Kjarninn - 23.01.2014, Page 32

Kjarninn - 23.01.2014, Page 32
28/28 Ferðaþjónusta skipulagi. Útfærslur á gjaldtökunni, sem og dreifing, hafa lítið verið ræddar. Þá á eftir að útfæra lagalega stöðu áður- nefnds Náttúrupassasjóðs, hvernig hann passar inn í íslenskt lagaumhverfi, hvernig honum skuli stjórnað og hvernig þessum háu fjármunum verði varið. Þeir viðmælendur sem Kjarninn ræddi við eru misjafn- lega bjartsýnir á framvindu málsins. Flestir þeirra eru þó sammála um að enn sé töluverð vinna eftir við útfærslu náttúrupassans, mörg ljón séu í veginum. Miðað við stöðu málsins er því nánast borin von að samræmd gjaldtaka á ferðamönnum hefjist innan tíðar. Margir vilja meira að segja meina að gjaldtakan sé ekki raunhæf fyrr en um áramótin 2015/2016, eftir tvö ár. Á meðan þramma hundruð þúsunda ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, um náttúru Íslands með tilheyrandi spjöllum, og tíminn líður.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.