Kjarninn - 23.01.2014, Page 23

Kjarninn - 23.01.2014, Page 23
20/21 topp 5 2 áFengis- og tóbaKsgjald Ríkið leggur gríðarlega háar álögur á áfengi og tóbak. Fyrir því má örugglega færa góð lýðheilsurök að hærra verð fæli fleiri frá því að misnota þessar sakbitnu ánægjuafurðir. Vandamálið er að þeir peningar sem gjald á syndir mannanna skilar ríkinu fara ekki nema að örlitlu leyti í að auka forvarnir eða að glíma við beinar afleiðingar vegna neyslu þeirra. Og þetta eru engar smátölur sem landinn borgar til ríkisins fyrir guðaveigarnar, smókinn og lummuna. Áfengisgjaldið á að skila 12 milljörðum króna í ríkiskassann og tóbaksgjaldið 6,2 milljörðum króna. Og gjöldin hafa hækkað skarpt. Í ár verða þau 6,3 milljörðum krónum hærri í ár en þau voru samtals árið 2008.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.