Kjarninn - 23.01.2014, Page 12

Kjarninn - 23.01.2014, Page 12
10/10 EFnahagsmál lítill hópur getur nýtt sér leiðina Hópurinn sem nýtir sér fjárfestingarleiðina er ekki stór. Alls hefur 728 tilboðum verið tekið fram til þessa og ljóst á fréttum fjölmiðla að sumir hafa nýtt sér leiðina oft. Ástæðan er auðvitað sú að viðkomandi þarf að eiga 25 þúsund evrur, rúmar fjórar milljónir króna, hið minnsta. Því er leiðin fyrst og síðast fyrir þá efnameiri. Þá ríku. Tilgangur fjárfestingarleiðarinnar er að vinna á skammtíma krónueignum erlendra aðila, hinni svokölluðu snjóhengju. Og hún hefur vissulega minnkað á síðustu tveimur árum. Í byrjun desember síðastliðins voru krónu- eignir erlendu aðilanna orðnar 324 milljarðar króna. Rúm- lega helmingur þeirra liggur í ríkisbréfum en afgangurinn er að mestu innstæður í bönkum. Báðir þessir stabbar safna vöxtum og því er krónueign þessarra aðila í raun alltaf að aukast. Vísbendingar eru um að allt að helmingur þessarar upphæðar sé í eigu Íslendinga þótt þeir séu skráðir sem erlendir aðilar. Í byrjun desember höfðu gjaldeyrisútboð Seðlabankans, sem auk fjárfestingarleiðinnar bjóða upp á fjárfestingu í ríkisskuldabréfum, veitt til landsins erlendri fjárfestingu sem jafngilti um það bil 11,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2012. reynt að Þétta upp í götin með strangari skilyrðum Nýverið var gerð breyting á skilmálum til að fá að taka þátt í fjárfestingarleiðinni. Hún tekur gildi fyrir næsta útboð, sem verður 4. febrúar. Sú breyting felur í sér að útgefandi skuldabréfa sem fjárfestir ætlar að kaupa verði að geta sýnt fram á að minnsta kosti tveggja ára rekstrarsögu. Til viðbótar er bætt inn heimild til að „kalla eftir fyrirætlunum útgefand- ans um ráðstöfun fjármuna skuldabréfasölunnar“. Með þessu er verið að koma í veg fyrir eina af þekktustu leiðunum sem notaðar hafa verið til að koma fé inn í landið með virðisaukningu fjár- festingarleiðarinnar. Leiðin snýst um að einstak- lingar sem eiga fé erlendis stofna félag á Íslandi og láta það gefa út skuldabréf upp á hundruð milljóna króna þrátt fyrir að í því sé enginn raunverulegur rekstur. Sami einstaklingur kaupir síðar skuldabréfa- útgáfuna fyrir evrurnar sem koma hingað í gegnum leiðina og tryggir sér þar með mikla virðisaukningu. Í raun er samt um tilfærslu á fé úr einum vasa í annan að ræða og engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.