Kjarninn - 23.01.2014, Side 14

Kjarninn - 23.01.2014, Side 14
12/15 samKeppnismál s tarfsemi Íslandspósts ohf., sem fer með einka- rétt íslenska ríkisins vegna póstsendinga 0 til 50 gramma bréfa, er ekki að öllu leyti í samræmi við lögin sem um hann gilda og brýtur gegn samkeppnislögum, meðal annars vegna starfsemi póstsins á sviðum sem ekki falla undir grunnstarfsemi hans. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur rannsókn Samkeppnis- eftirlitsins leitt þetta í ljós. Rannsókninni er ekki lokið en Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, sagði í samtali við Kjarnann að rannsóknin væri mikil að umfangi og tímafrek í vinnslu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efnisatriði eða frumniðurstöðu ýmissa athugana og rannsókna sem eftir- litið hefði gert er vörðuðu rekstrarumhverfi póstsins. húsleit Upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlits- ins má rekja til húsleitar í janúar 2010 vegna kvartana sem borist höfðu frá markaðsaðilum um hugsanlega mis- notkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Í kjölfarið brást Íslandspóstur við athugasemdum en rannsókn á starfsemi Íslandspósts hélt þó áfram. Kvartanirnar hafa flestar lotið að ófullnægjandi að- skilnaði milli starfsemi Íslandspósts ohf. innan einkaréttar og starfsemi sem er á samkeppnismörkuðum. Íslandspóstur hefur á undanförnum árum breytt starfsemi sinni umtalsvert, meðal annars með kaupum á starf- semi sem er óskyld grunnpóstþjónust- unni. Þetta hefur leitt til umkvartana til Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskipta stofnunar frá ýmsum fyrirtækj- um sem eru í samkeppni við þá starfsemi sem ekki telst til hinnar einkaréttarvörðu grunnstarfsemi. Póst- og fjarskiptastofn- samKeppnismál Magnús Halldórsson

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.