Kjarninn - 23.01.2014, Side 17

Kjarninn - 23.01.2014, Side 17
15/15 samKeppnismál markmið að vaxa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafnar því alfarið að Íslandspóstur sé að brjóta gegn samkeppnis- lögum með starfsemi sinni. Hann segir Íslandspóst sinna alþjónustu hlutverki sínu af ábyrgð og passa uppi á það að skilja á milli samkeppnisrekstrar og einkaleyfisvarins hluta rekstrarins. Markmið félagsins sé hins vegar að stækka. „Við leggjum upp með það að skila hagnaði og auka verðmæti félagsins fyrir eiganda þess, sem er íslenska ríkið. Þannig er leitast við að efla fyrirtækið með því að auka veltu, hag- ræða í rekstri og bæta þjónustu,“ sagði Ingimundur í sam- tali við Kjarnann. Hann sagðist jafnframt ekki vita hversu langt rannsókn á starfsemi fyrirtækisins væri komin. Hann var ekki tilbúinn að afhenda gögn sem Íslandspóstur hefur tekið saman og sent frá sér vegna fyrirspurna starfsmanna eftirlits stofnana og sagði þau vera vinnugögn og skýringar- efni til eftirlitsaðila sem óeðlilegt væri að Íslandspóstur birti á meðan mál væru enn í rannsókn. Hann sagði Íslandspóst leggja sig fram við það að fylgjast með þróun mála á sam- bærilegum mörkuðum, meðal annars á Norðurlöndunum.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.