jólapera, fæst þessa dagana í
Nettó og Nóatúni)
Q Valhnetur
Q Mínítartalettur
SiNNEPSSÓSA
Q 2 msk. majones
Q 2 msk. sýrður rjómi
Q 1 tsk. grófkornasinnep
Q nýmalaður pipar
Q ögn af múskati
1 Blandið saman hráefnunum í sósuna og smyrjið smávegis í
tartalettuna, næst hangikjöt, tsk. af sósu og svo sellerí og graslauk.
2 að lokum ein valhneta og þunn perusneið.